|
Reykhólahreppur-Vestfiðringur
Hér er að finna þær upplýsingar sem söfnuðust á fundi Vestfiðrings á Reykhólum 3.september 2014. Upplýsingar voru skráðar í fjórum flokkum: Menning og saga, landið og náttúran, listi yfir fólk sem býr á svæðinu (eða tengist því náið) og vinnur við skapandi atvinnugreinar og listi yfir samtök og stofnanir innan svæðis sem utan, sem eru vænlegar til samstarfs í framhaldinu. Hér er að finna þær upplýsingar sem söfnuðust um Reykhólahrepp. Þær eru settar inn nokkurn vegin eins og þær söfnuðust. Vinnsla á efni áður en upplýsingarnar voru birtar fólst í að taka út endurtekningar og færa á milli flokka það sem fór flokkavillt. Aðeins var leitað eftir upplýsingum um hluti sem voru óljósir, en enn er nóg að slíku og sér í lagi fyrir þá sem ekki hafa yfir að búa innherja-upplýsingum um mismunandi staði. Allt er þetta þó opið hér inni til frekari vinnslu, þ.e. hver sem er, sem veit, kann og getur, má breyta og bæta við þær upplýsingar sem hér er að finna, Hægt er að koma fram við viðbætur og/eða leiðréttingar hér að neðan á umræðuþræðinum. Við hvetjum ykkur eindregið til að gera svo HÉR. |
|
Sérkennin
Umræður um Reykhólahrepp