About Outvert Art Space
Outvert Art Space is a non-profit organization and a dynamic, contemporary cultural arts space where varied perspectives and issues are explored through visual arts, music, performance and other forms of media. Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space was founded in 2013 by Elísabet Gunnarsdóttir and Gunnar Jónsson, and collaborates closely with ArtsIceland programs. ArtsIceland and Outvert Art Space are particularly interested in helping artists and curators achieve projects that have significant cultural impact but would be impossible to realize in a traditional gallery or museum setting. Outvert Art Space / Gallerí Úthverfa is located at Aðalstræti 22 / 400 Ísafjörður / Iceland facebook.com/Gallerí Úthverfa Póstf@ng: [email protected] +354 868 1845 Outvert Art Space receives funding for various projects from the Icelandic Visual Arts Fund, the Westfjords Regonal Development Fund, the Municipality of Ísafjörður and private companies. |
SÝNINGAR / Exhibition
gímaldin: Handritin brennd heim
30.3 – 14.4 2024
gímaldin hefur starfað sem sólóartisti með útúrdúrum í hljómsveitir og samstarf síðan snemma á 10. áratug síðustu aldar. Fyrsta kasetan (gímaldin) kom út árið 1997 og síðasta kasetan árið 2022. Þar á milli hafa komið út geisladiskar, ein vínylplata og býsnin öll af ýmisskonar netútgáfum. Tónlistin, í nokkurskonar tímaröð, telur, pönk og nýbylgju, trúbadúrisma, alt-tilraunamússikk, gítarrokk, hljómorðaundirspil, folk-rokk, alheimstónlist, blús, metal og neóklassíska píanótónlist. Samhliða þessu hefur gímaldin látið til sín taka í vídeólist, gerði stuttmyndirnar Velkomin í Beinadal og Blúdní milli 2000 og 2003. Hann hefur gert kynstur af tónlistarvídeóum og heimildamyndina Og þá fór ég að hugsa árið 2023.
Verkið sem gímaldin setur upp í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space er blandað verk sem fjallar um uppgjör við þriðju listgreinina. Bundinn verður táknrænn endir á rithöfundadrauma listamannsins þar sem öllum hans óútgefnu ritverkum verður streymt inná public domain vettvang, og þar með endanlega lokað fyrir alla og hverskonar möguleika á því að búa til fjármuni eða feril úr skáldsögunum.
Inní þetta blandast hugleiðing um samband listarinnar og stafræningu (digitiseringu) hennar – þar sem slíkur gjörningur er nánast óhugsandi án þess að í honum komi gerfigreind einhversstaðar við sögu.
30.3 – 14.4 2024
gímaldin hefur starfað sem sólóartisti með útúrdúrum í hljómsveitir og samstarf síðan snemma á 10. áratug síðustu aldar. Fyrsta kasetan (gímaldin) kom út árið 1997 og síðasta kasetan árið 2022. Þar á milli hafa komið út geisladiskar, ein vínylplata og býsnin öll af ýmisskonar netútgáfum. Tónlistin, í nokkurskonar tímaröð, telur, pönk og nýbylgju, trúbadúrisma, alt-tilraunamússikk, gítarrokk, hljómorðaundirspil, folk-rokk, alheimstónlist, blús, metal og neóklassíska píanótónlist. Samhliða þessu hefur gímaldin látið til sín taka í vídeólist, gerði stuttmyndirnar Velkomin í Beinadal og Blúdní milli 2000 og 2003. Hann hefur gert kynstur af tónlistarvídeóum og heimildamyndina Og þá fór ég að hugsa árið 2023.
Verkið sem gímaldin setur upp í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space er blandað verk sem fjallar um uppgjör við þriðju listgreinina. Bundinn verður táknrænn endir á rithöfundadrauma listamannsins þar sem öllum hans óútgefnu ritverkum verður streymt inná public domain vettvang, og þar með endanlega lokað fyrir alla og hverskonar möguleika á því að búa til fjármuni eða feril úr skáldsögunum.
Inní þetta blandast hugleiðing um samband listarinnar og stafræningu (digitiseringu) hennar – þar sem slíkur gjörningur er nánast óhugsandi án þess að í honum komi gerfigreind einhversstaðar við sögu.
Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir: Ekki gleyma að blómstra
8.3 – 28.3 2024
,,Af jörðu ertu komin og að jörðu skaltu aftur verða, en í millitíðinni ertu pottaplanta og það er alltaf eitthvað að. Sýningin er etnógrafía á mannflórunni hið ytra og hið innra sem leitast við að þroskast, blómstra og hámarka sjálfið í samfélagi þar sem bestu útgáfur sjálfsins eru ákjósanlegar og alltaf rétt handan við hornið. Hún samanstendur af klippi- og textaverkum sem hafa verið í mótun í nokkur ár. Plönturnar í sýningunni eru allar óheilbrigðar en þær koma úr bók sem ber heitið Jurtahandbókin - 259 innijurtir, hollráð og heilsuvernd og í henni eru ráð og leiðbeiningar um umhirðu ólíkra pottaplantna. Í tungumálinu er ógrynni samlíkinga mannfólks og gróðurs og þær eru vísir að hugarfari okkar um virði og vöxt okkar sjálfs og annarra. Grasið er ekkert endilega grænna hinu megin en þessi fallega hirti garður er kannski bara íþyngjandi, mögulega kanntu betur við þig í fjalllendi, skuggsælum dal, frumskógi eða mýri. Pottaplönturnar syngja hér einsöng undir óm gargandi þrástefs; ekki gleyma að blómstra!"
Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir starfar bæði við listsköpun og kennslu, hún er menntuð í hagnýtri menningarmiðlun, félags- og kynjafræði og er m.a. ein þeirra sem rekur Hversdagssafnið á Ísafirði. Hún hefur fengist við tónlist, sviðslist og myndlist en þetta er hennar fyrsta einkasýning.
8.3 – 28.3 2024
,,Af jörðu ertu komin og að jörðu skaltu aftur verða, en í millitíðinni ertu pottaplanta og það er alltaf eitthvað að. Sýningin er etnógrafía á mannflórunni hið ytra og hið innra sem leitast við að þroskast, blómstra og hámarka sjálfið í samfélagi þar sem bestu útgáfur sjálfsins eru ákjósanlegar og alltaf rétt handan við hornið. Hún samanstendur af klippi- og textaverkum sem hafa verið í mótun í nokkur ár. Plönturnar í sýningunni eru allar óheilbrigðar en þær koma úr bók sem ber heitið Jurtahandbókin - 259 innijurtir, hollráð og heilsuvernd og í henni eru ráð og leiðbeiningar um umhirðu ólíkra pottaplantna. Í tungumálinu er ógrynni samlíkinga mannfólks og gróðurs og þær eru vísir að hugarfari okkar um virði og vöxt okkar sjálfs og annarra. Grasið er ekkert endilega grænna hinu megin en þessi fallega hirti garður er kannski bara íþyngjandi, mögulega kanntu betur við þig í fjalllendi, skuggsælum dal, frumskógi eða mýri. Pottaplönturnar syngja hér einsöng undir óm gargandi þrástefs; ekki gleyma að blómstra!"
Björg Bábó Sveinbjörnsdóttir starfar bæði við listsköpun og kennslu, hún er menntuð í hagnýtri menningarmiðlun, félags- og kynjafræði og er m.a. ein þeirra sem rekur Hversdagssafnið á Ísafirði. Hún hefur fengist við tónlist, sviðslist og myndlist en þetta er hennar fyrsta einkasýning.
Diana Chester & Gary Markle:
Vofandi...Drjúpandi...Hlustandi...
Looming...Dripping...Listening…
2.12 2023 – 14.01 2024
Listamennirnir Diana Chester og Gary Markle snúa nú aftur til Íslands til að vinna saman að innsetningu sem byggir á og útvíkkar listrannsóknir þeirra sem hófust á mánaðarlangri listamannadvöl hjá ArtsIceland á Ísafirði sumarið 2022.
Diana Chester er bandarískur hljóðlistamaður og kennari með aðsetur í Ástralíu; Gary Markle er kanadískur listamaður og kennari sem býr í Eistlandi og vinnur á sviði ,,þróaðrar“ tísku (expanded fashion). Sameiginlegir snertifletir vinnu þeirra hafa þróast í framhaldi af því að þau dvöldu samtímis við rannsóknir á Vestfjörðum sumarið 2022. Sérstaklega reyndist strandsvæðið, þar sem land og sjór mætast, vera frjósamt rými ímyndunarafls sem snerti þau bæði djúpt. Upphaflegar rannsóknir frá veru þeirra á Íslandi og frekari hugleiðingar sem byggja á reynslunni sem þau urðu fyrir, hafa nú skilað þessu samstarfsverkefni í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space.
Í innsetningunni eru flóknar landslagsupptökur geymdar í grófum handprjónuðum strúktúr sem búinn er til úr garni úr iðnaðarplasti. Þetta framkallar e.k. neðanjarðar-fjöruborð sem blandast saman við frumstætt gufubaðslegt umhverfi sem býður gesti velkomna til að taka þátt, hlusta, finna og dvelja innan þess. Rýmið er til að ígrunda tengsl milli landamæra, takmarkana, heima sem bæði er hægt og ekki hægt að sjá og heyra.
////////////////
Artists Diana Chester and Gary Markle are returning to Iceland to collaborate on an installation that expands their independent artistic research begun at a month-long artist residency at ArtsIceland at Ísafjörður in the summer of 2022.
Chester is an American sonic artist/educator based in Australia; Markle is a Canadian artist/ educator living in Estonia and working in the area of expanded fashion. Their point of intersection has evolved since the shared experience they had investigating the WestFjords region in 2022. In particular, the Littoral Zone, where land and sea meet, proved to be a fertile space of imagination that they both responded to deeply. Initial exploration from their time in Iceland and further reflection on their experiences have resulted in this collaboration at the Outvert Art Space.
In this installation, Intricate geophone recordings are housed in a rough hand-knit structure made from industrial plastic yarn. Evoking a subterranean shoreline conflated with a primitive sauna-like environment. Welcoming visitors to engage, listen, feel, and dwell “with(in).” A space to reflect on connections between boundaries, liminalities, of worlds which can and can not be seen and heard.
Vofandi...Drjúpandi...Hlustandi...
Looming...Dripping...Listening…
2.12 2023 – 14.01 2024
Listamennirnir Diana Chester og Gary Markle snúa nú aftur til Íslands til að vinna saman að innsetningu sem byggir á og útvíkkar listrannsóknir þeirra sem hófust á mánaðarlangri listamannadvöl hjá ArtsIceland á Ísafirði sumarið 2022.
Diana Chester er bandarískur hljóðlistamaður og kennari með aðsetur í Ástralíu; Gary Markle er kanadískur listamaður og kennari sem býr í Eistlandi og vinnur á sviði ,,þróaðrar“ tísku (expanded fashion). Sameiginlegir snertifletir vinnu þeirra hafa þróast í framhaldi af því að þau dvöldu samtímis við rannsóknir á Vestfjörðum sumarið 2022. Sérstaklega reyndist strandsvæðið, þar sem land og sjór mætast, vera frjósamt rými ímyndunarafls sem snerti þau bæði djúpt. Upphaflegar rannsóknir frá veru þeirra á Íslandi og frekari hugleiðingar sem byggja á reynslunni sem þau urðu fyrir, hafa nú skilað þessu samstarfsverkefni í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space.
Í innsetningunni eru flóknar landslagsupptökur geymdar í grófum handprjónuðum strúktúr sem búinn er til úr garni úr iðnaðarplasti. Þetta framkallar e.k. neðanjarðar-fjöruborð sem blandast saman við frumstætt gufubaðslegt umhverfi sem býður gesti velkomna til að taka þátt, hlusta, finna og dvelja innan þess. Rýmið er til að ígrunda tengsl milli landamæra, takmarkana, heima sem bæði er hægt og ekki hægt að sjá og heyra.
////////////////
Artists Diana Chester and Gary Markle are returning to Iceland to collaborate on an installation that expands their independent artistic research begun at a month-long artist residency at ArtsIceland at Ísafjörður in the summer of 2022.
Chester is an American sonic artist/educator based in Australia; Markle is a Canadian artist/ educator living in Estonia and working in the area of expanded fashion. Their point of intersection has evolved since the shared experience they had investigating the WestFjords region in 2022. In particular, the Littoral Zone, where land and sea meet, proved to be a fertile space of imagination that they both responded to deeply. Initial exploration from their time in Iceland and further reflection on their experiences have resulted in this collaboration at the Outvert Art Space.
In this installation, Intricate geophone recordings are housed in a rough hand-knit structure made from industrial plastic yarn. Evoking a subterranean shoreline conflated with a primitive sauna-like environment. Welcoming visitors to engage, listen, feel, and dwell “with(in).” A space to reflect on connections between boundaries, liminalities, of worlds which can and can not be seen and heard.
Kirsty Palmer: FIELDS // VELLIR
28.10 – 26.11 2023
FIELDS er nýtt tví- og þrívíddarverk sem þróað er fyrir Gallerí Úthverfu. Það er afrakstur nýlegra gestavinnustofudvalar hjá ArtsIceland (2022) og Skaftfell Center for Visual Art (2020). Með rætur í samspili við efni, stað og ferli, fjallar verk Kirsty Palmer um hugmyndir um landslag, fornleifafræði og efnisleika, sem oft leiðir til verkefna sem eru staðbundin eða tímabundin í eðli sínu.
FIELDS dregur saman röð mynda og þrívíðra hluta sem draka athyglina að hinu örsmáa og því stóra, hinu nálæga og því fjarlæga. Með því að vísa í víðtækari ferli, þar á meðal jarðfræði, gönguferðir og kortlagningar, inniheldur sýningarverkefnið FIELDS hugmyndir um landslag, landsvæði og landslag sem minningarstaði. Horft er til jarðfræðilegs (og manngerðs) efnis - oft á smáum skala - sem merki um mun stærri fyrirbæri, langtímaferli eða atburði. Lögð er til grundvallar mun víðtækari hugmynd um undirstöður og umbreytandi atburði sem enduróma sviftingar í okkar eigin (mannlegu) grunnundirstöðum.
FIELDS inniheldur nýtt prentverk; tvíhliða breiðblað – upplag = 100.
FIELDS er styrkt af Creative Scotland Open Project.
Kirsty Palmer útskrifaðist úr MFA-námi við The Glasgow School of Art árið 2014 og áður með BA (Hons) árið 2010. Frá árinu 2016 hefur hún unnið jöfnum höndum í heimalandi sínu Skotlandi og á Íslandi.
Hún hefur dvalið sem gestalistamaður hjá ArtsIceland á Ísafirði, Skaftfelli myndlistarmiðstöð (Seyðisfirði), SÍM (Reykjavík) og Fish Factory (Stöðvarfirði).
Meðal nýlegra sýninga eru Terrain, Patriothall Gallery, Edinborg (2023); QUARRY, South Block, Glasgow (2021); Matter / Efni, Skaftfell, Seyðisfjörður (2020); LENDING, Glasgow Project Room, Glasgow (2019); Of A Mountain/ Af fjalli, Bræðraborg, Ísafirði (2018).
…………………………
FIELDS is a new body of two and three-dimensional work developed for Gallerí Úthverfa. It follows recent residencies undertaken with ArtsIceland (2022) and Skaftfell Centre for Visual Art (2020).
Rooted in interaction with materials, place and process, Kirsty Palmer’s practice addresses ideas surrounding landscape, archaeology and materiality, often resulting in bodies of work which are site-specific or temporary in nature.
FIELDS brings together a series of images and sculptural objects which draw attention to the micro and macro, the close and distant. Referencing wider practices including geology, walking and mapping, FIELDS considers notions of terrain, territory and landscape(s) as sites of memorial. It looks to geological (and man-made) matter – often small in scale - as signifiers of much larger-scale or long-term processes or events. It considers the broader notion of foundations and transformative events as echoing shifts in our own (human) foundations.
FIELDS includes a new piece of printed matter; a double-sided broadsheet in an edition of 100.
FIELDS is supported by Creative Scotland Open Project funding.
Kirsty Palmer graduated from the MFA programme at The Glasgow School of Art in 2014, and with BA (Hons) in 2010. Since 2016, her practice has increasingly been based between her home country of Scotland and Iceland. She has recently been artist in residence with ArtsIceland, Skaftfell Center for Visual Art (Seyðisfjörður), SÍM (Reykjavik) and Fish Factory (Stöðvarfjörður).
Recent exhibitions include Terrain, Patriothall Gallery, Edinburgh (2023); QUARRY, South Block, Glasgow (2021); Matter / Efni, Skaftfell, Seyðisfjörður (2020); LANDING, Glasgow Project Room, Glasgow (2019); Of A Mountain/ Af fjalli, Bræðraborg, Ísafjörður (2018).
28.10 – 26.11 2023
FIELDS er nýtt tví- og þrívíddarverk sem þróað er fyrir Gallerí Úthverfu. Það er afrakstur nýlegra gestavinnustofudvalar hjá ArtsIceland (2022) og Skaftfell Center for Visual Art (2020). Með rætur í samspili við efni, stað og ferli, fjallar verk Kirsty Palmer um hugmyndir um landslag, fornleifafræði og efnisleika, sem oft leiðir til verkefna sem eru staðbundin eða tímabundin í eðli sínu.
FIELDS dregur saman röð mynda og þrívíðra hluta sem draka athyglina að hinu örsmáa og því stóra, hinu nálæga og því fjarlæga. Með því að vísa í víðtækari ferli, þar á meðal jarðfræði, gönguferðir og kortlagningar, inniheldur sýningarverkefnið FIELDS hugmyndir um landslag, landsvæði og landslag sem minningarstaði. Horft er til jarðfræðilegs (og manngerðs) efnis - oft á smáum skala - sem merki um mun stærri fyrirbæri, langtímaferli eða atburði. Lögð er til grundvallar mun víðtækari hugmynd um undirstöður og umbreytandi atburði sem enduróma sviftingar í okkar eigin (mannlegu) grunnundirstöðum.
FIELDS inniheldur nýtt prentverk; tvíhliða breiðblað – upplag = 100.
FIELDS er styrkt af Creative Scotland Open Project.
Kirsty Palmer útskrifaðist úr MFA-námi við The Glasgow School of Art árið 2014 og áður með BA (Hons) árið 2010. Frá árinu 2016 hefur hún unnið jöfnum höndum í heimalandi sínu Skotlandi og á Íslandi.
Hún hefur dvalið sem gestalistamaður hjá ArtsIceland á Ísafirði, Skaftfelli myndlistarmiðstöð (Seyðisfirði), SÍM (Reykjavík) og Fish Factory (Stöðvarfirði).
Meðal nýlegra sýninga eru Terrain, Patriothall Gallery, Edinborg (2023); QUARRY, South Block, Glasgow (2021); Matter / Efni, Skaftfell, Seyðisfjörður (2020); LENDING, Glasgow Project Room, Glasgow (2019); Of A Mountain/ Af fjalli, Bræðraborg, Ísafirði (2018).
…………………………
FIELDS is a new body of two and three-dimensional work developed for Gallerí Úthverfa. It follows recent residencies undertaken with ArtsIceland (2022) and Skaftfell Centre for Visual Art (2020).
Rooted in interaction with materials, place and process, Kirsty Palmer’s practice addresses ideas surrounding landscape, archaeology and materiality, often resulting in bodies of work which are site-specific or temporary in nature.
FIELDS brings together a series of images and sculptural objects which draw attention to the micro and macro, the close and distant. Referencing wider practices including geology, walking and mapping, FIELDS considers notions of terrain, territory and landscape(s) as sites of memorial. It looks to geological (and man-made) matter – often small in scale - as signifiers of much larger-scale or long-term processes or events. It considers the broader notion of foundations and transformative events as echoing shifts in our own (human) foundations.
FIELDS includes a new piece of printed matter; a double-sided broadsheet in an edition of 100.
FIELDS is supported by Creative Scotland Open Project funding.
Kirsty Palmer graduated from the MFA programme at The Glasgow School of Art in 2014, and with BA (Hons) in 2010. Since 2016, her practice has increasingly been based between her home country of Scotland and Iceland. She has recently been artist in residence with ArtsIceland, Skaftfell Center for Visual Art (Seyðisfjörður), SÍM (Reykjavik) and Fish Factory (Stöðvarfjörður).
Recent exhibitions include Terrain, Patriothall Gallery, Edinburgh (2023); QUARRY, South Block, Glasgow (2021); Matter / Efni, Skaftfell, Seyðisfjörður (2020); LANDING, Glasgow Project Room, Glasgow (2019); Of A Mountain/ Af fjalli, Bræðraborg, Ísafjörður (2018).
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir:
vad jag hade föreställt mig
23.9 – 22.10 2023
Á málverki er útsaumur. Hann er fléttaður í gegnum grunninn, sem myndar hnit. Áður en grunnurinn verpist er hnitið búið að telja skref merkinga, sem ferðast um tíma og hafa staðnað hér í eftirvæntingu.
Það sem ég hafði ímyndað mér, voru kyrralífsmyndir af steingerðum formum útsaumsverka frá ýmist sautjándu og átjándu öld. Bogar, krókar og örvar eru mótífin sem mynda sögurammann á útsaumsverkunum og eru blá á litinn. Það er í gegnum þessi form sem ég hef reynt að snerta á því sem ég skil vera tíma, og tímarúm. Fléttusaumur, eða fléttusporið; vörpun boga/örva sem ganga í áttir, og á bakhlið beinar línur þvert á sína birtu hlið, hefur verið mitt áhugasvið.
/////////////
There is embroidery on a painting. It is woven through the base forming a grid. Before the base warps and bends, the grid has counted the steps of markings, which traveled through time, and stopped here in anticipation.
