Kol&Saltehf.
Kol&salt er hönnunar- og ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu samfélags- og nýsköpunarverkefna þar sem aðferðafræði hinna skapandi greina leiðir ferlið.
Fyrirtækið stýrir og þróar margvísleg verkefni þar sem sérfræðingar, fólk með staðbundna þekkingu á mismunandi menningarsvæðum, fagfólk í listum og hönnuðir rannsaka og vinna saman að sjálfbærara og betra samfélagi. Verkefni fyrirtækisins eru m.a alþjóðlegar gestavinnustofur (ArtsIceland) , sumarskóli í sjálfbærum arkitektúr (Stofnun Rögnvaldar), listsýningar og listauppákomur (Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space), samvinnuverkefni í hönnun og vöruþróun (Pyrimídar og lofstskip) og atvinnuskapandi nýsköpunarverkefni sem byggja á sérkennum mismunandi menningarsvæða Vestfjarða (VestFiðringur). |
Verkefni kol&salt
Við viljum heyra frá þér
Við tökum gagnrýni og viljum heyra þínar hugmyndir
|
..fylgstu með
|