What I had imagined, was a series of still life paintings with the petrified motifs of certain embroideries from the 18th Century. Bows, hooks, and arrows are the shapes that form the narrative frame on the embroideries in different shades of blue. It is through these motifs that I try to touch on what I understand as time, and its
capacities. The braided cross-stitch (long-armed cross stitch); a projection of arrows going in directions, and straight lines across its reversed side, has been my subject matter.
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir (1994)
BA The Icelandic University of Art, 2019
Exchange semester at Parsons: The New School, 2018
MFA Malmö Art Academy, 2023
vad jag hade föreställt mig
23.9 – 22.10 2023
Á málverki er útsaumur. Hann er fléttaður í gegnum grunninn, sem myndar hnit. Áður en grunnurinn verpist er hnitið búið að telja skref merkinga, sem ferðast um tíma og hafa staðnað hér í eftirvæntingu.
Það sem ég hafði ímyndað mér, voru kyrralífsmyndir af steingerðum formum útsaumsverka frá ýmist sautjándu og átjándu öld. Bogar, krókar og örvar eru mótífin sem mynda sögurammann á útsaumsverkunum og eru blá á litinn. Það er í gegnum þessi form sem ég hef reynt að snerta á því sem ég skil vera tíma, og tímarúm. Fléttusaumur, eða fléttusporið; vörpun boga/örva sem ganga í áttir, og á bakhlið beinar línur þvert á sína birtu hlið, hefur verið mitt áhugasvið.
/////////////
There is embroidery on a painting. It is woven through the base forming a grid. Before the base warps and bends, the grid has counted the steps of markings, which traveled through time, and stopped here in anticipation.
What I had imagined, was a series of still life paintings with the petrified motifs of certain embroideries from the 18th Century. Bows, hooks, and arrows are the shapes that form the narrative frame on the embroideries in different shades of blue. It is through these motifs that I try to touch on what I understand as time, and its
capacities. The braided cross-stitch (long-armed cross stitch); a projection of arrows going in directions, and straight lines across its reversed side, has been my subject matter.
Hjördís Gréta Guðmundsdóttir (1994)
BA The Icelandic University of Art, 2019
Exchange semester at Parsons: The New School, 2018
MFA Malmö Art Academy, 2023
Hildur Elísa Jónsdóttir:
Seeking Solace
26.8 – 17.9 2023
„Veistu, allt í einu, finnst mér lífið ekki bara vera gilligilli hlæhlæ lengur, heldur finnst mér það vera orðið frekar, frekar alvarlegt. Ég þarf að gera hluti við líf mitt en það er svo ógnvekjandi, ég er bara lítið barn - lítil og kvíðin, hrædd og áhyggjufull.“
Í Seeking Solace er skyggnst inn í andstæða heima faglegs ytra byrðis atvinnulífsins og innri átök nútímafólks. Í gegnum verkið deila starfsmenn á skrifstofu djúp-persónulegum obinberunum, sungnum við gömul íslensk þjóðlög, einlæg og innileg augnablik sem hægt er að rekja djúpt í iður flytjandans; galli í yfirvegaðri og faglegri frammistöðu þeirra. Þegar örlítið truflaðar og ofurmannlegar játningarnar eru tvinnaðar saman við forneskjuleg en tignarleg þjóðlögin verður svikaraheilkennið í textunum enn meira áberandi. Á sama tíma og textarnir eru djúpmannlegir og óvægnir eru þjóðlögin traustvekjandi og huggandi - þverstæða sem margir tengja við úr eigin lífi í sambandi við innri orðræðu í andstæðu við ytri aðstæður.
Hildur Elísa Jónsdóttir (1993) er myndlistarmaður og tónskáld búsett í Amsterdam og Reykjavík. Hún hefur áhuga á frásagnarhefðum og því að skapa alltumlykjandi upplifanir í rými, sem oft sækja innblástur í hversdagslega hluti og uppákomur. Sköpunarferli hennar er limbó duttlungafullra hugdetta og áráttukenndra rannókna en í verkum sínum fæst hún við hversdagslegar upplifanir og eðlilegt hegðanamynstur á gagnrýninn hátt. Með því að setja þessa hversdagslegu atburði í óhefðbundið og óvenjulegt samhengi ögrar hún skilningi okkar á fastmótuðum og manngerðum félagslegum raunveruleika okkar og sýna fram á ótrúlega getu mannsins til þess að skapa annarskonar merkingu og nýjan raunveruleika - með ‘afhverju’ og ‘hvað ef’ að vopni.
///////////
‘You know, all of a sudden, life doesn’t feel quite hehe haha anymore, it feels rather, rather serious. I’ve got to do things with my life but it’s so scary, I am just a bean - small and scurried, afraid and worried.’
Seeking Solace delves into the stark contrast between the outward face of professional life and the internal struggles modern individuals face. Throughout the work, office staff members share deeply personal and slightly unhinged revelations to old Icelandic folk songs, a private and personal moment stemming from deep within their psyche, a glitch in their performative, professional front. By juxtaposing the troubled, personal confessions and the archaic but majestic folk songs, the impostor syndrome in the lyrics becomes even more apparent. While the lyrics are intimate and unrelenting, the folk songs are reassuring and comforting - a paradox that many relate to from their own lives in regard to their inner dialogue as opposed to external circumstances.
Hildur Elísa Jónsdóttir (1993) is an artist, musician and composer based in Amsterdam and Reykjavík. She’s interested in storytelling and creating engulfing experiences within spaces, often inspired by the mundanity of everyday life. Her creative process is a balance between caprice and compulsive research and in her works she employs normalised human behaviours and experiences critically, displacing them into an artistic context. By placing these mundane, everyday happenings in unconventional and absurd scenes, she aims to challenge our understanding of our heavily constructed social reality, reflecting on our ability to create new meaning and to forge our reality - always asking ‘why’ and ‘what if’
Seeking Solace
26.8 – 17.9 2023
„Veistu, allt í einu, finnst mér lífið ekki bara vera gilligilli hlæhlæ lengur, heldur finnst mér það vera orðið frekar, frekar alvarlegt. Ég þarf að gera hluti við líf mitt en það er svo ógnvekjandi, ég er bara lítið barn - lítil og kvíðin, hrædd og áhyggjufull.“
Í Seeking Solace er skyggnst inn í andstæða heima faglegs ytra byrðis atvinnulífsins og innri átök nútímafólks. Í gegnum verkið deila starfsmenn á skrifstofu djúp-persónulegum obinberunum, sungnum við gömul íslensk þjóðlög, einlæg og innileg augnablik sem hægt er að rekja djúpt í iður flytjandans; galli í yfirvegaðri og faglegri frammistöðu þeirra. Þegar örlítið truflaðar og ofurmannlegar játningarnar eru tvinnaðar saman við forneskjuleg en tignarleg þjóðlögin verður svikaraheilkennið í textunum enn meira áberandi. Á sama tíma og textarnir eru djúpmannlegir og óvægnir eru þjóðlögin traustvekjandi og huggandi - þverstæða sem margir tengja við úr eigin lífi í sambandi við innri orðræðu í andstæðu við ytri aðstæður.
Hildur Elísa Jónsdóttir (1993) er myndlistarmaður og tónskáld búsett í Amsterdam og Reykjavík. Hún hefur áhuga á frásagnarhefðum og því að skapa alltumlykjandi upplifanir í rými, sem oft sækja innblástur í hversdagslega hluti og uppákomur. Sköpunarferli hennar er limbó duttlungafullra hugdetta og áráttukenndra rannókna en í verkum sínum fæst hún við hversdagslegar upplifanir og eðlilegt hegðanamynstur á gagnrýninn hátt. Með því að setja þessa hversdagslegu atburði í óhefðbundið og óvenjulegt samhengi ögrar hún skilningi okkar á fastmótuðum og manngerðum félagslegum raunveruleika okkar og sýna fram á ótrúlega getu mannsins til þess að skapa annarskonar merkingu og nýjan raunveruleika - með ‘afhverju’ og ‘hvað ef’ að vopni.
///////////
‘You know, all of a sudden, life doesn’t feel quite hehe haha anymore, it feels rather, rather serious. I’ve got to do things with my life but it’s so scary, I am just a bean - small and scurried, afraid and worried.’
Seeking Solace delves into the stark contrast between the outward face of professional life and the internal struggles modern individuals face. Throughout the work, office staff members share deeply personal and slightly unhinged revelations to old Icelandic folk songs, a private and personal moment stemming from deep within their psyche, a glitch in their performative, professional front. By juxtaposing the troubled, personal confessions and the archaic but majestic folk songs, the impostor syndrome in the lyrics becomes even more apparent. While the lyrics are intimate and unrelenting, the folk songs are reassuring and comforting - a paradox that many relate to from their own lives in regard to their inner dialogue as opposed to external circumstances.
Hildur Elísa Jónsdóttir (1993) is an artist, musician and composer based in Amsterdam and Reykjavík. She’s interested in storytelling and creating engulfing experiences within spaces, often inspired by the mundanity of everyday life. Her creative process is a balance between caprice and compulsive research and in her works she employs normalised human behaviours and experiences critically, displacing them into an artistic context. By placing these mundane, everyday happenings in unconventional and absurd scenes, she aims to challenge our understanding of our heavily constructed social reality, reflecting on our ability to create new meaning and to forge our reality - always asking ‘why’ and ‘what if’
Romain Causel:
THE WANDERINGS OF A BRICOLEUR
28.7 – 20.8 2023
Romain Causel vinnur þverfaglega sem listamaður og er með aðsetur í Marseille í Suður-Frakklandi. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Fagurfræði hans er spunaferli, lítilvirk og þróast með tímanum. Hann sækir innblástur og efni í hluti sem hefur verið fleygt, yfirgefin rými og fáránleikann í samtíma okkar. Hann skapar oft staðbundnar innsetningar sem endurspegla umhverfið. Með húmor og ómótaðri frásögn sinni tekur hann á málefnum er varða umhverfið og stjórnmálin.
„Nú, það sem einkennir goðsagnakennda hugsun er að hún tjáir sig með hjálp gagnasafns þar sem samsetningin er misleit og þrátt fyrir að vera umfangsmikil, er samt sem áður takmörkuð; engu að síður verður hún að notast við þetta, sama hvert viðfangsefnið er, því hún hefur ekkert annað við höndina.“ - Claude Lévi-Strauss, The Savage Mind (1962)
„The Wanderings of a Bricoleur“ snýst um persónuna ,,The Bricoleur“ sem listamaðurinn skapaði sem nokkurs konar ýkta útgáfu af sjálfum sér. Hugtakið „bricoleur“ hefur margar merkingar á frönsku, allt frá handverksmanni til reddara, og getur jafnvel þýtt bragðarefur. Í öllu falli er merkingin sú að ná árangri með útsjónarsemi, háð aðstæðum. Á sýningunni í Úthverfu eru vídeó, skúlptúrar og hlutir sem rannsaka heim þessarar persónu án þess að neinn augljós söguþráður sé til staðar. Allt snýst um hina forvitnilegu spurningu: "Hver er eðlileg notkun?" Þér er boðið að ganga inn í heim fáránleika og raða saman hlutunum. www.romaincausel.com
+++++
Romain Causel is an interdisciplinary artist based in Marseille, France. He graduated from Iceland University of the Arts in 2021. His aesthetic is improvised, low-functional, and evolves over time. He draws inspiration and materials from discarded objects and abandoned spaces and the absurdity of our modern world, often creating site-specific installations that reflect the environment. Through his humoristic and unshaped narrative, he addresses environmental and political issues.
“Now, the characteristic of mythical thought is to express itself with the help of a repertoire whose composition is heterogeneous and which, although extensive, is still limited; nevertheless, it must use it, whatever the task it assigns itself because it has nothing else at hand.” - Claude Lévi-Strauss, The Savage Mind (1962)
“The Wanderings of a Bricoleur” is centered around a character created by the artist, "The Bricoleur,” as an exaggeration of himself. The term "bricoleur" has many meanings in French, from handyman to tinkerer, and sometimes even a trickster. In any case, it means achieving results through improvised work, subject to circumstances. The exhibition in Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space is a collection of videos, sculptures, and objects that explore the world of this character without any obvious narrative, all centered around the intriguing question, “What is the normal use?” You are invited to explore a world of absurdity and put the pieces together.
www.romaincausel.com
THE WANDERINGS OF A BRICOLEUR
28.7 – 20.8 2023
Romain Causel vinnur þverfaglega sem listamaður og er með aðsetur í Marseille í Suður-Frakklandi. Hann útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2021. Fagurfræði hans er spunaferli, lítilvirk og þróast með tímanum. Hann sækir innblástur og efni í hluti sem hefur verið fleygt, yfirgefin rými og fáránleikann í samtíma okkar. Hann skapar oft staðbundnar innsetningar sem endurspegla umhverfið. Með húmor og ómótaðri frásögn sinni tekur hann á málefnum er varða umhverfið og stjórnmálin.
„Nú, það sem einkennir goðsagnakennda hugsun er að hún tjáir sig með hjálp gagnasafns þar sem samsetningin er misleit og þrátt fyrir að vera umfangsmikil, er samt sem áður takmörkuð; engu að síður verður hún að notast við þetta, sama hvert viðfangsefnið er, því hún hefur ekkert annað við höndina.“ - Claude Lévi-Strauss, The Savage Mind (1962)
„The Wanderings of a Bricoleur“ snýst um persónuna ,,The Bricoleur“ sem listamaðurinn skapaði sem nokkurs konar ýkta útgáfu af sjálfum sér. Hugtakið „bricoleur“ hefur margar merkingar á frönsku, allt frá handverksmanni til reddara, og getur jafnvel þýtt bragðarefur. Í öllu falli er merkingin sú að ná árangri með útsjónarsemi, háð aðstæðum. Á sýningunni í Úthverfu eru vídeó, skúlptúrar og hlutir sem rannsaka heim þessarar persónu án þess að neinn augljós söguþráður sé til staðar. Allt snýst um hina forvitnilegu spurningu: "Hver er eðlileg notkun?" Þér er boðið að ganga inn í heim fáránleika og raða saman hlutunum. www.romaincausel.com
+++++
Romain Causel is an interdisciplinary artist based in Marseille, France. He graduated from Iceland University of the Arts in 2021. His aesthetic is improvised, low-functional, and evolves over time. He draws inspiration and materials from discarded objects and abandoned spaces and the absurdity of our modern world, often creating site-specific installations that reflect the environment. Through his humoristic and unshaped narrative, he addresses environmental and political issues.
“Now, the characteristic of mythical thought is to express itself with the help of a repertoire whose composition is heterogeneous and which, although extensive, is still limited; nevertheless, it must use it, whatever the task it assigns itself because it has nothing else at hand.” - Claude Lévi-Strauss, The Savage Mind (1962)
“The Wanderings of a Bricoleur” is centered around a character created by the artist, "The Bricoleur,” as an exaggeration of himself. The term "bricoleur" has many meanings in French, from handyman to tinkerer, and sometimes even a trickster. In any case, it means achieving results through improvised work, subject to circumstances. The exhibition in Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space is a collection of videos, sculptures, and objects that explore the world of this character without any obvious narrative, all centered around the intriguing question, “What is the normal use?” You are invited to explore a world of absurdity and put the pieces together.
www.romaincausel.com
Zosia Zoltkowski´s performance
,,He loves me, he loves me not.”
20. júlí 23 kl. 17 – 18:30
„Hann elskar mig, hann elskar mig ekki“
Leikur af frönskum uppruna þar sem kona situr með blóm í hendinni og plokkar burt blöðin af blóminu á meðan hún fer með orðin.
Verið velkomin að upplifa gjörning þar sem Zosia endurgerir fráögnina sem margir þekkja um „Hann elskar mig, hann elskar mig ekki“. Í samræðum við Lupinus Nootkatensis (Alaska lúpína) mun hún með gjörningi sínum takast á við heillandi blómið annars vegar og vistfræðileg áhrif þess hins vegar. Gjörningurinn sem er í ætt við hefðbundna helgisiði mun skapa rými fyrir íhugun, vefa saman e.k. fléttu tilfinningalegra viðbragða og efla dýpri skilning á hlutverki okkar í náttúrulegu vistkerfi. Hún mun afhjúpa viðkvæma tvískiptinguna milli aðdáunar og afleiðingar vanrækslu, sem fær áhorfandann til að íhuga eigin sambönd og tengsl sem ná út fyrir hinn mannlega heim.
Zosia Zoltkowski er gjörningalistamaðar og vinnur þvert á greinar. Hún er upprunalega frá Brisbane í Ástralíu en býr í Mexíkó, Evrópu og Ástralíu. ,,Ég er hinsegin, pólskur, fyrstu kynslóðar ástralskur listamaður, rannsaka, skapa og vinn í gegnum gjörninga, innsetningar, skúlptúra og myndbandsmiðla. Staðbundin verkefni mín miða að því að skapa samverkandi samband milli mín, áhorfenda og rýmisins sem umlykur okkur. Ég geri tilraun til að kanna róttæka vistfræði á tímum loftslagskreppunnar og finna á ný tengingu við töfra veraldarinnar. Í listiðkun minni fær sjónarhornið að hrærast innan um öll skilningarvit, ná út fyrir listræna fagurfræði og færast í átt að jafnræði og meðvirkum samhljómi milli náttúru og manna.“
“He loves me, he loves me not”
A game derived from French origin where a woman sits with flowers in her hand and begins to strip away the petals of each flower, reciting the phrase. Join us for a durational performance in which Zosia engages in a reimagined telling of “He loves me, he loves me not”. Through dialogue with the Lupinus Nootkatensis (Alaskan Lupine), the performance will confront the duality of the flower's allure and its ecological impact. The ritual will create a space for contemplation, weaving together a tapestry of emotional responses and fostering a deeper understanding of our role within the natural ecosystem. She will unveil the delicate dichotomy between admiration and the consequences of neglect, prompting the audience to introspectively contemplate their own relationships and connections with the more-than-human world.
Zosia is an interdisciplinary artist, exploring the complexities and liminality of territory, identity and ancestry, engaging modalities of installation, sculpture, video and performance. As a queer Polish, first generation Australian artist she uses her body, ritual processes and thematic elements to create relational site-specific works. Relying significantly upon her intuition, somatics, community engagement and the process of play, Zosia explores ways in which to re-connect, re-tune and re-engage with herself and the natural environment around us. Through her performances she contemplates the urban versus natural binary antithesis, sometimes thrusting viewers into disorienting encounters with their own bodies, emotions and perceptual surroundings. Her practice offers a perspective on the "essence" of being human, embracing all senses and fostering a relationship with nature founded on reciprocity, reverence, and relationality. - www.zosiaz.com
,,He loves me, he loves me not.”
20. júlí 23 kl. 17 – 18:30
„Hann elskar mig, hann elskar mig ekki“
Leikur af frönskum uppruna þar sem kona situr með blóm í hendinni og plokkar burt blöðin af blóminu á meðan hún fer með orðin.
Verið velkomin að upplifa gjörning þar sem Zosia endurgerir fráögnina sem margir þekkja um „Hann elskar mig, hann elskar mig ekki“. Í samræðum við Lupinus Nootkatensis (Alaska lúpína) mun hún með gjörningi sínum takast á við heillandi blómið annars vegar og vistfræðileg áhrif þess hins vegar. Gjörningurinn sem er í ætt við hefðbundna helgisiði mun skapa rými fyrir íhugun, vefa saman e.k. fléttu tilfinningalegra viðbragða og efla dýpri skilning á hlutverki okkar í náttúrulegu vistkerfi. Hún mun afhjúpa viðkvæma tvískiptinguna milli aðdáunar og afleiðingar vanrækslu, sem fær áhorfandann til að íhuga eigin sambönd og tengsl sem ná út fyrir hinn mannlega heim.
Zosia Zoltkowski er gjörningalistamaðar og vinnur þvert á greinar. Hún er upprunalega frá Brisbane í Ástralíu en býr í Mexíkó, Evrópu og Ástralíu. ,,Ég er hinsegin, pólskur, fyrstu kynslóðar ástralskur listamaður, rannsaka, skapa og vinn í gegnum gjörninga, innsetningar, skúlptúra og myndbandsmiðla. Staðbundin verkefni mín miða að því að skapa samverkandi samband milli mín, áhorfenda og rýmisins sem umlykur okkur. Ég geri tilraun til að kanna róttæka vistfræði á tímum loftslagskreppunnar og finna á ný tengingu við töfra veraldarinnar. Í listiðkun minni fær sjónarhornið að hrærast innan um öll skilningarvit, ná út fyrir listræna fagurfræði og færast í átt að jafnræði og meðvirkum samhljómi milli náttúru og manna.“
“He loves me, he loves me not”
A game derived from French origin where a woman sits with flowers in her hand and begins to strip away the petals of each flower, reciting the phrase. Join us for a durational performance in which Zosia engages in a reimagined telling of “He loves me, he loves me not”. Through dialogue with the Lupinus Nootkatensis (Alaskan Lupine), the performance will confront the duality of the flower's allure and its ecological impact. The ritual will create a space for contemplation, weaving together a tapestry of emotional responses and fostering a deeper understanding of our role within the natural ecosystem. She will unveil the delicate dichotomy between admiration and the consequences of neglect, prompting the audience to introspectively contemplate their own relationships and connections with the more-than-human world.
Zosia is an interdisciplinary artist, exploring the complexities and liminality of territory, identity and ancestry, engaging modalities of installation, sculpture, video and performance. As a queer Polish, first generation Australian artist she uses her body, ritual processes and thematic elements to create relational site-specific works. Relying significantly upon her intuition, somatics, community engagement and the process of play, Zosia explores ways in which to re-connect, re-tune and re-engage with herself and the natural environment around us. Through her performances she contemplates the urban versus natural binary antithesis, sometimes thrusting viewers into disorienting encounters with their own bodies, emotions and perceptual surroundings. Her practice offers a perspective on the "essence" of being human, embracing all senses and fostering a relationship with nature founded on reciprocity, reverence, and relationality. - www.zosiaz.com
Agnes Freyja Björnsdóttir:
GLUFA
3.6 – 18.6 2023
Á sýningunni Glufu gefst færi til að skyggnast inn í einhvers konar sviðsetningu af óræðum stað. Í rýminu eru vísbendingar um staðinn og hlutirnir þar minna á hversdagslega hluti sem við sjáum í okkar daglega umhverfi; glufa inn í annan heim sem er kunnuglegur en nýr á sama tíma.
Agnes Freyja Björnsdóttir er með BA-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2020. Eftir útskrift hefur hún unnið stjálfstætt sem meðlimur í tríóinu studio allsber ásamt Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur.
Helstu miðlar sem Agnes notar í verk sín eru keramík, vídeó og hljóð og einkennandi fyrir verk hennar eru húmor, leikur og tilraunagleði. Viðfangsefnin í verkum Agnesar vísa oft í hversdaginn og hvernig hann birtist okkur í ólíkum myndum.
Frekari upplýsingar veita: Agnes Freyja – [email protected]
GLUFA
3.6 – 18.6 2023
Á sýningunni Glufu gefst færi til að skyggnast inn í einhvers konar sviðsetningu af óræðum stað. Í rýminu eru vísbendingar um staðinn og hlutirnir þar minna á hversdagslega hluti sem við sjáum í okkar daglega umhverfi; glufa inn í annan heim sem er kunnuglegur en nýr á sama tíma.
Agnes Freyja Björnsdóttir er með BA-gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist vorið 2020. Eftir útskrift hefur hún unnið stjálfstætt sem meðlimur í tríóinu studio allsber ásamt Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur.
Helstu miðlar sem Agnes notar í verk sín eru keramík, vídeó og hljóð og einkennandi fyrir verk hennar eru húmor, leikur og tilraunagleði. Viðfangsefnin í verkum Agnesar vísa oft í hversdaginn og hvernig hann birtist okkur í ólíkum myndum.
Frekari upplýsingar veita: Agnes Freyja – [email protected]
Øyvind Novak Jenssen:
SLEIPUR ÞARI Á BLAUTUM STEINI / SLIPPERY SEAWEED ON WET STONE
6.5 – 28.5 2023
„Sleipur þari á blautum steini“ er verkefni sem byggir á æðarrækt. Sumarið 2021 dvaldi Øyvind á æðareyju fyrir utan Vega í Noregi. Eftir dvölina þar hefur hann verið heillaður af húsum fyrir æðarfugla. Í Noregi er hefð fyrir því að byggja æðarfuglahús úr efnum sem eru auðfundin á þeim stöðum sem húsin eiga að rísa, og þau felld inn í landslagið til að líkja eftir náttúrulegum holum og hreiðrum. Eftir því sem æðarfuglaræktin verður meira og meira iðnvædd hafa húsin orðið sífellt tæknilegri. Øyvind vill ögra byggingartækninni og búa til „náttúruhús.“ Hann mun gera tilraunir með efni og form og byggja hreiður í galleríinu. Ætlun hans er að leiða áhorfendur inn í opinn heim undrunar og forvitni sem hann laðar fram með fundnu efni úr nánasta umhverfi.
Øyvind Novak Jenssen (f. 1988 NO) býr og starfar í Trysil, litlu sveitarfélagi á skógarsvæði í austurhluta Noregs. Hann er menntaður við Listaháskólann í Osló (MA 2021) og Listaháskólann í Þrándheimi (BA 2017). Hann er einnig lærður matreiðslumaður og vinnur með aðferðir og tækni úr matreiðslu. Hann notast við leikgleði í list sinni – og sér hana sem mikilvæga leið til að nálgast viðfangsefni sem snúa að sjálfbærni, sjálfræði vistkerfa, sambandi okkar við náttúruna og öðrum málefnum sem við fyrstu sýn virðast sveipuð ákveðnum drunga.
"Slippery seaweed on wet stone" is a project based on eider farming. In the summer of 2021, Øyvind was on an eider island outside of Vega in Norway, after this he has been fascinated by the idea of the eider house. Traditionally in Norway, eider houses have been built from materials that were easily available in the places where the houses were to be built, and they made in the landscape to imitate natural holes and nests. As eider farming has become more industrialized, the houses have become more and more technical construction wise. Øyvind wants to challenge the building techniques and create a «nature house» and is therefore experimenting with materials and form to build a nest in the gallery. He wants to take the audience into a wondering, curious and open universe which he orchestrates via the processing of found material from Ísafjörður.
Øyvind Novak Jenssen (b. 1988 NO) lives and works in Trysil, a small forest municipality in the eastern part of Norway. He is educated at the Oslo National Academy of the Arts (MA 2021) and the Academy of Fine Arts in Trondheim (BA 2017). He is also a trained chef, and works with methods and techniques from the culinary field. He works with a playfulness in his approach to art - and sees it as an important means of being able to touch on issues around sustainability, ecosystems autonomy, our relationship with nature and other issues that at first glance may seem relatively gloomy.
SLEIPUR ÞARI Á BLAUTUM STEINI / SLIPPERY SEAWEED ON WET STONE
6.5 – 28.5 2023
„Sleipur þari á blautum steini“ er verkefni sem byggir á æðarrækt. Sumarið 2021 dvaldi Øyvind á æðareyju fyrir utan Vega í Noregi. Eftir dvölina þar hefur hann verið heillaður af húsum fyrir æðarfugla. Í Noregi er hefð fyrir því að byggja æðarfuglahús úr efnum sem eru auðfundin á þeim stöðum sem húsin eiga að rísa, og þau felld inn í landslagið til að líkja eftir náttúrulegum holum og hreiðrum. Eftir því sem æðarfuglaræktin verður meira og meira iðnvædd hafa húsin orðið sífellt tæknilegri. Øyvind vill ögra byggingartækninni og búa til „náttúruhús.“ Hann mun gera tilraunir með efni og form og byggja hreiður í galleríinu. Ætlun hans er að leiða áhorfendur inn í opinn heim undrunar og forvitni sem hann laðar fram með fundnu efni úr nánasta umhverfi.
Øyvind Novak Jenssen (f. 1988 NO) býr og starfar í Trysil, litlu sveitarfélagi á skógarsvæði í austurhluta Noregs. Hann er menntaður við Listaháskólann í Osló (MA 2021) og Listaháskólann í Þrándheimi (BA 2017). Hann er einnig lærður matreiðslumaður og vinnur með aðferðir og tækni úr matreiðslu. Hann notast við leikgleði í list sinni – og sér hana sem mikilvæga leið til að nálgast viðfangsefni sem snúa að sjálfbærni, sjálfræði vistkerfa, sambandi okkar við náttúruna og öðrum málefnum sem við fyrstu sýn virðast sveipuð ákveðnum drunga.
"Slippery seaweed on wet stone" is a project based on eider farming. In the summer of 2021, Øyvind was on an eider island outside of Vega in Norway, after this he has been fascinated by the idea of the eider house. Traditionally in Norway, eider houses have been built from materials that were easily available in the places where the houses were to be built, and they made in the landscape to imitate natural holes and nests. As eider farming has become more industrialized, the houses have become more and more technical construction wise. Øyvind wants to challenge the building techniques and create a «nature house» and is therefore experimenting with materials and form to build a nest in the gallery. He wants to take the audience into a wondering, curious and open universe which he orchestrates via the processing of found material from Ísafjörður.
Øyvind Novak Jenssen (b. 1988 NO) lives and works in Trysil, a small forest municipality in the eastern part of Norway. He is educated at the Oslo National Academy of the Arts (MA 2021) and the Academy of Fine Arts in Trondheim (BA 2017). He is also a trained chef, and works with methods and techniques from the culinary field. He works with a playfulness in his approach to art - and sees it as an important means of being able to touch on issues around sustainability, ecosystems autonomy, our relationship with nature and other issues that at first glance may seem relatively gloomy.
Sigrún Hlín Sigurðardóttir:
ALLTAF AÐ
8.4 – 30.4 2023
Verkkvíði og frestun hefur blundað í manninum frá örófi alda. Í flestum löndum fyrirfinnst útgáfa af þjóðsögunni um stúlkuna (og stundum pilt) sem er svo mikill skussi að hún veldur ekki verkinu sem hún hefur tekið að sér, oftar en ekki að spinna eða prjóna eða eitthvað handaverkstengt. Á síðustu stundu gefur sig fram einhver vættur; tröll eða galdradvergur - eða Satan sjálfur, og býðst til að lyfta undir bagga, jafnvel græja þetta alfarið fyrir viðkomandi – en vill þá líka fá eitthvað fyrir sinn snúð, frumburð, sál eða eitthvað þaðan af verra.
Hinn móralski boðskapur er jafnan einfaldur og skýr: Leti er af hinu illa og hyskið kvenfólk telst heppið ef því er ekki refsað fyrir að svíkjast undan. Í velmegandi nútímasamfélags er letin hins vegar því sem næst dyggð. Það á að stytta vinnuvikuna, vekja almenning um vitundar um kulnun í starfi og ef einhverjum verður það á að ofgera sér í starfi er það blaðamál. Erfiðisvinnu er úthýst, framleiðslan fer meira og minna fram erlendis, einkum utan hins vestræna heims þar sem vinnuafl er ódýrt og umræðan um kulnun og mikilvægi þess að hlaða batteríin skemur á veg komin.
Á sýningunni Alltaf að er tæpt á þessum hugmyndum í verkum sem eru handprjónuð úr endurunnu og handspunnu bandi, og vísa þannig í hefðbundið handverk. Verkin taka á sig form peysu, en peysunum er ekki ætlað að halda hita á neinum, þær gera ekki annað en að skemmta skrattanum.
,,Þessum háleitu hugmyndum hefur sambýliskona mín ákveðið að gera skil með því að prjóna um þær, og til þess hefur hún varið ótöldum stundum, meðan hún tærir upp allt heilbrigt vitsmunalíf með afþreyingarfroðu og gereyðir þarmaflórunni með gosþambi. Ég sit hins vegar uppi með barnauppeldið og matseldina, þríf bílinn og lími saman eldhússtólana sem hún hefur riðið á slig með gassaganginum í sér, og ekki lætur hún þar við sitja, heldur hefur falið mér að skrifa þennan texta, og vill að ég leggi nafn mitt við hann. Afraksturinn getið þið séð á þessari sýningu, og ég segi bara: Verði ykkur að góðu.´´ - Texti: Friðgeir Einarsson
Sigrún Hlín Sigurðardóttir (1988) lauk B.A.-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og M.A.-prófi frá Háskólanum í Bergen árið 2021. Hún vinnur mestmegnis með textíl og teikningu og hefur sýnt textílinnsetningar sínar m.a. í Nýló, Skaftfelli, og í Bergen, Noregi.
Frekari upplýsingar veita: Sigrún Hlín - [email protected]
ALLTAF AÐ
8.4 – 30.4 2023
Verkkvíði og frestun hefur blundað í manninum frá örófi alda. Í flestum löndum fyrirfinnst útgáfa af þjóðsögunni um stúlkuna (og stundum pilt) sem er svo mikill skussi að hún veldur ekki verkinu sem hún hefur tekið að sér, oftar en ekki að spinna eða prjóna eða eitthvað handaverkstengt. Á síðustu stundu gefur sig fram einhver vættur; tröll eða galdradvergur - eða Satan sjálfur, og býðst til að lyfta undir bagga, jafnvel græja þetta alfarið fyrir viðkomandi – en vill þá líka fá eitthvað fyrir sinn snúð, frumburð, sál eða eitthvað þaðan af verra.
Hinn móralski boðskapur er jafnan einfaldur og skýr: Leti er af hinu illa og hyskið kvenfólk telst heppið ef því er ekki refsað fyrir að svíkjast undan. Í velmegandi nútímasamfélags er letin hins vegar því sem næst dyggð. Það á að stytta vinnuvikuna, vekja almenning um vitundar um kulnun í starfi og ef einhverjum verður það á að ofgera sér í starfi er það blaðamál. Erfiðisvinnu er úthýst, framleiðslan fer meira og minna fram erlendis, einkum utan hins vestræna heims þar sem vinnuafl er ódýrt og umræðan um kulnun og mikilvægi þess að hlaða batteríin skemur á veg komin.
Á sýningunni Alltaf að er tæpt á þessum hugmyndum í verkum sem eru handprjónuð úr endurunnu og handspunnu bandi, og vísa þannig í hefðbundið handverk. Verkin taka á sig form peysu, en peysunum er ekki ætlað að halda hita á neinum, þær gera ekki annað en að skemmta skrattanum.
,,Þessum háleitu hugmyndum hefur sambýliskona mín ákveðið að gera skil með því að prjóna um þær, og til þess hefur hún varið ótöldum stundum, meðan hún tærir upp allt heilbrigt vitsmunalíf með afþreyingarfroðu og gereyðir þarmaflórunni með gosþambi. Ég sit hins vegar uppi með barnauppeldið og matseldina, þríf bílinn og lími saman eldhússtólana sem hún hefur riðið á slig með gassaganginum í sér, og ekki lætur hún þar við sitja, heldur hefur falið mér að skrifa þennan texta, og vill að ég leggi nafn mitt við hann. Afraksturinn getið þið séð á þessari sýningu, og ég segi bara: Verði ykkur að góðu.´´ - Texti: Friðgeir Einarsson
Sigrún Hlín Sigurðardóttir (1988) lauk B.A.-prófi frá Listaháskóla Íslands árið 2014 og M.A.-prófi frá Háskólanum í Bergen árið 2021. Hún vinnur mestmegnis með textíl og teikningu og hefur sýnt textílinnsetningar sínar m.a. í Nýló, Skaftfelli, og í Bergen, Noregi.
Frekari upplýsingar veita: Sigrún Hlín - [email protected]
Anna Hrund Másdóttir/Daníel Björnsson/Jóhannes Atli Hinriksson:
UGLUSPEGILL / EULENSPIEGEL
11.3 – 2.4 2023
Myndin sem fylgir sýningunni á veggspjaldi er af athöfn þar sem veröldin í bakgrunni er eyðimörk. Riddari skelfingarinnar í miðgrunni heldur á sigð og vængjuðu tímaglasi - í forgrunni eru þrjár verur sem bregðast við ástandinu. Á miðri mynd er vera sem með annarri hendi kynnir til sögunnar fuglinn Fönix sem skal rísa úr ösku eyðimerkurinnar og í hinni er spegill sem lýsir ástandi skelfingarinnar í bakgrunni. Til hliðar eru hljóðfæraleikarar sem aðstoða við að örva athöfnina þar sem m.a. er leikið á strengjahljóðfæri. Í Úthverfu er hægt að sjá sviðsmynd af speglinum annars vegar og því sem er fyrir aftan spegilinn hins vegar.
Ugluspegill er nafn á þjóðsagnapersónu sem kom fyrst út á þýsku árið 1515 og er myndin frá þeim tíma en ártalinu hefur verið breytt í 2023. Ugluspegill var prakkari sem lék listir sínar á rápi um markaðstorgin þar sem eitthvað var að gerast. Eins og með flestar sögur eru til eldri útgáfur af hans sögu. Sögur af þessu tagi voru dæmisögur til að hjálpa til við skilning. Ein af frumsögunum er um Hermes. Á staf Hermesar hanga tveir snákar sem vefjast um hann og fá vængi þegar augu þeirra mætast. Annar snákurinn stendur fyrir spegilinn en hinn fyrir það sem er fyrir aftan spegilinn.
Anna Hrund Másdóttir (1981-) býr og starfar í Reykjavík. Hún lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA-námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Áður en hún hóf myndlistarnám lauk hún BS-gráðu í stærðfræði við Háskóla Íslands. Auk þess að starfa sem myndlistarmaður er Anna Hrund meðlimur í Kling & Bang.
Daníel Björnsson (1974-) býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, er einn af stofnendum Kling & Bang og hefur verið virkur sem sýningarstjóri og myndlistarmaður allt frá útskrift. Daníel hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga erlendis og á Íslandi. Hann hefur verið kennari við Listaháskóla Íslands síðan 2005.
Jóhann Atli Hinriksson (1975-) býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk MFA-námi frá School of Visual Arts in New York 2005. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis.
The image on the poster accompanying the exhibition is of a ceremony where the world in the background is a desert. The Knight of Terror in the center holds a sickle and a winged hourglass - in the foreground are three creatures reacting to the situation. In the middle of the picture is a being who with one hand presents the phoenix bird that will rise from the ashes of the desert and in the other hand there is a mirror that describes the state of terror in the background. To the side are musicians who help stimulate the ceremony by playing stringed instruments. In the gallery you can observe a scene with the mirror on the one hand and what is behind the mirror on the other,
Ugluspegill is the name of a folkloric character that was first published in German in 1515, and the image on the poster is from that time, but the year has been changed to 2023. Ugluspegill was a prankster who played his tricks roamning about in the marketplace where something was going on. As with most stories, there are older versions of his story. Stories of this kind were parables to aid understanding. One of the original stories is about Hermes. Hanging from Hermes´s stick are two snakes that wrap around it and gain wings when their eyes meet. One snake stands for the mirror and the other for what is behind the mirror.
Anna Hrund Másdóttir (1981-) lives and works in Reykjavík. She studied art at Iceland University of the Arts, Mountain School of Art and completed her MFA from the California Institute of the Arts in the spring of 2016. Before starting her art studies, she completed her Bachelor's degree in mathematics at the University of Iceland. In addition to her work as an artist, Anna Hrund is a member of Kling & Bang artist run gallery in Reykjavík.
Daníel Björnsson (1974-) lives and works in Reykjavík. He studied art at the Iceland University of the Arts, is one of the founders of the artist run space Kling & Bang and has been active as a curator and visual artist since his graduation. Daniel has participated in a number of group exhibitions and solo exhibitions abroad and in Iceland. He has been a teacher at the Iceland University of the Arts since 2005.
Jóhann Atli Hinriksson (1975-) lives and works in Reykjavík. He studied art at the Iceland University of the Arts and completed his MFA from the School of Visual Arts in New York in 2005. He has participated in group exhibitions and had solo exhibitions in Iceland and abroad.
UGLUSPEGILL / EULENSPIEGEL
11.3 – 2.4 2023
Myndin sem fylgir sýningunni á veggspjaldi er af athöfn þar sem veröldin í bakgrunni er eyðimörk. Riddari skelfingarinnar í miðgrunni heldur á sigð og vængjuðu tímaglasi - í forgrunni eru þrjár verur sem bregðast við ástandinu. Á miðri mynd er vera sem með annarri hendi kynnir til sögunnar fuglinn Fönix sem skal rísa úr ösku eyðimerkurinnar og í hinni er spegill sem lýsir ástandi skelfingarinnar í bakgrunni. Til hliðar eru hljóðfæraleikarar sem aðstoða við að örva athöfnina þar sem m.a. er leikið á strengjahljóðfæri. Í Úthverfu er hægt að sjá sviðsmynd af speglinum annars vegar og því sem er fyrir aftan spegilinn hins vegar.
Ugluspegill er nafn á þjóðsagnapersónu sem kom fyrst út á þýsku árið 1515 og er myndin frá þeim tíma en ártalinu hefur verið breytt í 2023. Ugluspegill var prakkari sem lék listir sínar á rápi um markaðstorgin þar sem eitthvað var að gerast. Eins og með flestar sögur eru til eldri útgáfur af hans sögu. Sögur af þessu tagi voru dæmisögur til að hjálpa til við skilning. Ein af frumsögunum er um Hermes. Á staf Hermesar hanga tveir snákar sem vefjast um hann og fá vængi þegar augu þeirra mætast. Annar snákurinn stendur fyrir spegilinn en hinn fyrir það sem er fyrir aftan spegilinn.
Anna Hrund Másdóttir (1981-) býr og starfar í Reykjavík. Hún lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, Mountain School of Art og lauk MFA-námi frá California Institute of the Arts vorið 2016. Áður en hún hóf myndlistarnám lauk hún BS-gráðu í stærðfræði við Háskóla Íslands. Auk þess að starfa sem myndlistarmaður er Anna Hrund meðlimur í Kling & Bang.
Daníel Björnsson (1974-) býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði myndlist við Listaháskóla Íslands, er einn af stofnendum Kling & Bang og hefur verið virkur sem sýningarstjóri og myndlistarmaður allt frá útskrift. Daníel hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýninga erlendis og á Íslandi. Hann hefur verið kennari við Listaháskóla Íslands síðan 2005.
Jóhann Atli Hinriksson (1975-) býr og starfar í Reykjavík. Hann lærði myndlist við Listaháskóla Íslands og lauk MFA-námi frá School of Visual Arts in New York 2005. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar bæði á Íslandi og erlendis.
The image on the poster accompanying the exhibition is of a ceremony where the world in the background is a desert. The Knight of Terror in the center holds a sickle and a winged hourglass - in the foreground are three creatures reacting to the situation. In the middle of the picture is a being who with one hand presents the phoenix bird that will rise from the ashes of the desert and in the other hand there is a mirror that describes the state of terror in the background. To the side are musicians who help stimulate the ceremony by playing stringed instruments. In the gallery you can observe a scene with the mirror on the one hand and what is behind the mirror on the other,
Ugluspegill is the name of a folkloric character that was first published in German in 1515, and the image on the poster is from that time, but the year has been changed to 2023. Ugluspegill was a prankster who played his tricks roamning about in the marketplace where something was going on. As with most stories, there are older versions of his story. Stories of this kind were parables to aid understanding. One of the original stories is about Hermes. Hanging from Hermes´s stick are two snakes that wrap around it and gain wings when their eyes meet. One snake stands for the mirror and the other for what is behind the mirror.
Anna Hrund Másdóttir (1981-) lives and works in Reykjavík. She studied art at Iceland University of the Arts, Mountain School of Art and completed her MFA from the California Institute of the Arts in the spring of 2016. Before starting her art studies, she completed her Bachelor's degree in mathematics at the University of Iceland. In addition to her work as an artist, Anna Hrund is a member of Kling & Bang artist run gallery in Reykjavík.
Daníel Björnsson (1974-) lives and works in Reykjavík. He studied art at the Iceland University of the Arts, is one of the founders of the artist run space Kling & Bang and has been active as a curator and visual artist since his graduation. Daniel has participated in a number of group exhibitions and solo exhibitions abroad and in Iceland. He has been a teacher at the Iceland University of the Arts since 2005.
Jóhann Atli Hinriksson (1975-) lives and works in Reykjavík. He studied art at the Iceland University of the Arts and completed his MFA from the School of Visual Arts in New York in 2005. He has participated in group exhibitions and had solo exhibitions in Iceland and abroad.
Atli Pálsson:
Þar sem köttur hvílir, þar er heimili
11.2 – 5.3 2023
Atli Pálsson er myndlistarmaður sem útskrifaðist vorið 2020 frá Listaháskóla Íslands. Verk Atla rýna oft í hversdagslegar athafnir og samfélagsleg gildi á húmorískan máta. Viðfangsefni eins og tilefnislaus verðlaun, persónulegir sigrar, ofurgestrisni og gjafmildi hafa verið í forgrunni verka hans, sem og persónusköpun. Ofgnótt einkennir oft framsetningu þessara hugmynda. Undanfarið hefur Atli beint sjónum sínum að heimilinu í verkum sínum í seríu sem kallast “vistarverur”. Sýningin “Þar sem köttur hvílir, þar er heimili” er ákveðið framhald af vangaveltum um umhverfi og andrúmsloft sem myndast getur í heimilisrýminu. Á sýningunni er áhorfandanum boðið að kynnast hópi katta inni á heimili þeirra. Þeir horfa löngunaraugum út um gluggann á fuglana sem fljúga frjálsir. Kannski einn daginn komast þeir sjálfir á flug.
Home is where the cat rests
Atli Pálsson graduated from the Iceland Academy of the Arts in the spring of 2020. Atli's works often scrutinize everyday activities and social values in a humorous way. Subjects such as gratuitous rewards, personal triumphs, hyper-hospitality and generosity have been at the forefront of his work, as well as characterisation. Excess often characterizes the presentation of these ideas. Lately, Atli has turned his attention to the home in his works in a series called "living spaces". The exhibition "Home is where the cat rests" is a definite continuation of speculations about the environment and atmosphere that can be created in the home space. In the show, the viewer is invited to get to know a group of cats in their home. They look longingly out the window at the birds flying free. Maybe one day they will get to fly themselves.
Þar sem köttur hvílir, þar er heimili
11.2 – 5.3 2023
Atli Pálsson er myndlistarmaður sem útskrifaðist vorið 2020 frá Listaháskóla Íslands. Verk Atla rýna oft í hversdagslegar athafnir og samfélagsleg gildi á húmorískan máta. Viðfangsefni eins og tilefnislaus verðlaun, persónulegir sigrar, ofurgestrisni og gjafmildi hafa verið í forgrunni verka hans, sem og persónusköpun. Ofgnótt einkennir oft framsetningu þessara hugmynda. Undanfarið hefur Atli beint sjónum sínum að heimilinu í verkum sínum í seríu sem kallast “vistarverur”. Sýningin “Þar sem köttur hvílir, þar er heimili” er ákveðið framhald af vangaveltum um umhverfi og andrúmsloft sem myndast getur í heimilisrýminu. Á sýningunni er áhorfandanum boðið að kynnast hópi katta inni á heimili þeirra. Þeir horfa löngunaraugum út um gluggann á fuglana sem fljúga frjálsir. Kannski einn daginn komast þeir sjálfir á flug.
Home is where the cat rests
Atli Pálsson graduated from the Iceland Academy of the Arts in the spring of 2020. Atli's works often scrutinize everyday activities and social values in a humorous way. Subjects such as gratuitous rewards, personal triumphs, hyper-hospitality and generosity have been at the forefront of his work, as well as characterisation. Excess often characterizes the presentation of these ideas. Lately, Atli has turned his attention to the home in his works in a series called "living spaces". The exhibition "Home is where the cat rests" is a definite continuation of speculations about the environment and atmosphere that can be created in the home space. In the show, the viewer is invited to get to know a group of cats in their home. They look longingly out the window at the birds flying free. Maybe one day they will get to fly themselves.
Drífa Líftóra Thoroddsen:
Bestiarium Negativum
14.1 – 5.2 2023
Frá því að land var hér numið fyrir rúmum þúsund árum höfum við í senn óttast og dáðst að náttúrunni okkar. Veðurofsi og draugalegar jarðmyndanir hafa sett svip sinn á það fólk sem hér hefur búið. Þrátt fyrir það höfum við hvorki þurft að óttast flóru né fánu. Þó hefur negatífa náttúrunnar leyft okkur að sjá alls kyns verur sem voru ef til vill ekki til staðar og hafa hinar ýmsu sögur gengið manna á milli um hvurslags ófreskjur hafa sést á láði jafnt sem í legi. Þetta er okkar arfur.
Sýningin Bestiarium Negativum veltir upp spurningunni hvort sé sterkara við skrímslasýn, það sem sést eða það sem ekki sést og skoðar mikilvægi negatífunnar í þessu samhengi. Einnig eru mörkin skoðuð hvar mynstur hættir að vera mynstur. Bestiarium Negativum sýnir í myndum hvað gerist þegar ógnarlegum ókindum er hrúgað saman í litrík mynstur og geigvænleg grös taka á sig skuggalegar myndir.
Drífa Líftóra er í grunninn fata- og textílhönnuður en hún útskrifaðist með BA próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands 2014 og MA próf í sama fagi frá Paris College of Art 2017. Vorið 2020 útskrifaðist hún með diplómu í textíl frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift hefur hún haldið tvær sýningar á handþrykktum fatalínum, á HönnunarMars. Hún hefur alltaf haft unun af því að teikna og mála og búa til mynstur úr hinum ýmsu mótífum. Drífa er mikið náttúrubarn og þjóðsagnanörd, en hún er mjög myrkfælin og verður auðveldlega hrædd og hefur notað listina til að vinna bug á þeim ótta.
Bestiarium Negativum
14.1 – 5.2 2023
Frá því að land var hér numið fyrir rúmum þúsund árum höfum við í senn óttast og dáðst að náttúrunni okkar. Veðurofsi og draugalegar jarðmyndanir hafa sett svip sinn á það fólk sem hér hefur búið. Þrátt fyrir það höfum við hvorki þurft að óttast flóru né fánu. Þó hefur negatífa náttúrunnar leyft okkur að sjá alls kyns verur sem voru ef til vill ekki til staðar og hafa hinar ýmsu sögur gengið manna á milli um hvurslags ófreskjur hafa sést á láði jafnt sem í legi. Þetta er okkar arfur.
Sýningin Bestiarium Negativum veltir upp spurningunni hvort sé sterkara við skrímslasýn, það sem sést eða það sem ekki sést og skoðar mikilvægi negatífunnar í þessu samhengi. Einnig eru mörkin skoðuð hvar mynstur hættir að vera mynstur. Bestiarium Negativum sýnir í myndum hvað gerist þegar ógnarlegum ókindum er hrúgað saman í litrík mynstur og geigvænleg grös taka á sig skuggalegar myndir.
Drífa Líftóra er í grunninn fata- og textílhönnuður en hún útskrifaðist með BA próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands 2014 og MA próf í sama fagi frá Paris College of Art 2017. Vorið 2020 útskrifaðist hún með diplómu í textíl frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Eftir útskrift hefur hún haldið tvær sýningar á handþrykktum fatalínum, á HönnunarMars. Hún hefur alltaf haft unun af því að teikna og mála og búa til mynstur úr hinum ýmsu mótífum. Drífa er mikið náttúrubarn og þjóðsagnanörd, en hún er mjög myrkfælin og verður auðveldlega hrædd og hefur notað listina til að vinna bug á þeim ótta.
Halla Birgisdóttir:
Draugar og annað sem er liðið
17.12 2022 – 8.1 2023
Halla Birgisdóttir (f. 1988) býr og starfar í Reykjavík. Hún notar teikningar og texta til þess að skapa brotakennd frásagnarrými sem birtast áhorfendum m.a. sem innsetningar, bókverk og veggteikningar. Hún kallar sig myndskáld. www.hallabirgisdottir.org
Á sýningunni Draugar og annað sem er liðið má sjá 44 myndljóð sem fjalla um minningar, tilfinningar og annað sem ásækir okkur. Í gamla daga var algengt að fólk sæi drauga í því kolniðamyrkri sem það bjó við. Hvernig sjáum við drauga í okkar upplýsta samfélagi? Eru til hversdagslegir draugar? Skilur allt sem við gerum eftir sig ummerki? Myndljóðin eru sýnd í samspili við veggteikningu sem kallast Við skiljum eftir okkur ummerki. Samhliða verkunum kemur út bókverk þar sem finna má teikningarnar af sýningunni.
Halla Birgisdóttir (b. 1988) lives and works in Reykjavík. She uses drawings and texts to create fragmented narrative spaces that appear in forms such as installations, artist books and wall drawings. She calls herself a visual poet. www.hallabirgisdottir.org
In the exhibition Ghosts and other past things, you can see visual poems about memories, emotions and other things that haunt us. In the olden days, it was common to see ghosts in the absolute darkness that people lived in. How do we see ghosts in our enlightened society? Do ordinary, everyday ghosts exist? Does everything we do leave traces? The visual poems are shown alongside a wall drawing called We leave traces. With the exhibition will be published an artist book with the drawing from the exhibition.
Draugar og annað sem er liðið
17.12 2022 – 8.1 2023
Halla Birgisdóttir (f. 1988) býr og starfar í Reykjavík. Hún notar teikningar og texta til þess að skapa brotakennd frásagnarrými sem birtast áhorfendum m.a. sem innsetningar, bókverk og veggteikningar. Hún kallar sig myndskáld. www.hallabirgisdottir.org
Á sýningunni Draugar og annað sem er liðið má sjá 44 myndljóð sem fjalla um minningar, tilfinningar og annað sem ásækir okkur. Í gamla daga var algengt að fólk sæi drauga í því kolniðamyrkri sem það bjó við. Hvernig sjáum við drauga í okkar upplýsta samfélagi? Eru til hversdagslegir draugar? Skilur allt sem við gerum eftir sig ummerki? Myndljóðin eru sýnd í samspili við veggteikningu sem kallast Við skiljum eftir okkur ummerki. Samhliða verkunum kemur út bókverk þar sem finna má teikningarnar af sýningunni.
Halla Birgisdóttir (b. 1988) lives and works in Reykjavík. She uses drawings and texts to create fragmented narrative spaces that appear in forms such as installations, artist books and wall drawings. She calls herself a visual poet. www.hallabirgisdottir.org
In the exhibition Ghosts and other past things, you can see visual poems about memories, emotions and other things that haunt us. In the olden days, it was common to see ghosts in the absolute darkness that people lived in. How do we see ghosts in our enlightened society? Do ordinary, everyday ghosts exist? Does everything we do leave traces? The visual poems are shown alongside a wall drawing called We leave traces. With the exhibition will be published an artist book with the drawing from the exhibition.
Halla Mía:
ÁN TITILS
18.11 – 11.12 2022
Sumir segja að á góðum degi sé hægt að sjá með góðum kíki frá Vestfjörðum til Austurstrandar Grænlands. Verkið KÍKIR er unnið undir áhrifum kenninga í sjónrænni mannfræði. Viðfangsefnið er fjarlægðir; í raun og í huganum. Hvers getur fólk orðið vísara með því að ferðast yfir sundið sem skilur að Ísland og Grænland? – eða með því að taka skref inn í rými sýningarinnar Kíkis?
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður verkið KÍKIR ekki á sýningunni, eins og áður hafði verið auglýst, heldur á verkinu ÁN TITILS. Verkið ÁN TITILS hefur verið tíu mánuði í smíðum og er veigamesta verk Höllu Míu hingað til.
Halla Mía (f.1986) er sjálfstætt starfandi dagskrárgerðarmaður búsett á Ísafirði. Hún lauk mastersnámi í sjónrænni mannfræði frá Freie Universität í Berlín 2013 og BA gráðu í íslensku og ritlist frá Háskóla Íslands 2011. Eftir útskrift hefur Halla unnið við hvers kyns dagskrárgerð fyrir útvarp, sjónvarp og vef, fyrir Ríkisútvarpið og sem sjálfstætt starfandi. Halla starfaði sem fréttamaður RÚV á Ísafirði á árunum 2015-2019.
ÁN TITILS
18.11 – 11.12 2022
Sumir segja að á góðum degi sé hægt að sjá með góðum kíki frá Vestfjörðum til Austurstrandar Grænlands. Verkið KÍKIR er unnið undir áhrifum kenninga í sjónrænni mannfræði. Viðfangsefnið er fjarlægðir; í raun og í huganum. Hvers getur fólk orðið vísara með því að ferðast yfir sundið sem skilur að Ísland og Grænland? – eða með því að taka skref inn í rými sýningarinnar Kíkis?
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna verður verkið KÍKIR ekki á sýningunni, eins og áður hafði verið auglýst, heldur á verkinu ÁN TITILS. Verkið ÁN TITILS hefur verið tíu mánuði í smíðum og er veigamesta verk Höllu Míu hingað til.
Halla Mía (f.1986) er sjálfstætt starfandi dagskrárgerðarmaður búsett á Ísafirði. Hún lauk mastersnámi í sjónrænni mannfræði frá Freie Universität í Berlín 2013 og BA gráðu í íslensku og ritlist frá Háskóla Íslands 2011. Eftir útskrift hefur Halla unnið við hvers kyns dagskrárgerð fyrir útvarp, sjónvarp og vef, fyrir Ríkisútvarpið og sem sjálfstætt starfandi. Halla starfaði sem fréttamaður RÚV á Ísafirði á árunum 2015-2019.
Sigurrós Guðbjörg Björnsdóttir:
Skorpa
22.10 – 13.11 2022
Skorpa í stuttri ferð.
Á bílaplani fannst hrífa sem stóð ofan í keilu. Hrífan í keilunni varð að skúfi á hatti sem varð að keiluhatti, sem varð að kúluhatti, sem endaði svo að vera skotthúfa. Segir svo ekki af skotthúfinni fyrr en löngu síðar þegar hún fannst á týndu myndavélakorti. Eftir það var ómögulegt að hafa hana ekki með sér.
Sofðu rótt, hver á þennan kodda? Dreymdi mig í heila viku þangað til koddinn hvarf. Fyrst sat koddinn tignarlegur á stéttinni, næsta dag lá hann í rólu, annan dag faldi hann sig í runna, og svo koll af kolli. Hann ferðaðist um garðinn þangað til hann hvarf.
Á afgirtu svæði lágu útlínur af heilu heimilisbrauði og snúður á nýlögðum hellum. Það lítur allt út fyrir að einhver sé að reyna að segja mér eitthvað með stafrófi úr skorpum. Stutta ferðin fer að verða heldur löng. Þetta hljóta að vera vísbendingar um hvert ég á að fara.
Bio:
Sigurrós G. Björnsdóttir (f. 1991) er íslenskur myndlistamaður sem býr og starfar í Antwerpen þar sem hún lauk MFA námi í myndlist frá Royal Academy of Fine Arts Antwerp árið 2021. Þar áður útskrifaðist hún með BA í vöruhönnun frá LHÍ árið 2017. Í myndlist sinni blandar hún eigin reynsluheimi, skáldskap og áhrifum frá umhverfi sínu og miðlar með þeim ólíkum frásögnum. Sigurrós hefur tekið þátt í ýmsum sýningum erlendis og á Íslandi.
Crust on a short trip.
A rake standing in a cone was found in a parking lot. The rake became a tassel on a hat which became a cone-hat, which became a bowler hat, which then ended up being a tail-cap.
It wasn't until much later that I heard about the tail-cap’s whereabouts when it was found on a lost camera card. After that, it was impossible not to keep it close.
Sleep tight, whose pillow is this? I dreamt for a whole week until the pillow disappeared. First, the pillow sat majestically on the pavement, the next day it was lying in a swing, another day it was hiding in a bush, and so on. The pillow traveled around the garden until it disappeared.
Inside a fenced area, outlines of a bread loaf were scattered around and a cinnamon bun lay on freshly laid bricks. It looks like someone is trying to tell me something using an alphabet made of crusts. The short trip is getting rather long. These must be clues as to where I should go.
Bio:
Sigurrós G. Björnsdóttir (b. 1991) is an Icelandic artist based in Antwerpen. She completed her master's degree in Sculpture at the Royal Academy of Fine Arts in Antwerp in 2021 and her BA in product design from Iceland University of the Arts in 2017. In her work, she mixes her world of experience, fiction, and influences from her environment and communicates different narratives and stories with them. Sigurrós has exhibited in various exhibitions in Iceland and abroad.
Skorpa
22.10 – 13.11 2022
Skorpa í stuttri ferð.
Á bílaplani fannst hrífa sem stóð ofan í keilu. Hrífan í keilunni varð að skúfi á hatti sem varð að keiluhatti, sem varð að kúluhatti, sem endaði svo að vera skotthúfa. Segir svo ekki af skotthúfinni fyrr en löngu síðar þegar hún fannst á týndu myndavélakorti. Eftir það var ómögulegt að hafa hana ekki með sér.
Sofðu rótt, hver á þennan kodda? Dreymdi mig í heila viku þangað til koddinn hvarf. Fyrst sat koddinn tignarlegur á stéttinni, næsta dag lá hann í rólu, annan dag faldi hann sig í runna, og svo koll af kolli. Hann ferðaðist um garðinn þangað til hann hvarf.
Á afgirtu svæði lágu útlínur af heilu heimilisbrauði og snúður á nýlögðum hellum. Það lítur allt út fyrir að einhver sé að reyna að segja mér eitthvað með stafrófi úr skorpum. Stutta ferðin fer að verða heldur löng. Þetta hljóta að vera vísbendingar um hvert ég á að fara.
Bio:
Sigurrós G. Björnsdóttir (f. 1991) er íslenskur myndlistamaður sem býr og starfar í Antwerpen þar sem hún lauk MFA námi í myndlist frá Royal Academy of Fine Arts Antwerp árið 2021. Þar áður útskrifaðist hún með BA í vöruhönnun frá LHÍ árið 2017. Í myndlist sinni blandar hún eigin reynsluheimi, skáldskap og áhrifum frá umhverfi sínu og miðlar með þeim ólíkum frásögnum. Sigurrós hefur tekið þátt í ýmsum sýningum erlendis og á Íslandi.
Crust on a short trip.
A rake standing in a cone was found in a parking lot. The rake became a tassel on a hat which became a cone-hat, which became a bowler hat, which then ended up being a tail-cap.
It wasn't until much later that I heard about the tail-cap’s whereabouts when it was found on a lost camera card. After that, it was impossible not to keep it close.
Sleep tight, whose pillow is this? I dreamt for a whole week until the pillow disappeared. First, the pillow sat majestically on the pavement, the next day it was lying in a swing, another day it was hiding in a bush, and so on. The pillow traveled around the garden until it disappeared.
Inside a fenced area, outlines of a bread loaf were scattered around and a cinnamon bun lay on freshly laid bricks. It looks like someone is trying to tell me something using an alphabet made of crusts. The short trip is getting rather long. These must be clues as to where I should go.
Bio:
Sigurrós G. Björnsdóttir (b. 1991) is an Icelandic artist based in Antwerpen. She completed her master's degree in Sculpture at the Royal Academy of Fine Arts in Antwerp in 2021 and her BA in product design from Iceland University of the Arts in 2017. In her work, she mixes her world of experience, fiction, and influences from her environment and communicates different narratives and stories with them. Sigurrós has exhibited in various exhibitions in Iceland and abroad.
Gudrita Lape:
Solidus Liquidus
24.9 – 13.10 2022
Áherslur sýningarinnar eru meðal annars: að kynna betur notkun matar og lífefna í myndlist og að hefja umræðu um matarsóun og aktívisma því tengdan í gegnum myndlist. Verkefnið er framhald rannsóknar hennar á forgengilegum verkum þar sem náttúruleg litarefni, matarlist og lífefni eru í forgrunni.
Gudrita útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2012 og lauk nýlega námi í textíl og tækni við Fabricademy - Fab Lab textíl akademíu í Barselóna árið 2021 þar sem meðal annars kóðun, snjalltextíl og hönnun á náttúrulegum “efnum” (biochromes, biocomposites, biomaterials, grown materials) voru kennd. Íslenska-litháíska listakonan býr bæði á Íslandi og á Spáni síðan 2020 og sýningin mun sýna brot af þessum heimi. Matarleifar, íslensk og erlend flóra munu sameinast og umbreytast í gegnum ræktun, gerjun og þurrkun í þrívíða innsetningu gagnvirkra sveigjanlegra og hálf sveigjanlegra efna. Verkefnið gefur Vestfirðingum sem og öðrum gestum tækifæri til að líta inn í þennan lifandi heim sem er enn ókunnugur á Íslandi.
Solidus Liquidus
24.9 – 13.10 2022
Áherslur sýningarinnar eru meðal annars: að kynna betur notkun matar og lífefna í myndlist og að hefja umræðu um matarsóun og aktívisma því tengdan í gegnum myndlist. Verkefnið er framhald rannsóknar hennar á forgengilegum verkum þar sem náttúruleg litarefni, matarlist og lífefni eru í forgrunni.
Gudrita útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2012 og lauk nýlega námi í textíl og tækni við Fabricademy - Fab Lab textíl akademíu í Barselóna árið 2021 þar sem meðal annars kóðun, snjalltextíl og hönnun á náttúrulegum “efnum” (biochromes, biocomposites, biomaterials, grown materials) voru kennd. Íslenska-litháíska listakonan býr bæði á Íslandi og á Spáni síðan 2020 og sýningin mun sýna brot af þessum heimi. Matarleifar, íslensk og erlend flóra munu sameinast og umbreytast í gegnum ræktun, gerjun og þurrkun í þrívíða innsetningu gagnvirkra sveigjanlegra og hálf sveigjanlegra efna. Verkefnið gefur Vestfirðingum sem og öðrum gestum tækifæri til að líta inn í þennan lifandi heim sem er enn ókunnugur á Íslandi.
Guðmundur Thoroddsen:
VALSE TRISTE
1.8 – 17.9 2022
Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í heim Guðmundar Thoroddsen (1952-1996). Jafnfram því að sýna myndlist Guðmundar verða sagðar sögur af öðrum þáttum í lífi hans s.s. tónlist, ævintýra- og ferðamennsku, náttúruvernd og frumkvöðlastarfi. Hann bjó og starfaði á Ísafirði á tíu ára tímabili áður en hann lést. Auk þess að starfa að myndlist var hann leiðsögumaður og skútukappi en fyrirtæki sem hann stofnaði - Skútufélagið ehf. - er forveri og fyrirmynd þeirra fyrirtækja sem sérhæft hafa sig í skútusiglingum í og við Vestfirði undanfarin ár.
Guðmundur Thoroddsen, sem lést um aldur fram aðeins 43 ára að aldri, var Reykvíkingur en hafði mikil og náin tengsl við Reykhólasveit og Ísafjörð. Hann dvaldi öll sumur á Stað í Reykhólasveit sem barn og unglingur og giftist til Ísafjarðar 1986 og bjó þar til dauðadags. Hann lærði myndlist í Rijksakademie van beeldende kunsten í Amsterdam, var mikill ævintýramaður og ferðaðist víða um heim bæði á sjó og landi. Myndlistin sem hann skilur eftir sig ber með sér áhuga hans á siglingum og mörg viðfangsefnin tengjast landsvæðum sem hann ýmist ferðaðist til eða hugðist fara til. Á sýningunni er leitast við að gefa mynd af ferli hans sem myndlistarmanns auk þess að segja frá öðrum viðfangsefnum og áhugamálum sem höfðu áhrif á myndlistina.
Eftir hann liggur talsvert af grafíkmyndum, vatnslitamyndum, málverkum, teikningum, bókverk og lágmyndir sem unnar eru með blandaðri tækni. Sýningin verður í Gallerí Úthverfu, Aðalstræti 22 á Ísafirði og á fleiri stöðum í húsinu s.s. í gömlu vinnustofunni hans á 3. hæð hússins. Ef aðstæður leyfa verða verk hans sýnileg á fleiri stöðum á sýningartímanum. Sýningin hefst 1. ágúst og henni lýkur 17. september 2022, en þann dag hefði hann orðið sjötugur. Í tengslum við sýninguna verða skipulagðir tónleikar og fleiri viðburðir en Guðmundur var m.a. í hljómsveitinni Diabolus in Musica sem gaf út tvær hljómplötur á sínum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er yfirlitssýning á verkum Guðmundar Thoroddsen (1952-1996) og í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til að flétta saman við lífshlaup og áhugamál listamannsins með þessum hætti.
VALSE TRISTE
1.8 – 17.9 2022
Sýningunni er ætlað að gefa innsýn í heim Guðmundar Thoroddsen (1952-1996). Jafnfram því að sýna myndlist Guðmundar verða sagðar sögur af öðrum þáttum í lífi hans s.s. tónlist, ævintýra- og ferðamennsku, náttúruvernd og frumkvöðlastarfi. Hann bjó og starfaði á Ísafirði á tíu ára tímabili áður en hann lést. Auk þess að starfa að myndlist var hann leiðsögumaður og skútukappi en fyrirtæki sem hann stofnaði - Skútufélagið ehf. - er forveri og fyrirmynd þeirra fyrirtækja sem sérhæft hafa sig í skútusiglingum í og við Vestfirði undanfarin ár.
Guðmundur Thoroddsen, sem lést um aldur fram aðeins 43 ára að aldri, var Reykvíkingur en hafði mikil og náin tengsl við Reykhólasveit og Ísafjörð. Hann dvaldi öll sumur á Stað í Reykhólasveit sem barn og unglingur og giftist til Ísafjarðar 1986 og bjó þar til dauðadags. Hann lærði myndlist í Rijksakademie van beeldende kunsten í Amsterdam, var mikill ævintýramaður og ferðaðist víða um heim bæði á sjó og landi. Myndlistin sem hann skilur eftir sig ber með sér áhuga hans á siglingum og mörg viðfangsefnin tengjast landsvæðum sem hann ýmist ferðaðist til eða hugðist fara til. Á sýningunni er leitast við að gefa mynd af ferli hans sem myndlistarmanns auk þess að segja frá öðrum viðfangsefnum og áhugamálum sem höfðu áhrif á myndlistina.
Eftir hann liggur talsvert af grafíkmyndum, vatnslitamyndum, málverkum, teikningum, bókverk og lágmyndir sem unnar eru með blandaðri tækni. Sýningin verður í Gallerí Úthverfu, Aðalstræti 22 á Ísafirði og á fleiri stöðum í húsinu s.s. í gömlu vinnustofunni hans á 3. hæð hússins. Ef aðstæður leyfa verða verk hans sýnileg á fleiri stöðum á sýningartímanum. Sýningin hefst 1. ágúst og henni lýkur 17. september 2022, en þann dag hefði hann orðið sjötugur. Í tengslum við sýninguna verða skipulagðir tónleikar og fleiri viðburðir en Guðmundur var m.a. í hljómsveitinni Diabolus in Musica sem gaf út tvær hljómplötur á sínum tíma. Þetta er í fyrsta sinn sem haldin er yfirlitssýning á verkum Guðmundar Thoroddsen (1952-1996) og í fyrsta sinn sem gerð er tilraun til að flétta saman við lífshlaup og áhugamál listamannsins með þessum hætti.
Philipp Valenta:
torfa
17. – 30.7 2022
Galleríinu er breytt í fiskabúr þar sem verkið ,,Síldarævintýri‘‘ er sýnt sem staðbundin innsetning á öllum veggjum rýmisins. Sýningin er tilvísun í ,,síldarævintýrið‘‘ eða síldaruppsveifluna á Íslandi 1867 til 1968 þar sem efniviður síldartorfunnar er ál en álframleiðsla er mikilvægur iðnaður á Íslandi í dag. Árið sem síldarævintýrinu lauk var fyrsta álverið tekið í notkun í Hafnarfirði og þá hófst hið eiginlega ,,álævintýri‘‘ á Íslandi. Hljóðverkið ,,Fish Factory‘‘ er hluti af sýningunni og fyllir salinn hljóði. Verkið er samstarfsverkefni bandaríska tónskáldsins Nathan Hall og Philipp Valenta.
Myndbandsverkið ,,Warte‘‘ verður einnig til sýnist í tengslum við sýninguna. Verkið sýnir listamanninn í mismunandi íslensku landslagi þar sem hann bara bíður og horfir í kringum sig. ,,Warte‘‘ sem á þýsku hefur tvenns konar merkingu, varða og bíða, sameinar þetta tvennt, bið og varðaðan stað eða útsýnisstað.
Meðan á sýningunni stendur verður frumsýnt nýtt myndbandsverk í samvinnu við Hversdagssafnið á Ísafirði. Atburðurinn verður auglýstur síðar.
Listamaðurinn dvelur um þessar mundir í gestavinnustofum ArtsIceland en þetta er í þriðja gestavinnustofudvöl hans á Íslandi og sýningin er fyrsta einkasýningin hans hér á landi. Sýningin er styrkt af ifa - Institut für Auslandsbeziehungen.
IIIIIIIIIIIIIIIIII
The gallery is transformed into an aquarium by showcasing the work ,,Síldarævintýri‘‘ as a site-specific installation on all walls of the space. In relation to the "herring adventure" or the herring boom between 1867 and 1968 in Iceland a school of aluminium herrings is shown - the material of the then new Icelandic industry. Just in the year the boom officially ended, the first smelter was opened in Hafnarfjördur, initiating an "aluminium adventure". The installation is accompanied by the soundtrack "Fish Factory", a collaboration between American composer Nathan Hall and Philipp Valenta, which will fill the room.
In addition, "Warte" will be shown, a video work of the artist standing in varying settings of the Icelandic landscape, just waiting, looking around. "Warte" in German combines the meanings of varða and biður, with it being the imperative of waiting as well as a vantage point or a lookout.
Towards the end of the exhibition, a new video work will be premiered in cooperation with the Musum of Everyday Life in their cinema. Further information will be given in due time.
The exhibition marks the third residency and the first solo show of the artist in Iceland and is generously supported by ifa - Institut für Auslandsbeziehungen.
Philipp Valenta studied Fine Art at Bauhaus-University Weimar, HAWK Hildesheim and the Academy of Fine Art Braunschweig. In his work he reflects upon definitions and the generation of values conceptually in different media, with emphasis on drawing, video, performance and installation.
Since 2008 Valentas works were exhibited at a multitude of institutions and spaces, such as Museum Ostwall, Dortmund, Mönchehaus Museum Goslar, Kunsthalle Recklinghausen, Art Museum Bayreuth, Centre Pompidou, Paris, Kunsthalle Wilhelmshaven, Skaftfell Center for Visual Art, Seyðisfjörður, Waidspeicher Gallery for Contemporary Art of the Art Museums Erfurt, Städtische Galerie Viersen, Verein Junge Kunst Wolfsburg and Haus am Lützowplatz, Berlin.
He was awarded the KSN-Grant by Kreis-Sparkasse Northeim 2019/20, the residency grant from Goethe-Institute Denmark for Iceland in 2018 as well as the DEW21 Young Artist Award 2016, among others. Other grants and residencies happened in Romania, Spain and on the island of Guernsey. Last he received a grant from Stiftung Kunstfonds, Bonn and was awarded the Hans-Purrmann-Förderpreis 2021 in Speyer.
Philipp Valenta lives and works in Gelsenkirchen and Oberhausen.
torfa
17. – 30.7 2022
Galleríinu er breytt í fiskabúr þar sem verkið ,,Síldarævintýri‘‘ er sýnt sem staðbundin innsetning á öllum veggjum rýmisins. Sýningin er tilvísun í ,,síldarævintýrið‘‘ eða síldaruppsveifluna á Íslandi 1867 til 1968 þar sem efniviður síldartorfunnar er ál en álframleiðsla er mikilvægur iðnaður á Íslandi í dag. Árið sem síldarævintýrinu lauk var fyrsta álverið tekið í notkun í Hafnarfirði og þá hófst hið eiginlega ,,álævintýri‘‘ á Íslandi. Hljóðverkið ,,Fish Factory‘‘ er hluti af sýningunni og fyllir salinn hljóði. Verkið er samstarfsverkefni bandaríska tónskáldsins Nathan Hall og Philipp Valenta.
Myndbandsverkið ,,Warte‘‘ verður einnig til sýnist í tengslum við sýninguna. Verkið sýnir listamanninn í mismunandi íslensku landslagi þar sem hann bara bíður og horfir í kringum sig. ,,Warte‘‘ sem á þýsku hefur tvenns konar merkingu, varða og bíða, sameinar þetta tvennt, bið og varðaðan stað eða útsýnisstað.
Meðan á sýningunni stendur verður frumsýnt nýtt myndbandsverk í samvinnu við Hversdagssafnið á Ísafirði. Atburðurinn verður auglýstur síðar.
Listamaðurinn dvelur um þessar mundir í gestavinnustofum ArtsIceland en þetta er í þriðja gestavinnustofudvöl hans á Íslandi og sýningin er fyrsta einkasýningin hans hér á landi. Sýningin er styrkt af ifa - Institut für Auslandsbeziehungen.
IIIIIIIIIIIIIIIIII
The gallery is transformed into an aquarium by showcasing the work ,,Síldarævintýri‘‘ as a site-specific installation on all walls of the space. In relation to the "herring adventure" or the herring boom between 1867 and 1968 in Iceland a school of aluminium herrings is shown - the material of the then new Icelandic industry. Just in the year the boom officially ended, the first smelter was opened in Hafnarfjördur, initiating an "aluminium adventure". The installation is accompanied by the soundtrack "Fish Factory", a collaboration between American composer Nathan Hall and Philipp Valenta, which will fill the room.
In addition, "Warte" will be shown, a video work of the artist standing in varying settings of the Icelandic landscape, just waiting, looking around. "Warte" in German combines the meanings of varða and biður, with it being the imperative of waiting as well as a vantage point or a lookout.
Towards the end of the exhibition, a new video work will be premiered in cooperation with the Musum of Everyday Life in their cinema. Further information will be given in due time.
The exhibition marks the third residency and the first solo show of the artist in Iceland and is generously supported by ifa - Institut für Auslandsbeziehungen.
Philipp Valenta studied Fine Art at Bauhaus-University Weimar, HAWK Hildesheim and the Academy of Fine Art Braunschweig. In his work he reflects upon definitions and the generation of values conceptually in different media, with emphasis on drawing, video, performance and installation.
Since 2008 Valentas works were exhibited at a multitude of institutions and spaces, such as Museum Ostwall, Dortmund, Mönchehaus Museum Goslar, Kunsthalle Recklinghausen, Art Museum Bayreuth, Centre Pompidou, Paris, Kunsthalle Wilhelmshaven, Skaftfell Center for Visual Art, Seyðisfjörður, Waidspeicher Gallery for Contemporary Art of the Art Museums Erfurt, Städtische Galerie Viersen, Verein Junge Kunst Wolfsburg and Haus am Lützowplatz, Berlin.
He was awarded the KSN-Grant by Kreis-Sparkasse Northeim 2019/20, the residency grant from Goethe-Institute Denmark for Iceland in 2018 as well as the DEW21 Young Artist Award 2016, among others. Other grants and residencies happened in Romania, Spain and on the island of Guernsey. Last he received a grant from Stiftung Kunstfonds, Bonn and was awarded the Hans-Purrmann-Förderpreis 2021 in Speyer.
Philipp Valenta lives and works in Gelsenkirchen and Oberhausen.
Lucia Arbery Simek:
AMBERGIS CORRAL
2.7 – 15.7 2022
Á sýningunni Ambergris Corral, heldur Lucia Arbery Simek áfram pælingum sínum um leiðangursvinnu – hvalaleiðangra, kúarekstur, könnunarleiðangra um norðurslóðir – í röð skúlptúra sem líkjast verkfærum og tólum sem tilheyra þessum ólíku greinum. Hlutirnir eru búnir til úr hinu og þessu sem finna má bæði á heimili og verkstæði. Ýmist tilviljunarkendir og brothættir eða nostursamlega unnir gefa þeir til kynna einhvers konar trúarlegan tilgang fyrir ónefndan ævintýramann.
In her solo exhibition Ambergris Corral, Lucia Arbery Simek continues an abiding interest in expeditionary labor—whaling, cowboying, arctic exploration—in a series of sculptures that resemble tools or weaponry from those various trades. Made from domestic and industrial bric-a-brac, the objects—either precariously contingent or highly finished—carry totemic qualities that suggest some ritualistic purpose for an unnamed adventurer.
Bio Lucia Arbery Simek is an artist, writer and curator. She has exhibited her artwork widely, including the Dallas Contemporary; Dallas Museum of Art; Fridman Gallery, NY; Cindy Rucker Gallery, NY; and Skaftfell Center for Art in Seyðisfjörður, Iceland. As a curator, she has mounted exhibitions at the Dallas Museum of Art and The Reading Room, Dallas among others, and most recently curated a permanent collection of works for the historic Adolphus Hotel in downtown Dallas, where she also organizes a series of public talks with artists and writers. Since 2014, Simek has served as Head of Communications and International Programs at the Nasher Sculpture Center where, among other things, she organizes the Nasher Prize Dialogues, a series of discussions with artists about contemporary sculptural practice held in partnership with institutions around the world, from Museo Jumex, Mexico City to the Reykjavik Museum of Art.
AMBERGIS CORRAL
2.7 – 15.7 2022
Á sýningunni Ambergris Corral, heldur Lucia Arbery Simek áfram pælingum sínum um leiðangursvinnu – hvalaleiðangra, kúarekstur, könnunarleiðangra um norðurslóðir – í röð skúlptúra sem líkjast verkfærum og tólum sem tilheyra þessum ólíku greinum. Hlutirnir eru búnir til úr hinu og þessu sem finna má bæði á heimili og verkstæði. Ýmist tilviljunarkendir og brothættir eða nostursamlega unnir gefa þeir til kynna einhvers konar trúarlegan tilgang fyrir ónefndan ævintýramann.
In her solo exhibition Ambergris Corral, Lucia Arbery Simek continues an abiding interest in expeditionary labor—whaling, cowboying, arctic exploration—in a series of sculptures that resemble tools or weaponry from those various trades. Made from domestic and industrial bric-a-brac, the objects—either precariously contingent or highly finished—carry totemic qualities that suggest some ritualistic purpose for an unnamed adventurer.
Bio Lucia Arbery Simek is an artist, writer and curator. She has exhibited her artwork widely, including the Dallas Contemporary; Dallas Museum of Art; Fridman Gallery, NY; Cindy Rucker Gallery, NY; and Skaftfell Center for Art in Seyðisfjörður, Iceland. As a curator, she has mounted exhibitions at the Dallas Museum of Art and The Reading Room, Dallas among others, and most recently curated a permanent collection of works for the historic Adolphus Hotel in downtown Dallas, where she also organizes a series of public talks with artists and writers. Since 2014, Simek has served as Head of Communications and International Programs at the Nasher Sculpture Center where, among other things, she organizes the Nasher Prize Dialogues, a series of discussions with artists about contemporary sculptural practice held in partnership with institutions around the world, from Museo Jumex, Mexico City to the Reykjavik Museum of Art.
Þórunn Elísabet:
tímaflakk
11.6 – 30.6 2022
Í hugleiðingum Þórunnar um sýninguna segir: Blanda af útsaum og blásaum; launhelgum Egyptalands; afa mínum; konum í ættlegg Ástu; gjöfum úr þessu lífi – mínu og annarra; sumt lánað úr bókum, mínum hugarheimi og löngu liðnum tíma.
Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið einkasýningar, samsýningar og unnið við fjölda verkefna í leikhúsum og kvikmyndum sem búninga- og leikmyndahönnuður. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til bæði Eddunnar og Grímunnar fyrir verk sín. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir búninga í Rómeó og Júlíu Vesturports og Leg Þjóðleikhússins. Þórunn Elísabet hefur stýrt og hannað fjölda safnasýninga. Í Gerðubergi var haldið Sjónþing helgað hennar listamannsferli fyrir nokkrum.
tímaflakk
11.6 – 30.6 2022
Í hugleiðingum Þórunnar um sýninguna segir: Blanda af útsaum og blásaum; launhelgum Egyptalands; afa mínum; konum í ættlegg Ástu; gjöfum úr þessu lífi – mínu og annarra; sumt lánað úr bókum, mínum hugarheimi og löngu liðnum tíma.
Þórunn Elísabet stundaði myndlistarnám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur haldið einkasýningar, samsýningar og unnið við fjölda verkefna í leikhúsum og kvikmyndum sem búninga- og leikmyndahönnuður. Hún hefur hlotið fjölda tilnefninga til bæði Eddunnar og Grímunnar fyrir verk sín. Hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir búninga í Rómeó og Júlíu Vesturports og Leg Þjóðleikhússins. Þórunn Elísabet hefur stýrt og hannað fjölda safnasýninga. Í Gerðubergi var haldið Sjónþing helgað hennar listamannsferli fyrir nokkrum.
Linus Lohmann: “
…something that was, & isn´t”
20.5 – 8.6 2022
Á sýningunni eru fjögur prentverk í lit og skúlptúr. Verkin eru sprottin af hughrifum og minningum um nokkrar byggingar sem hýstu Tækniminjasafn Austurlands og skemmdust í aurskriðum á Seyðisfirði í desember 2020.
Byggingar safnsins höfðu að geyma marga hluti sem eru og voru heimild um tæknisögu svæðisins og hýstu einnig nothæft tréverkstæði í gömlu skipasmíðastöðinni og prentsmiðju í fyrrum vélasal. Bæði verkstæðin nýttust Lohmann vel á sínum tíma sem uppspretta innblásturs og verkstæðisiðkunar.
Myndirnar sem teknar voru við hreinsun eftir slysið sýna eftirleikinn og leifar tveggja herbergja á safninu, kaffistofu og skrifstofu.
Flestir upplifðu þessi herbergi alltaf sem einhvers konar tímahylki, kunnuglegt og tímalaust rými.
Myndirnar sýna þessa staði eins og þeir komu undan hamförunum. Rústað af náttúruöflunum sem knúin voru áfram af leðju og vatni.
Fyrir Lohmann kalla myndirnar fram frumskóg af órökréttu minni, brengluð brotin vekja endurminningar og örva tilraunir til að endurbyggja rýmin eins og þau voru.
Myndirnar eru afritaðar með marglitu ljósfjölliða ætingarferli.
Prentin eru innrömmuð með frekar óvenjulegu efni, POM-plasti, sem er almennt notað í fiskiðnaði.
Skúlptúrinn sem er til sýnis ásamt grafíkmyndunum minnir á aflagaðar byggingarnar. Við virðum fyrir okkur brotnar og breyttar spýtur úr hráu timbri, sem vantar allar vísbendingar um fyrri tilgang, sem aftur kallar fram nýjar birtingarmyndir.
Lohmann notaði sömu gufubeygingartækni og notuð var til að smíða tréskip til að móta skúlptúrinn, og vísar þannig til fyrrum skipasmíðastöðvarinnar sem eyðilagðist í skriðunni.
Nú hefur svæðið verið hreinsað og fátt sýnilegt af því sem áður var. Það er því einungis minningin sem lifir eftir frá þeim tímum sem það var í notkun.
…something that was, & isn´t”
20.5 – 8.6 2022
Á sýningunni eru fjögur prentverk í lit og skúlptúr. Verkin eru sprottin af hughrifum og minningum um nokkrar byggingar sem hýstu Tækniminjasafn Austurlands og skemmdust í aurskriðum á Seyðisfirði í desember 2020.
Byggingar safnsins höfðu að geyma marga hluti sem eru og voru heimild um tæknisögu svæðisins og hýstu einnig nothæft tréverkstæði í gömlu skipasmíðastöðinni og prentsmiðju í fyrrum vélasal. Bæði verkstæðin nýttust Lohmann vel á sínum tíma sem uppspretta innblásturs og verkstæðisiðkunar.
Myndirnar sem teknar voru við hreinsun eftir slysið sýna eftirleikinn og leifar tveggja herbergja á safninu, kaffistofu og skrifstofu.
Flestir upplifðu þessi herbergi alltaf sem einhvers konar tímahylki, kunnuglegt og tímalaust rými.
Myndirnar sýna þessa staði eins og þeir komu undan hamförunum. Rústað af náttúruöflunum sem knúin voru áfram af leðju og vatni.
Fyrir Lohmann kalla myndirnar fram frumskóg af órökréttu minni, brengluð brotin vekja endurminningar og örva tilraunir til að endurbyggja rýmin eins og þau voru.
Myndirnar eru afritaðar með marglitu ljósfjölliða ætingarferli.
Prentin eru innrömmuð með frekar óvenjulegu efni, POM-plasti, sem er almennt notað í fiskiðnaði.
Skúlptúrinn sem er til sýnis ásamt grafíkmyndunum minnir á aflagaðar byggingarnar. Við virðum fyrir okkur brotnar og breyttar spýtur úr hráu timbri, sem vantar allar vísbendingar um fyrri tilgang, sem aftur kallar fram nýjar birtingarmyndir.
Lohmann notaði sömu gufubeygingartækni og notuð var til að smíða tréskip til að móta skúlptúrinn, og vísar þannig til fyrrum skipasmíðastöðvarinnar sem eyðilagðist í skriðunni.
Nú hefur svæðið verið hreinsað og fátt sýnilegt af því sem áður var. Það er því einungis minningin sem lifir eftir frá þeim tímum sem það var í notkun.
MǪRSUGUR 2022 Andreas Brunner 17.02 - 28.02 2022
I HAD CAKE FOR BREAKFAST
Mǫrsugur is the third month of winter according to an old Icelandic calendar. Mǫrsugur is the darkest time of the year when all living breath lies in hibernation. To brighten up those dark weeks four artists will project their works on the window of Gallerí úthverfa / Outvert Art Space in the center of Ísafjörður. The exhibition Mǫrsugur lasts for two months and the individual exhibitions last for 12 days each.
04.01 - 15.01 ¤ Ívar Glói 20.01 – 31.01 ¤ Sigrún Gyða Sveinsdóttir 03.02 - 15.02 ¤ Margrét Dúadóttir Landmark
*17.02 - 28.02 ¤ Andreas Brunner
Andreas Brunner (b. 1988 in Zurich, Switzerland) works within the field of Contemporary Art and is currently based in Reykjavik. He studied fine arts at Lucerne University of Applied Science and Arts and did his postgraduate studies at the Iceland University of the Arts, graduating in 2018. His artistic practice gravitates around concepts referring to cultural development and their performative aspect of meaning creation process. The disconnection of metaphoric meaning and the creation of reason through dynamic conjunction rather than connections can be seen as an overall motive in his research.
I HAD CAKE FOR BREAKFAST is a video performance recorded on the balcony of the Art Museum in Akureyri and showcases an irrational attempt of eating a pile of snow.
I HAD CAKE FOR BREAKFAST
Mǫrsugur is the third month of winter according to an old Icelandic calendar. Mǫrsugur is the darkest time of the year when all living breath lies in hibernation. To brighten up those dark weeks four artists will project their works on the window of Gallerí úthverfa / Outvert Art Space in the center of Ísafjörður. The exhibition Mǫrsugur lasts for two months and the individual exhibitions last for 12 days each.
04.01 - 15.01 ¤ Ívar Glói 20.01 – 31.01 ¤ Sigrún Gyða Sveinsdóttir 03.02 - 15.02 ¤ Margrét Dúadóttir Landmark
*17.02 - 28.02 ¤ Andreas Brunner
Andreas Brunner (b. 1988 in Zurich, Switzerland) works within the field of Contemporary Art and is currently based in Reykjavik. He studied fine arts at Lucerne University of Applied Science and Arts and did his postgraduate studies at the Iceland University of the Arts, graduating in 2018. His artistic practice gravitates around concepts referring to cultural development and their performative aspect of meaning creation process. The disconnection of metaphoric meaning and the creation of reason through dynamic conjunction rather than connections can be seen as an overall motive in his research.
I HAD CAKE FOR BREAKFAST is a video performance recorded on the balcony of the Art Museum in Akureyri and showcases an irrational attempt of eating a pile of snow.
SEAN RUSSELL HALLOWELL:
MIDNIGHT SUN
25.07 - 30.07 2021
Sýningin er afrakstur sex vikna dvalar Sean í gestavinnustofum ArtsIceland í samstarfi við Gallerí Úthverfu og Menningarmiðstöðina Edinborg. MIDNIGHT SUN er grípandi hljóð og mynd- innsetning sem sameinar skrásetningarmyndir af íslensku umhverfi og hljóð- og myndmyndstur úr hljóðgervlum sem listamaðurinn smíðaði. Titillinn vísar í íslenskt sumarfyrirbæri, hábjartan dag á miðnætti sem Íslendingar þekkja vel. Þó ferðamenn séu hvattir til að ferðast langar vegalengdir til að upplifa miðnætursólina, þá er hún, frá kosmísku sjónarhorni, ekkert sérstök. Jörðin er nokkurn vegin í sömu fjarlægð frá sólu og hreyfist og snýst á sama hraða. Það er halli jarðarinnar þegar hún snýst um ás sinn, ákveðið sjónarhorn, sem gefur þessi áhrif. Þetta er kjarni verksins, að taka burt brenglandi áhrif sem sjónarhorn okkar manna hefur á hugmyndir okkar um veruleikann. Með því að yfirfæra í hljóðmynd samsvörun örsveiflna gamaldags sjónvarpsskjáa og stór-tímalegra ferla sem liggja til grundvallar jarðfræðilegum strúktúrum, afhjúpar MIDNIGHT SUN landslag tónlistar og gerir tónlistina áheyrilega. Verkið færir okkur fjær því að tengjast náttúrunni á hlutlægan hátt og skorar frekar á okkur að tengjast henni á jarðtengdari hátt.
Sean Russell Hallowell er tónlistarmaður og tónskáld frá San Francisco. Hann leggur áherslu á tilraunakennda móderníska raftónlist frá sjónarhorni upprunarannsókna og miðaldatónfræða. Hann sækir innblástur í úrelta fjölmiðlunartækni, t.d. gamlar kasettur og túbusjónvörp sem hann telur búa yfir leikandi orku. Tónverk hans og innsetningar hafa verið sýndar á hátíðum víðsvegar í Bandaríkjunum sem og á alþjóðavettvangi í Bretlandi, Suður-Kóreu, Chile, Belgíu og Mexíkó.
Nánari upplýsingar er að finna á seanrussellhallowell.com og hægt er að fylgja honum á @isorhythmics á Instgram.
The culmination of his six-week ArtsIceland residency in collaboration with Edinborg Culture House and Outvert Art Space, “Midnight Sun” is an immersive installation for sound and video that combines documentary footage of Iceland’s natural environment with audiovisual patterns generated by analog synthesizers built by the artist. The title refers to the summertime phenomenon, well known to Icelanders, of broad daylight at local midnight. While exceptional enough to inspire tourists to travel great distances to experience it, from a cosmic perspective, the midnight sun is nothing special. The earth remains roughly the same distance from the sun, moving at the same speed, rotating at the same rate. It is only the tilt of the earth as it rotates around its axis — its point of view, so to speak — that produces this effect. This symbolizes the animating idea of the work, which is to chip away at the distorting effect that our human-centric perspective has on our conception of reality. By sonifying correspondences between the micro-oscillations of old-fashioned TV screens and macro-temporal processes underlying geological structures, “Midnight Sun” uncovers the geometry inherent in music and makes audible the music of geometry. It challenges us to relate to nature in a less objectifying and more temporally-grounded way.
Sean Russell Hallowell is a musician and composer from San Francisco. His work synthesizes the experimental drive of Modernist electronic music with the cosmological perspective of Medieval music theory. Much of his art is inspired by the vitality of outmoded media technologies, like analog audiotape and cathode-ray tube televisions. Compositions and installations of his have been showcased at festivals across the US, as well as internationally in the UK, South Korea, Chile, Belgium, and Mexico.
For more, visit seanrussellhallowell.com and follow @isorhythmics.
MIDNIGHT SUN
25.07 - 30.07 2021
Sýningin er afrakstur sex vikna dvalar Sean í gestavinnustofum ArtsIceland í samstarfi við Gallerí Úthverfu og Menningarmiðstöðina Edinborg. MIDNIGHT SUN er grípandi hljóð og mynd- innsetning sem sameinar skrásetningarmyndir af íslensku umhverfi og hljóð- og myndmyndstur úr hljóðgervlum sem listamaðurinn smíðaði. Titillinn vísar í íslenskt sumarfyrirbæri, hábjartan dag á miðnætti sem Íslendingar þekkja vel. Þó ferðamenn séu hvattir til að ferðast langar vegalengdir til að upplifa miðnætursólina, þá er hún, frá kosmísku sjónarhorni, ekkert sérstök. Jörðin er nokkurn vegin í sömu fjarlægð frá sólu og hreyfist og snýst á sama hraða. Það er halli jarðarinnar þegar hún snýst um ás sinn, ákveðið sjónarhorn, sem gefur þessi áhrif. Þetta er kjarni verksins, að taka burt brenglandi áhrif sem sjónarhorn okkar manna hefur á hugmyndir okkar um veruleikann. Með því að yfirfæra í hljóðmynd samsvörun örsveiflna gamaldags sjónvarpsskjáa og stór-tímalegra ferla sem liggja til grundvallar jarðfræðilegum strúktúrum, afhjúpar MIDNIGHT SUN landslag tónlistar og gerir tónlistina áheyrilega. Verkið færir okkur fjær því að tengjast náttúrunni á hlutlægan hátt og skorar frekar á okkur að tengjast henni á jarðtengdari hátt.
Sean Russell Hallowell er tónlistarmaður og tónskáld frá San Francisco. Hann leggur áherslu á tilraunakennda móderníska raftónlist frá sjónarhorni upprunarannsókna og miðaldatónfræða. Hann sækir innblástur í úrelta fjölmiðlunartækni, t.d. gamlar kasettur og túbusjónvörp sem hann telur búa yfir leikandi orku. Tónverk hans og innsetningar hafa verið sýndar á hátíðum víðsvegar í Bandaríkjunum sem og á alþjóðavettvangi í Bretlandi, Suður-Kóreu, Chile, Belgíu og Mexíkó.
Nánari upplýsingar er að finna á seanrussellhallowell.com og hægt er að fylgja honum á @isorhythmics á Instgram.
The culmination of his six-week ArtsIceland residency in collaboration with Edinborg Culture House and Outvert Art Space, “Midnight Sun” is an immersive installation for sound and video that combines documentary footage of Iceland’s natural environment with audiovisual patterns generated by analog synthesizers built by the artist. The title refers to the summertime phenomenon, well known to Icelanders, of broad daylight at local midnight. While exceptional enough to inspire tourists to travel great distances to experience it, from a cosmic perspective, the midnight sun is nothing special. The earth remains roughly the same distance from the sun, moving at the same speed, rotating at the same rate. It is only the tilt of the earth as it rotates around its axis — its point of view, so to speak — that produces this effect. This symbolizes the animating idea of the work, which is to chip away at the distorting effect that our human-centric perspective has on our conception of reality. By sonifying correspondences between the micro-oscillations of old-fashioned TV screens and macro-temporal processes underlying geological structures, “Midnight Sun” uncovers the geometry inherent in music and makes audible the music of geometry. It challenges us to relate to nature in a less objectifying and more temporally-grounded way.
Sean Russell Hallowell is a musician and composer from San Francisco. His work synthesizes the experimental drive of Modernist electronic music with the cosmological perspective of Medieval music theory. Much of his art is inspired by the vitality of outmoded media technologies, like analog audiotape and cathode-ray tube televisions. Compositions and installations of his have been showcased at festivals across the US, as well as internationally in the UK, South Korea, Chile, Belgium, and Mexico.
For more, visit seanrussellhallowell.com and follow @isorhythmics.
ÚLFUR KARLSSON:
GRÍMULAUS VEISLA
05.06 - 04.07 2021
Eftir undanfarið covidtímabil með heftum samböndum og innilokun langar okkur að halda veislu. Hitta fólk og og jafnvel faðmast þegar við á. En í málverkunum búa karakterarnir í sinni eigin veröld, grímulausir, óttast allskonar, gera allskonar og gleðjast hvort sem það er viðeigandi eða ekki. Þeirra veisla er alltaf grímulaus. Varlega reynum við að losna við samviskubitið sem hefur fylgt mannlegu samneyti undanfarið og sláum upp veislu. Er í lagi að hafa grímuna bara í vasanum? Er virkilega komið sumar?
Úlfur Karlsson er fæddur í Gautaborg 1988. Hann er með diplóma frá Kvikmyndaskóla Íslands og Myndlistarskólanum á Akureyri og útskrifaðist með BA frá Listaháskólanum í Gautaborg 2012.
Verk Úlfs hafa verið sýnd víða, m.a. í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Vínarborg, Frakklandi, Grikklandi, Lettlandi, Litháen, Kanada og Bandaríkjunum og verk eftir hann eru í eigu einkasafna í Austurríki og Lettlandi og Listasafns Reykjaness. Á Íslandi hefur Úlfur m.a. sýnt í Slunkaríki, D-sal Listasafns Reykjavíkur, Listasafni ASÍ, Gallerí MUTT, Listasafni Reykjaness, og sl. sumar málaði hann stórt veggverk í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpuvík.
www. ulfurkarlsson.com
GRÍMULAUS VEISLA
05.06 - 04.07 2021
Eftir undanfarið covidtímabil með heftum samböndum og innilokun langar okkur að halda veislu. Hitta fólk og og jafnvel faðmast þegar við á. En í málverkunum búa karakterarnir í sinni eigin veröld, grímulausir, óttast allskonar, gera allskonar og gleðjast hvort sem það er viðeigandi eða ekki. Þeirra veisla er alltaf grímulaus. Varlega reynum við að losna við samviskubitið sem hefur fylgt mannlegu samneyti undanfarið og sláum upp veislu. Er í lagi að hafa grímuna bara í vasanum? Er virkilega komið sumar?
Úlfur Karlsson er fæddur í Gautaborg 1988. Hann er með diplóma frá Kvikmyndaskóla Íslands og Myndlistarskólanum á Akureyri og útskrifaðist með BA frá Listaháskólanum í Gautaborg 2012.
Verk Úlfs hafa verið sýnd víða, m.a. í Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Vínarborg, Frakklandi, Grikklandi, Lettlandi, Litháen, Kanada og Bandaríkjunum og verk eftir hann eru í eigu einkasafna í Austurríki og Lettlandi og Listasafns Reykjaness. Á Íslandi hefur Úlfur m.a. sýnt í Slunkaríki, D-sal Listasafns Reykjavíkur, Listasafni ASÍ, Gallerí MUTT, Listasafni Reykjaness, og sl. sumar málaði hann stórt veggverk í gömlu síldarverksmiðjunni í Djúpuvík.
www. ulfurkarlsson.com
CARBON – KOLEFNI - vísindi listanna / listin í vísindunum
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - KLAK - Duga eða drepast / HATCH - make or break 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
RANNVEIG JÓNSDÓTTIR MEÐ JAMES KENNEDY - KLAK - DUGA EÐA DREPAST // HATCH - MAKE OR BREAK
Karlinn mætir snemma á svæðið og finnur sér góðan blett sem hann ver fyrir öðrum körlum. Þá kemur konan, hún velur sér maka og hrygnir eggjum sínum. Karlinn frjóvgar eggin og konan fer og kemur aldrei aftur. Karlinn verður eftir og ver eggin þar til þau klekjast út. Hann heldur þeim hreinum með því að blaka sporðinum, ver þau fyrir rándýrum og fjarlægir dauð egg. Þegar eggin klekjast út verða nýklakin grásleppuseyðin að sjá fyrir sér sjálf, og mörg lifa ekki af, en þau sem duga, snúa aftur nokkrum árum síðar til að halda hringrásinni gangandi.
--
R. Ég velti fyrir mér eggjunum og ber saman við kvenmannslíkamann. Grásleppa hrygnir um það bil 100.000 eggjum á ári en kona á þrítugs aldri á eftir um 100.000 egg.
J. Egg grásleppunnar og kvenmanns eru mjög ólík. Egg konunnar er um 0.2 mm í þvermáli en egg grásleppunnar 2.5 mm. Þú gætir komið fyrir um það bil 4500 kvenmannseggjum í einu grásleppueggi. Munurinn er svo sá að kvenmannsegg er einungis ein fruma og móðirin veitir allt annað á meðan egg grásleppunnar inniheldur alla þá næringu sem eggið þarfnast þar til það klekst út og í nokkra daga á eftir þar til seyðið nær sér í sína fyrstu máltíð.
///
The male comes to the coast early and finds a nice spot which he defends from other males, the female will then come along and select a mate and lay her eggs. The male fertilises them and the female leaves, never to return. The male will guard the eggs until they hatch. He will keep them clean, fanning them with his tail and fending off predators and removing any eggs which have died. When the eggs hatch, the newly hatched lumpfish now must fend for themselves, and many will not make it, but enough do who will return a few years later to continue the cycle.
--
R: I think of the eggs in comparison with the woman's body. The lumpfish lays 100.000 eggs a year but a woman in her thirties has left around 100.000 eggs.
J: A fish egg and a human egg are very different; a human ovum is about 0.2 mm in diameter while a lumpfish egg is about 2.5 mm. You could fit about 4500 human ovums inside one lumpfish egg. The difference is that the human ovum is a single cell, and the mother will provide everything else. While a lumpfish egg contains all the nutrition the developing embryo needs until it hatches and for a few days after hatching until it catches its first meal.
Rannveig Jónsdóttir (f. 1992) myndlistarmaður skapar innsetningarnar í blandaðri tækni sem spretta oftar en ekki út frá samtali rannsókna og skáldsskapar. Rannveig lauk BA prófi frá Listaháskóla Íslands, 2017 og MFA prófi frá Listaháskólanum í Malmö, 2019. Eftir nám í Svíþjóð starfaði hún um stund fyrir myndlistarmanninn Falke Pisano í Rotterdam áður en hún flutti á Ísafjörð þar sem hún býr nú og starfar. Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.
James Kennedy er líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Rannsóknir hans snúast aðallega um grásleppu og hann vinnur nú að því að skoða aldur og vöxt, hvernig stofninn fjölgar sér, tilfærslur milli svæða og breytingar á stofnstærð. Hann tekur líka þátt í að móta tillögur stofnunarinnar um leyfilegan heildarafla við grásleppuveiðar ár hvert. Hann er skoskur að uppruna en hefur búið á Íslandi í sjö ár.
......
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - KLAK - Duga eða drepast / HATCH - make or break 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
RANNVEIG JÓNSDÓTTIR MEÐ JAMES KENNEDY - KLAK - DUGA EÐA DREPAST // HATCH - MAKE OR BREAK
Karlinn mætir snemma á svæðið og finnur sér góðan blett sem hann ver fyrir öðrum körlum. Þá kemur konan, hún velur sér maka og hrygnir eggjum sínum. Karlinn frjóvgar eggin og konan fer og kemur aldrei aftur. Karlinn verður eftir og ver eggin þar til þau klekjast út. Hann heldur þeim hreinum með því að blaka sporðinum, ver þau fyrir rándýrum og fjarlægir dauð egg. Þegar eggin klekjast út verða nýklakin grásleppuseyðin að sjá fyrir sér sjálf, og mörg lifa ekki af, en þau sem duga, snúa aftur nokkrum árum síðar til að halda hringrásinni gangandi.
--
R. Ég velti fyrir mér eggjunum og ber saman við kvenmannslíkamann. Grásleppa hrygnir um það bil 100.000 eggjum á ári en kona á þrítugs aldri á eftir um 100.000 egg.
J. Egg grásleppunnar og kvenmanns eru mjög ólík. Egg konunnar er um 0.2 mm í þvermáli en egg grásleppunnar 2.5 mm. Þú gætir komið fyrir um það bil 4500 kvenmannseggjum í einu grásleppueggi. Munurinn er svo sá að kvenmannsegg er einungis ein fruma og móðirin veitir allt annað á meðan egg grásleppunnar inniheldur alla þá næringu sem eggið þarfnast þar til það klekst út og í nokkra daga á eftir þar til seyðið nær sér í sína fyrstu máltíð.
///
The male comes to the coast early and finds a nice spot which he defends from other males, the female will then come along and select a mate and lay her eggs. The male fertilises them and the female leaves, never to return. The male will guard the eggs until they hatch. He will keep them clean, fanning them with his tail and fending off predators and removing any eggs which have died. When the eggs hatch, the newly hatched lumpfish now must fend for themselves, and many will not make it, but enough do who will return a few years later to continue the cycle.
--
R: I think of the eggs in comparison with the woman's body. The lumpfish lays 100.000 eggs a year but a woman in her thirties has left around 100.000 eggs.
J: A fish egg and a human egg are very different; a human ovum is about 0.2 mm in diameter while a lumpfish egg is about 2.5 mm. You could fit about 4500 human ovums inside one lumpfish egg. The difference is that the human ovum is a single cell, and the mother will provide everything else. While a lumpfish egg contains all the nutrition the developing embryo needs until it hatches and for a few days after hatching until it catches its first meal.
Rannveig Jónsdóttir (f. 1992) myndlistarmaður skapar innsetningarnar í blandaðri tækni sem spretta oftar en ekki út frá samtali rannsókna og skáldsskapar. Rannveig lauk BA prófi frá Listaháskóla Íslands, 2017 og MFA prófi frá Listaháskólanum í Malmö, 2019. Eftir nám í Svíþjóð starfaði hún um stund fyrir myndlistarmanninn Falke Pisano í Rotterdam áður en hún flutti á Ísafjörð þar sem hún býr nú og starfar. Rannveig hefur tekið þátt í sýningum bæði hér á landi og erlendis.
James Kennedy er líffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. Rannsóknir hans snúast aðallega um grásleppu og hann vinnur nú að því að skoða aldur og vöxt, hvernig stofninn fjölgar sér, tilfærslur milli svæða og breytingar á stofnstærð. Hann tekur líka þátt í að móta tillögur stofnunarinnar um leyfilegan heildarafla við grásleppuveiðar ár hvert. Hann er skoskur að uppruna en hefur búið á Íslandi í sjö ár.
......
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
CARBON – KOLEFNI - vísindi listanna / listin í vísindunum
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
BJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR MEÐ SIGRÍÐI SIF GYLFADÓTTUR - "PASSA FJALL"
Stundum eru speglar notaðir til að fylgjast með hreyfingum fjallshlíða. Þá er staðsetning þeirra mæld með landmælingartæki sem skýtur geisla í speglana og mælir breytingar á fjarlægð í þá.
Vísindafólk mælir með því að við pössum fjöllin okkar og fylgjumst með hugsanlegum breytingum í hlíðum þess. Það telur að það séu allar líkur á því að fjöll geti hrunið þó það sé alls ekkert víst að þau geri það. Það er eðli óvissunnar að við getum aldrei eytt henni. Vísindafólk bendir á að jörðin sé á hreyfingu undir fótum okkar og sá heimur sem við höfum alltaf þekkt er rétt andartak í tilverunni.
Það er samt mikilvægt að halda áfram að hella upp á, sofa út og skokka.
Sigríður Sif Gylfadóttir er eðlisfræðingur og vinnur á Snjóflóðasetri Veðurstofu Íslands á Ísafirði. Hún sinnir hættumati vegna snjóflóða og skriðna og sérhæfir sig í líkanreikningum. Þeir geta gefið mikilvægar upplýsingar um áhrifasvæði og eyðileggingarmátt náttúruhamfara, sem leitast er við að kortleggja með hættumati.
Björg Sveinbjörnsdóttir er kennari og listamaður sem rekur Hversdagssafnið á Ísafirði. Hún kennir félagsvísindi og ýmsar skapandi greinar í Menntaskólanum á Ísafirði og sækir jafnan innblástur sinn í samfélagið og tungumálið í listsköpun sinni.
.........
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
BJÖRG SVEINBJÖRNSDÓTTIR MEÐ SIGRÍÐI SIF GYLFADÓTTUR - "PASSA FJALL"
Stundum eru speglar notaðir til að fylgjast með hreyfingum fjallshlíða. Þá er staðsetning þeirra mæld með landmælingartæki sem skýtur geisla í speglana og mælir breytingar á fjarlægð í þá.
Vísindafólk mælir með því að við pössum fjöllin okkar og fylgjumst með hugsanlegum breytingum í hlíðum þess. Það telur að það séu allar líkur á því að fjöll geti hrunið þó það sé alls ekkert víst að þau geri það. Það er eðli óvissunnar að við getum aldrei eytt henni. Vísindafólk bendir á að jörðin sé á hreyfingu undir fótum okkar og sá heimur sem við höfum alltaf þekkt er rétt andartak í tilverunni.
Það er samt mikilvægt að halda áfram að hella upp á, sofa út og skokka.
Sigríður Sif Gylfadóttir er eðlisfræðingur og vinnur á Snjóflóðasetri Veðurstofu Íslands á Ísafirði. Hún sinnir hættumati vegna snjóflóða og skriðna og sérhæfir sig í líkanreikningum. Þeir geta gefið mikilvægar upplýsingar um áhrifasvæði og eyðileggingarmátt náttúruhamfara, sem leitast er við að kortleggja með hættumati.
Björg Sveinbjörnsdóttir er kennari og listamaður sem rekur Hversdagssafnið á Ísafirði. Hún kennir félagsvísindi og ýmsar skapandi greinar í Menntaskólanum á Ísafirði og sækir jafnan innblástur sinn í samfélagið og tungumálið í listsköpun sinni.
.........
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
CARBON – KOLEFNI - vísindi listanna / listin í vísindunum
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
ÓLÖF DÓMHILDUR MEÐ GUÐBJÖRGU ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR - "ÞORSKURINN : VILJINN TIL AÐ LIFA AF"
Hvernig mælum við viljann til að lifa af? Er hægt að mæla það með latex klæddri sætri kartöflu?
Umhverfi hefur áhrif á hegðun og hegðun hefur áhrif á umhverfið?
Í vefveruleika dagsins í dag er mikilvægt að fylgja ákveðnum straumum til að eiga meiri möguleika á að lifa af. Þorskarnir og konunnar búa við ólíka veruleika og þekkingu. Útkoman verður eflaust ólík “raunveruleikanum” eða túlkun á þorskinum og tengsl við heiminn sem við búum í einhvers konar speglun.
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir er líffræðingur sem stundar rannsóknir á þróunarvistfræði fiska Þróunarvistfræði fjallar um samspil einstaklingsins og umhverfis. Hvernig einstaklingurinn bregst við umhverfinu með hegðun og hvernig áhrif það hefur á lifun einstaklingsins. Lifun einstaklingsins ákvarðar hvort tegundin lifir af umhverfisbreytingar og hvernig tegundin breytist.
Ólöf Dómhildur (1981) býr og starfar sem myndlistakona og kennari á Ísafirði. Nam myndlist við Listaháskóla Íslands, ljósmyndanám í Iðnskólanum í Reykjavík og MA námi í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýningum síðast liðin 20 ár bæði erlendis og heima. Ólöf Dómhildur hefur einnig verið mjög virk í menningarlífinu og tekið þátt í að skipuleggja menningarhátíðir, uppákomur og sýningar.
........
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
ÓLÖF DÓMHILDUR MEÐ GUÐBJÖRGU ÁSTU ÓLAFSDÓTTUR - "ÞORSKURINN : VILJINN TIL AÐ LIFA AF"
Hvernig mælum við viljann til að lifa af? Er hægt að mæla það með latex klæddri sætri kartöflu?
Umhverfi hefur áhrif á hegðun og hegðun hefur áhrif á umhverfið?
Í vefveruleika dagsins í dag er mikilvægt að fylgja ákveðnum straumum til að eiga meiri möguleika á að lifa af. Þorskarnir og konunnar búa við ólíka veruleika og þekkingu. Útkoman verður eflaust ólík “raunveruleikanum” eða túlkun á þorskinum og tengsl við heiminn sem við búum í einhvers konar speglun.
Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir er líffræðingur sem stundar rannsóknir á þróunarvistfræði fiska Þróunarvistfræði fjallar um samspil einstaklingsins og umhverfis. Hvernig einstaklingurinn bregst við umhverfinu með hegðun og hvernig áhrif það hefur á lifun einstaklingsins. Lifun einstaklingsins ákvarðar hvort tegundin lifir af umhverfisbreytingar og hvernig tegundin breytist.
Ólöf Dómhildur (1981) býr og starfar sem myndlistakona og kennari á Ísafirði. Nam myndlist við Listaháskóla Íslands, ljósmyndanám í Iðnskólanum í Reykjavík og MA námi í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og einkasýningum síðast liðin 20 ár bæði erlendis og heima. Ólöf Dómhildur hefur einnig verið mjög virk í menningarlífinu og tekið þátt í að skipuleggja menningarhátíðir, uppákomur og sýningar.
........
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
CARBON – KOLEFNI - vísindi listanna / listin í vísindunum
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
JÓN SIGURPÁLSSON MEÐ CRISTIAN GALLO -
"HANDAN VIÐ HAFDJÚPIN BLÁU - BEYOND THE BLUE OCEANS DEEP AND WIDE".
Handan við hafdjúpin bláu. Larus hyperboreus hefur svipaða rödd og svartbakur en skrækari með hrjúft, geltandi „ák“ og djúpt, kokkennt „ga-ga-ga“ og langdregin mjálmandi hljóð.
Jón Sigurpálsson (1954) býr og starfar á Ísafirði. Menntaði sig til myndlistar í Reykjavík og Hollandi og hefur sýnt verk sín á sýningum hér heima og erlendis á fjórða áratug.
Cristian Gallo er vistfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Hann starfar við vöktun og rannsóknir á dýralífi fjara og sjávarbotns, skordýrum og fuglum. Vetrarfugla-, bjargfugla- og mófugla-vaktanir eru meðal þeirra verkefna sem hann sinnir tengdum fuglum en síðasta sumar byrjaði hann jafnframt að fylgjast með stofnstærð kría og hvítmáfa á Vestfjörðum.
........
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
JÓN SIGURPÁLSSON MEÐ CRISTIAN GALLO -
"HANDAN VIÐ HAFDJÚPIN BLÁU - BEYOND THE BLUE OCEANS DEEP AND WIDE".
Handan við hafdjúpin bláu. Larus hyperboreus hefur svipaða rödd og svartbakur en skrækari með hrjúft, geltandi „ák“ og djúpt, kokkennt „ga-ga-ga“ og langdregin mjálmandi hljóð.
Jón Sigurpálsson (1954) býr og starfar á Ísafirði. Menntaði sig til myndlistar í Reykjavík og Hollandi og hefur sýnt verk sín á sýningum hér heima og erlendis á fjórða áratug.
Cristian Gallo er vistfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða. Hann starfar við vöktun og rannsóknir á dýralífi fjara og sjávarbotns, skordýrum og fuglum. Vetrarfugla-, bjargfugla- og mófugla-vaktanir eru meðal þeirra verkefna sem hann sinnir tengdum fuglum en síðasta sumar byrjaði hann jafnframt að fylgjast með stofnstærð kría og hvítmáfa á Vestfjörðum.
........
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
CARBON – KOLEFNI - vísindi listanna / listin í vísindunum
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
NÍNA IVANOVA MEÐ KRISTJÁNI JÓNSSYNI - ,,TRÉ OG SKÓGAR - TREES AND FORESTS."
Raða upp nokkrum trégræðlingum í línu og þá kemur skógur? Rangt.
Skógurinn er mun flóknara fyrirbæri og kerfi en við erum vön að hugsa. Oxygen, Photosynthesis, Harpex, Fungus: fullt af alvarlegum orðum ... og óvanur maður er fljótur að týnast í skóginum. Til að gera trjáræktarástríðu sýnilegri mun listakonan þýða sumt af hugtökunum í myndmál í formi uppsetningar.
Við manneskjur sem samkenndarverur erum mun fljótari að bregðast við tilfinningum en við hugsunum. Eigum við ekki að reyna að gera bæði?
Nína er Ísfirðingur sem fæddist í Moskvu.
Hún nam list sína í Rússlandi, Þýskalandi og á Íslandi og hefur starfað sem myndlistarkona í sömu löndum.
Meðfram störfum myndlistarkonunnar hefur hún stundað veður- og norðurljósaathuganir í Æðey, leiðsögumennsku á Vestfjörðum, veiðiskap og verslunarstjórastörf á Landmannaafrétti.
Kristján er skógræktarráðgjafi, vísindamenn gætu fett fingur út í að titla hann vísindamann verandi Skógræktarráðgjafi/ Forestry advisor en hann tekur líka þátt í mælingum og úttektum.
.....
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
NÍNA IVANOVA MEÐ KRISTJÁNI JÓNSSYNI - ,,TRÉ OG SKÓGAR - TREES AND FORESTS."
Raða upp nokkrum trégræðlingum í línu og þá kemur skógur? Rangt.
Skógurinn er mun flóknara fyrirbæri og kerfi en við erum vön að hugsa. Oxygen, Photosynthesis, Harpex, Fungus: fullt af alvarlegum orðum ... og óvanur maður er fljótur að týnast í skóginum. Til að gera trjáræktarástríðu sýnilegri mun listakonan þýða sumt af hugtökunum í myndmál í formi uppsetningar.
Við manneskjur sem samkenndarverur erum mun fljótari að bregðast við tilfinningum en við hugsunum. Eigum við ekki að reyna að gera bæði?
Nína er Ísfirðingur sem fæddist í Moskvu.
Hún nam list sína í Rússlandi, Þýskalandi og á Íslandi og hefur starfað sem myndlistarkona í sömu löndum.
Meðfram störfum myndlistarkonunnar hefur hún stundað veður- og norðurljósaathuganir í Æðey, leiðsögumennsku á Vestfjörðum, veiðiskap og verslunarstjórastörf á Landmannaafrétti.
Kristján er skógræktarráðgjafi, vísindamenn gætu fett fingur út í að titla hann vísindamann verandi Skógræktarráðgjafi/ Forestry advisor en hann tekur líka þátt í mælingum og úttektum.
.....
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir.
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
CARBON – KOLEFNI - vísindi listanna / listin í vísindunum
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
GUNNAR JÓNSSON MEÐ DAN GOVONI: ,,LIVER OF THE RIVER - VÆNGSTÍFÐ VON".
,,Stundum er talað um hyporheic svæðið (árbotninn) sem lifur árinnar, búsvæði neðanstraums þar sem fjölbreytt samfélag þrífst og næringarefni eru unnin og skilað upp í strauminn. Þegar hitastigið vex fer kerfið úr jafnvægi og fæðuruglingur á sér stað (trophic mismatch), fæðuvefurinn missir fjölbreytileika sinn og efnaskiptin geta öll magnast þar til kerfið hrynur. Would you rather hardly work but work hard or work hard and hardly work?’’
Gunnar Jónsson er fæddur í Reykjavík árið 1988 en ólst upp á Ísafirði og býr þar og starfar í dag. Gunnar lauk BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum rannsakar hann eigin uppruna, sjálfsmynd og umhverfi. Gunnar vinnur meðal annars með vídeó, ljósmyndir og tónlist. Hann er virkur í ýmsu félagsstarfi og er m.a. starfandi formaður Reykvíkingafélagsins á Ísafirði ásamt því að kenna eldri borgurum bæjarins vatnslitun.
Dan Govoni er fæddur í Des Moines, Iowa, Bandaríkjunum árið 1982 en býr nú og starfar á Ísafirði. Hann er ferskvatnsvistfræðingur og rannsakar hlutverk hitastigs í uppbyggingu straumsamfélaga og matarvefja. Rannsóknir hans nýta sér sérstöðu íslensks landslags og náttúrulegar öfgar í hitastigi sem eru fyrir hendi vegna mismunandi áhrifa jarðhita á ferskvatn í lækjum og ám. Hann er með MS í vatnalíffræði frá Hólaskóla í Skagafirði; BA í dýrafræði frá Southern Illinois University-Carbondale; BA í sálfræði frá Drake háskólanum í Des Moines, Iowa; og stundar nú doktorsnám í líffræði við Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann í Alaska Fairbanks, Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun.
.......
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
GUNNAR JÓNSSON MEÐ DAN GOVONI: ,,LIVER OF THE RIVER - VÆNGSTÍFÐ VON".
,,Stundum er talað um hyporheic svæðið (árbotninn) sem lifur árinnar, búsvæði neðanstraums þar sem fjölbreytt samfélag þrífst og næringarefni eru unnin og skilað upp í strauminn. Þegar hitastigið vex fer kerfið úr jafnvægi og fæðuruglingur á sér stað (trophic mismatch), fæðuvefurinn missir fjölbreytileika sinn og efnaskiptin geta öll magnast þar til kerfið hrynur. Would you rather hardly work but work hard or work hard and hardly work?’’
Gunnar Jónsson er fæddur í Reykjavík árið 1988 en ólst upp á Ísafirði og býr þar og starfar í dag. Gunnar lauk BA-prófi í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012. Í verkum sínum rannsakar hann eigin uppruna, sjálfsmynd og umhverfi. Gunnar vinnur meðal annars með vídeó, ljósmyndir og tónlist. Hann er virkur í ýmsu félagsstarfi og er m.a. starfandi formaður Reykvíkingafélagsins á Ísafirði ásamt því að kenna eldri borgurum bæjarins vatnslitun.
Dan Govoni er fæddur í Des Moines, Iowa, Bandaríkjunum árið 1982 en býr nú og starfar á Ísafirði. Hann er ferskvatnsvistfræðingur og rannsakar hlutverk hitastigs í uppbyggingu straumsamfélaga og matarvefja. Rannsóknir hans nýta sér sérstöðu íslensks landslags og náttúrulegar öfgar í hitastigi sem eru fyrir hendi vegna mismunandi áhrifa jarðhita á ferskvatn í lækjum og ám. Hann er með MS í vatnalíffræði frá Hólaskóla í Skagafirði; BA í dýrafræði frá Southern Illinois University-Carbondale; BA í sálfræði frá Drake háskólanum í Des Moines, Iowa; og stundar nú doktorsnám í líffræði við Háskóla Íslands í samvinnu við Háskólann í Alaska Fairbanks, Háskólann á Hólum og Hafrannsóknastofnun.
.......
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
CARBON – KOLEFNI - vísindi listanna / listin í vísindunum
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
PÉTUR GUÐMUNDSSON OG THERESA HENKE: INNRÁS FLUNDRU Í FERSKVATNI
Theresa Henke er þýskur doktorsnemi sem hefur verið búsett á Ísafirði síðan 2016. Eftir að hún lauk mastersnámi við Háskólasetur Vestfjarða hefur hún haldið áfram rannsóknum sínum við rannsóknarstöð Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Rannsóknir hennar snúast um innrás flundru (Platichthys flesus) í íslenskum vötnum. Með því að nota mismunandi verkfæri, þar á meðal þátttöku almennra borgara (citizen science), erfðagreiningu (genetics analysis) og fjarnema fyrir hljóð (acoustic telemetry) kannar hún mismunandi þætti í nýtilkominni tilvist flundrunnar í íslensku ferskvatni til að skilja hvaða áhrif nærvera tegundarinnar hefur á umhverfið sem og á menn. Pétur Guðmundsson er ísfirskur myndlistarmaður, sem fagnar því að vera boðið að taka þátt í gluggaraðsýningum í Gallerí Úthverfu, þar sem saman vinna vísindamenn og listamenn.
,,Kolefni er lífsnauðsynlegt frumefni, sem hefur fengið á sig vont orð vegna mengunar, kolefnisspor.
En Kolefnið eitt er ekki vandinn
ekkert mál að út- og and'inn
En þegar of mikið O
Tengist C, sko
Þá laus hann verður sjálfur fjandinn.
Innrás flundru - Útrás hugmynda. Myndin í glugganum er fjőltákna mynd unnin með kolefni. Kveikjan er rannsóknir Theresu Henke á innrás flundru á strendur Íslands.’’
……………………
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir - sími: 618 6701 og netfang: [email protected]
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
10.3 – 30.3 og 6.5 - 1.6 2021
1 - Innrás flundru í ferskvatni 10.3 – 16.3
Pétur Guðmundsson með Theresu Henke
2 - Líffræði ferskvatns: ,,Liver of the river – Vængstífð von’’ 17.3 – 23.3
Gunnar Jónsson með Daniel Govoni
3 - Tré og skógar 25.3 – 30.3
Nína Ivanova með Kristjáni Jónssyni
4 - Fuglalíf 6.5 – 11.5
Jón Sigurpálsson með Cristiani Gallo
5 - Þorskurinn : Viljinn til að lifa af 13.5 – 18.5
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir með Guðbjörgu Ástu Ólafsdóttur
6 - Að passa fjöllin sín 20.5 – 25.5
Björg Sveinbjörnsdóttir með Sigríði Sif Gylfadóttur
7 - Grásleppa 27.5 – 1.6
Rannveig Jónsdóttir með James Kennedy
---
Rannsóknastjóri Háskólaseturs Vestfjarða Dr. Catherine P. Chambers og gestavinnustofur ArtsIceland ásamt Galleríi Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði hafa unnið saman um nokkurt skeið að undirbúningi verkefnisins CARBON - KOLEFNI.
Markmið verkefnisins er að leiða saman fólk á vísinda- og listasviðinu til samvinnu um ýmis rannsóknarverkefni og miðla afrakstri samvinnunnar til almennings með sýningum og margvíslegum öðrum miðlunarleiðum. Tilgangurinn er m.a. að gefa vestfirsku listafólki fleiri tækifæri til að þróa og sýna verk sín og gera vinnu þeirra sem starfa í vísindasamfélagi Vestfjarða sýnilegri og styrkja með því vestfirskt rannsóknasamfélag. Gluggasýningarnar í Úthverfu er einungis fyrsti hluti verkefnisins sem mun taka á sig fleiri birtingarmyndir á næstu misserum.
PÉTUR GUÐMUNDSSON OG THERESA HENKE: INNRÁS FLUNDRU Í FERSKVATNI
Theresa Henke er þýskur doktorsnemi sem hefur verið búsett á Ísafirði síðan 2016. Eftir að hún lauk mastersnámi við Háskólasetur Vestfjarða hefur hún haldið áfram rannsóknum sínum við rannsóknarstöð Háskóla Íslands á Vestfjörðum. Rannsóknir hennar snúast um innrás flundru (Platichthys flesus) í íslenskum vötnum. Með því að nota mismunandi verkfæri, þar á meðal þátttöku almennra borgara (citizen science), erfðagreiningu (genetics analysis) og fjarnema fyrir hljóð (acoustic telemetry) kannar hún mismunandi þætti í nýtilkominni tilvist flundrunnar í íslensku ferskvatni til að skilja hvaða áhrif nærvera tegundarinnar hefur á umhverfið sem og á menn. Pétur Guðmundsson er ísfirskur myndlistarmaður, sem fagnar því að vera boðið að taka þátt í gluggaraðsýningum í Gallerí Úthverfu, þar sem saman vinna vísindamenn og listamenn.
,,Kolefni er lífsnauðsynlegt frumefni, sem hefur fengið á sig vont orð vegna mengunar, kolefnisspor.
En Kolefnið eitt er ekki vandinn
ekkert mál að út- og and'inn
En þegar of mikið O
Tengist C, sko
Þá laus hann verður sjálfur fjandinn.
Innrás flundru - Útrás hugmynda. Myndin í glugganum er fjőltákna mynd unnin með kolefni. Kveikjan er rannsóknir Theresu Henke á innrás flundru á strendur Íslands.’’
……………………
Sýningarstjóri er Heiðrún Viktorsdóttir - sími: 618 6701 og netfang: [email protected]
Uppbyggingarsjóður Vestfjarða, kol&salt ehf og Ísafjarðarbær styrkja verkefnið.
Jólasöluborð Úthverfu
21.11 - 23.12 2020
21.11 - 23.12 2020
Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar
DOUBLE ACCOUNTING
3.10 – 15.11 2020
DOUBLE ACCOUNTING
3.10 – 15.11 2020
Emma Heiðarsdóttir
Breytileg áform / Intentions Variable
29.8 – 26.9 2020
Breytileg áform / Intentions Variable
29.8 – 26.9 2020
FEROCIOUS GLITTER II
23.5 – 22.8 2020
Einar Þorsteinn - 23.5 – 7.6
Eyborg Guðmundsdóttir - 11.6 – 24.6
Hreinn Friðfinnsson/Sólon Guðmundsson – 27.6 – 12.7
Gabríela Friðriksdóttir 18.7 – 2.8
Donald Judd 8.8 – 22.8
23.5 – 22.8 2020
Einar Þorsteinn - 23.5 – 7.6
Eyborg Guðmundsdóttir - 11.6 – 24.6
Hreinn Friðfinnsson/Sólon Guðmundsson – 27.6 – 12.7
Gabríela Friðriksdóttir 18.7 – 2.8
Donald Judd 8.8 – 22.8
Britta Benno
Kvikul í landslagi / Becoming a Shape of a Land(Scape)
5. – 7.8 2020
Kvikul í landslagi / Becoming a Shape of a Land(Scape)
5. – 7.8 2020
Rósa Sigrún Jónsdóttir
AF JÖRÐU / FROM EARTH
13.3 – 5.5 2020
AF JÖRÐU / FROM EARTH
13.3 – 5.5 2020
Alina Orav
Circulation of solids
20.2 – 10.3. 2020
Circulation of solids
20.2 – 10.3. 2020
MǪRSUGUR 2020
24.12 2019 – 15.02 2020
24.12 - 29.12 ¤ Erika Irmler
30.12 - 04.01 ¤ Sookyung Bae
05.01 - 10.01 ¤ Snorri Ásmundsson
11.01 - 16.01 ¤ Anna Andrea Winther
17.01 - 22.01 ¤ Gabriel Esteban Molina
23.01 - 28.01 ¤ Helen Kirwan
29.01 - 03.02 ¤ Eunjung Hwang
04.02 - 09.02 ¤ Julia Hechtman
10.02 - 15.02 ¤ Megan Arnold
Erika Irmler was born in Spain. She studied graphic design in Barcelona. After her graduation she moved to Switzerland where she continued her studies in Film at Geneva’s Art School, HEAD. Her work since then is mainly with still and moving images. Her work focuses on two main interests: Her desire to understand people, which she explores through their self-presentation and in discussing intimacy. And also, her relationship to landscape, which she captures as dramatic scenery.
In Erika Irmler and Alexa Andrey’s installation “Inside Dance” 20 dancers, professional and non-professional, dance to the music of their choice. The display is simple: a fixed camera, one take, no cuts. The video shown at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space is a selection of 12 of the 20 dancers.
Mǫrsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Mǫrsugur er dimmasti tími vetrarins þegar allur lífsandi liggur í dvala. Til að lýsa upp myrkrið munu níu listamenn sem dvelja eða hafa dvalið í gestavinnustofum ArtsIceland varpa verkum sínum á glugga Gallerís Úthverfu við Aðastræti á Ísafirði. Sýningin Mǫrsugur varir í rúmar sjö vikur og sýningar listamannanna standa í fimm daga hver. Gluggi Úthverfu mun taka á sig ýmsar myndir því listafólkið sýnir ýmist eitt eða fleiri verk og sýningarnar eru mismunandi upp byggðar.
Mǫrsugur is the third month of winter according to an old Icelandic calendar. Mǫrsugur is the darkest time of the year when all living breath lies in hibernation. To brighten up those dark weeks nine artists who currently stay or have stayed in ArtsIceland´s guest studios will project their works on the window of Gallerí úthverfa / Outvert Art Space in the center of Ísafjörður. The exhibition Mǫrsugur lasts for almost two months and the individual exhibitions last for five days each. During this time the Outvert Art Space window will take on various images as the nine contributions include one or more works and are structured in various ways.
24.12 2019 – 15.02 2020
24.12 - 29.12 ¤ Erika Irmler
30.12 - 04.01 ¤ Sookyung Bae
05.01 - 10.01 ¤ Snorri Ásmundsson
11.01 - 16.01 ¤ Anna Andrea Winther
17.01 - 22.01 ¤ Gabriel Esteban Molina
23.01 - 28.01 ¤ Helen Kirwan
29.01 - 03.02 ¤ Eunjung Hwang
04.02 - 09.02 ¤ Julia Hechtman
10.02 - 15.02 ¤ Megan Arnold
Erika Irmler was born in Spain. She studied graphic design in Barcelona. After her graduation she moved to Switzerland where she continued her studies in Film at Geneva’s Art School, HEAD. Her work since then is mainly with still and moving images. Her work focuses on two main interests: Her desire to understand people, which she explores through their self-presentation and in discussing intimacy. And also, her relationship to landscape, which she captures as dramatic scenery.
In Erika Irmler and Alexa Andrey’s installation “Inside Dance” 20 dancers, professional and non-professional, dance to the music of their choice. The display is simple: a fixed camera, one take, no cuts. The video shown at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space is a selection of 12 of the 20 dancers.
Mǫrsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Mǫrsugur er dimmasti tími vetrarins þegar allur lífsandi liggur í dvala. Til að lýsa upp myrkrið munu níu listamenn sem dvelja eða hafa dvalið í gestavinnustofum ArtsIceland varpa verkum sínum á glugga Gallerís Úthverfu við Aðastræti á Ísafirði. Sýningin Mǫrsugur varir í rúmar sjö vikur og sýningar listamannanna standa í fimm daga hver. Gluggi Úthverfu mun taka á sig ýmsar myndir því listafólkið sýnir ýmist eitt eða fleiri verk og sýningarnar eru mismunandi upp byggðar.
Mǫrsugur is the third month of winter according to an old Icelandic calendar. Mǫrsugur is the darkest time of the year when all living breath lies in hibernation. To brighten up those dark weeks nine artists who currently stay or have stayed in ArtsIceland´s guest studios will project their works on the window of Gallerí úthverfa / Outvert Art Space in the center of Ísafjörður. The exhibition Mǫrsugur lasts for almost two months and the individual exhibitions last for five days each. During this time the Outvert Art Space window will take on various images as the nine contributions include one or more works and are structured in various ways.
Leifur Ýmir Eyjólfsson
2.11 - 8.12 2019
2.11 - 8.12 2019
Rannveig Jónsdóttir & Karoline Sætre
28.09 - 27.10 2019
28.09 - 27.10 2019
Gabriel Esteban Molina
16.09 - 22.09 2019
16.09 - 22.09 2019
Þór Sigurþórsson
24.08 - 15.09 2019
24.08 - 15.09 2019
FEROCIOUS GLITTER
22.6 – 22.8 2019
Peter Schmidt - 22.6 – 4.7
Svava Skúladóttir - 7.7 – 18.7
Ingólfur Arnarsson – 20.7 – 2.8
Karin Sander – 3.8 – 10.8
Ragna Róbertsdóttir 11.8 – 22.8
Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku í ár eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Verkefnið samanstendur af tíu tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.
Sýning Rögnu Róbertsdóttur er fimmta sýningin í sýningaröðinni Ferocious Glitter og sú síðasta í þessum fyrri hluta raðarinnar. Á sýningunni verða myndir unnar með salti úr röðinni Saltscape 2012 - og gólfskúlptúr úr tilskornum hraunsteini sem hún vinnur inn í rýmið. Ragna sýndi síðast á Ísafirði árið 1993 í sama rými sem þá hét Slunkaríki. Á sýningunni vann Ragna með ýmis teikn í rýminu sem hún brást við með innsetningum.
Ragna Róbertsdóttir (f. 1945) er menntuð í myndlist á Íslandi og í Svíþjóð. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar á tíma Kurt Zier og Harðar Ágústssonar. Þá var enn lögð mikil áhersla á teikningu í skólanum og var nemendum þar kennt grundvallaratriði í beitingu ólíkrar tækni og miðla. Eftir að hafa lokið framhaldsnámi við Konst-fac skólanum í Stokkhólmi á árunum 1970-1971, tók Ragna þátt í vakningu sem varð meðal kvenna í myndlist á áttunda áratugnum. Þegar tók að líða á níunda áratuginn fór Ragna að gera list sína að þeirri sem hún er þekktust fyrir í dag. Þá urðu jarðefni ráðandi efniviður í verkum hennar en mörg þeirra eru gerð úr torfi og hraungrýti. Hún hefur aðallega sýnt á Íslandi en einnig í öðrum löndum, eins og Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Danmörku, Bretlandi og Noregi.
Árnið 2018 kom út vegleg bók um höfundarverk Rögnu og er bókin til sölu í Listaverkabókabúð Úthverfu við hliðina á galleríinu ásamt fleiri öndvegisritum um myndlist.
Frekari upplýsingar um verk Rögnu má nálgast á heimasíðu i8: https://i8.is/artists/39-ragna-robertsdottir/works/
Ferocious Glitter is a series of ten two-week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The five artists chosen for 2019 all have some connections to the town and its cultural history. The curator is Gavin Morrison.
The project will take the form of ten two-week exhibitions over the summers of 2019 and 2020 at Gallerí Úthverfa to create a contemporary and historical anthology of visual art in Ísafjörður. This rapid succession format is, in part, a response to the seasonal shifts in the northern latitudes, where the coming of summer, and it's lengthening of daylight hours, ushers in a frenetic pace of activity and productivity for its inhabitants. The mirroring of this energy in the exhibition format, in conjunction with the intense focus of the gallery space, is aimed to create a dynamic situation that allows the histories and contemporaneous work to be viewed intently but with a broader awareness of relationships between the town and the creativity it has fostered. The rapid turnover of the exhibitions will be documented through exhibition photographs, essays and interviews. At the conclusion of the project these will be collated into a publication that will reflect on the particular situation of Ísafjörður and those artists that have come there over time.
Ragna Róbertsdóttir´s exhibition is fifth in the Ferocious Glitter series and the last one in this year’s part of the series. On display are works made with salt from the Saltscape series (2012 -) and a sculpture installation made with cut lava. Ragna Róbertsdóttir had an exhibition in the same space (then Slunkaríki) in 1993. There she responded to various signs and marks in the exhibition space with installations using various media.
Ragna Róbertsdóttir (born 1945) is an Icelandic visual artist educated in Iceland and Sweden. In the seventies she took an active part in the feminist movement in art with a group of Iceland female artists. And in the early eighties she began working with the motives and the medium she is best known for today when she started using earh materials like turf and lava in her works. Her work has been exhibited extensively in Iceland as well as abroad in France, Switzerland, Germany, Denmark, Britain and Norway.
In 2018 the book Ragna Róbertsdóttir Works 1984-2017 came out. The book is on sale in Outvert Art bookstore next to the gallery.
More information about Ragna Róbertsdóttir and her work can be found on the Gallery i8 website: https://i8.is/artists/39-ragna-robertsdottir/works/
22.6 – 22.8 2019
Peter Schmidt - 22.6 – 4.7
Svava Skúladóttir - 7.7 – 18.7
Ingólfur Arnarsson – 20.7 – 2.8
Karin Sander – 3.8 – 10.8
Ragna Róbertsdóttir 11.8 – 22.8
Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku í ár eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Verkefnið samanstendur af tíu tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.
Sýning Rögnu Róbertsdóttur er fimmta sýningin í sýningaröðinni Ferocious Glitter og sú síðasta í þessum fyrri hluta raðarinnar. Á sýningunni verða myndir unnar með salti úr röðinni Saltscape 2012 - og gólfskúlptúr úr tilskornum hraunsteini sem hún vinnur inn í rýmið. Ragna sýndi síðast á Ísafirði árið 1993 í sama rými sem þá hét Slunkaríki. Á sýningunni vann Ragna með ýmis teikn í rýminu sem hún brást við með innsetningum.
Ragna Róbertsdóttir (f. 1945) er menntuð í myndlist á Íslandi og í Svíþjóð. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands á sjöunda áratug síðustu aldar á tíma Kurt Zier og Harðar Ágústssonar. Þá var enn lögð mikil áhersla á teikningu í skólanum og var nemendum þar kennt grundvallaratriði í beitingu ólíkrar tækni og miðla. Eftir að hafa lokið framhaldsnámi við Konst-fac skólanum í Stokkhólmi á árunum 1970-1971, tók Ragna þátt í vakningu sem varð meðal kvenna í myndlist á áttunda áratugnum. Þegar tók að líða á níunda áratuginn fór Ragna að gera list sína að þeirri sem hún er þekktust fyrir í dag. Þá urðu jarðefni ráðandi efniviður í verkum hennar en mörg þeirra eru gerð úr torfi og hraungrýti. Hún hefur aðallega sýnt á Íslandi en einnig í öðrum löndum, eins og Frakklandi, Sviss, Þýskalandi, Danmörku, Bretlandi og Noregi.
Árnið 2018 kom út vegleg bók um höfundarverk Rögnu og er bókin til sölu í Listaverkabókabúð Úthverfu við hliðina á galleríinu ásamt fleiri öndvegisritum um myndlist.
Frekari upplýsingar um verk Rögnu má nálgast á heimasíðu i8: https://i8.is/artists/39-ragna-robertsdottir/works/
Ferocious Glitter is a series of ten two-week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The five artists chosen for 2019 all have some connections to the town and its cultural history. The curator is Gavin Morrison.
The project will take the form of ten two-week exhibitions over the summers of 2019 and 2020 at Gallerí Úthverfa to create a contemporary and historical anthology of visual art in Ísafjörður. This rapid succession format is, in part, a response to the seasonal shifts in the northern latitudes, where the coming of summer, and it's lengthening of daylight hours, ushers in a frenetic pace of activity and productivity for its inhabitants. The mirroring of this energy in the exhibition format, in conjunction with the intense focus of the gallery space, is aimed to create a dynamic situation that allows the histories and contemporaneous work to be viewed intently but with a broader awareness of relationships between the town and the creativity it has fostered. The rapid turnover of the exhibitions will be documented through exhibition photographs, essays and interviews. At the conclusion of the project these will be collated into a publication that will reflect on the particular situation of Ísafjörður and those artists that have come there over time.
Ragna Róbertsdóttir´s exhibition is fifth in the Ferocious Glitter series and the last one in this year’s part of the series. On display are works made with salt from the Saltscape series (2012 -) and a sculpture installation made with cut lava. Ragna Róbertsdóttir had an exhibition in the same space (then Slunkaríki) in 1993. There she responded to various signs and marks in the exhibition space with installations using various media.
Ragna Róbertsdóttir (born 1945) is an Icelandic visual artist educated in Iceland and Sweden. In the seventies she took an active part in the feminist movement in art with a group of Iceland female artists. And in the early eighties she began working with the motives and the medium she is best known for today when she started using earh materials like turf and lava in her works. Her work has been exhibited extensively in Iceland as well as abroad in France, Switzerland, Germany, Denmark, Britain and Norway.
In 2018 the book Ragna Róbertsdóttir Works 1984-2017 came out. The book is on sale in Outvert Art bookstore next to the gallery.
More information about Ragna Róbertsdóttir and her work can be found on the Gallery i8 website: https://i8.is/artists/39-ragna-robertsdottir/works/
FEROCIOUS GLITTER
22.6 – 22.8 2019
Peter Schmidt - 22.6 – 4.7
Svava Skúladóttir - 7.7 – 18.7
Ingólfur Arnarsson – 20.7 – 2.8
Karin Sander – 3.8 – 10.8
Ragna Róbertsdóttir 11.8 – 22.8
Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku í ár eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Verkefnið samanstendur af tíu tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.
Sýning Karin Sander er fjórða sýningin í sýningaröðinni Ferocious Glitter. Á sýningunni verða verk úr röðinni Mailed Paintings (2004) og 4 Audio Pieces (2009). Mailed Painting er grunnaður strigi á blindramma sem er sendur á sýningar viðsvegar um heiminn. Á ferð sinni milli sýninga tekur óvarið verkið á sig ýmis ummerki flutninganna og skráir þannig sögu ferðalagsins. 4 Audio Pieces eru textaverk sem byggja á hljóðum sem fólk notar til uppfyllingar í talmáli. Verkin eru silkiþrykk á pappír unnin í samvinnu við Andreas Uebele.
Karin Sander sýndi síðast á Ísafirði árið 1998 í sama rými sem þá hét Slunkaríki. Á sýningunni voru ,,Hárteikningar‘‘ (Hair Drawings) sem hún vann á staðnum og notaðist við hár fólks sem á vegi hennar varð.
Karin Sander (f. 1957) er þýskur konsept-listamaður. Hún stundaði nám við Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttart og Independent Study Program - námsleiðina í Whitney-safninu í New York. Frá 1999 til 2007 var Sander Prófessor við Kunsthochschule Berlin-Weiβensee og frá 2007 hefur hún starfað sem prófessor í myndlist og arkitektúr við Swiss Technology Institute í Zürich í Sviss. Hún hefur einnig verið gestaprófessor við stofnanir eins og Akademie der Bildenden Künste í Karlsruhe, Staatliche Akademie der Bildenden Künste Stuttgart auk CalArts (California Institute of Arts, Los Angeles). Karin Sander er meðlimur í Deutscher Künstlerbund (Samband þýskra listamanna). Verk hennar hafa verið sýnd um allan heima, sérstaklega í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún býr og starfar í Berlín og Zürich.
www.karinsander.de
https://i8.is/artists/40-karin-sander/works/
Verkin eru fengin að láni hjá Pétri Arasyni og Rögnu Róbertsdóttur.
Ferocious Glitter is a series of ten two-week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The five artists chosen for 2019 all have some connections to the town and its cultural history. The curator is Gavin Morrison.
The project will take the form of ten two-week exhibitions over the summers of 2019 and 2020 at Gallerí Úthverfa to create a contemporary and historical anthology of visual art in Ísafjörður. This rapid succession format is, in part, a response to the seasonal shifts in the northern latitudes, where the coming of summer, and it's lengthening of daylight hours, ushers in a frenetic pace of activity and productivity for its inhabitants. The mirroring of this energy in the exhibition format, in conjunction with the intense focus of the gallery space, is aimed to create a dynamic situation that allows the histories and contemporaneous work to be viewed intently but with a broader awareness of relationships between the town and the creativity it has fostered. The rapid turnover of the exhibitions will be documented through exhibition photographs, essays and interviews. At the conclusion of the project these will be collated into a publication that will reflect on the particular situation of Ísafjörður and those artists that have come there over time.
Karin Sander´s exhibition is fourth in the Ferocious Glitter series. On display are Mailed Paintings (2004) and 4 Audio Pieces (2009). Mailed Paintings are primed canvases that have been mailed unwrapped to various exhibitions. Along the way their unprotected surfaces are covered with marks that visually transcribe the distance they travelled. 4 Audio Pieces are text works inspired by sounds that people make to fill in gaps while speaking. They are silk-screen prints on paper and made in collaboration with Andreas Uebele. Karin Sander had an exhibition in Slunkaríki in Ísafjörður in 1998. There she showed Hair Drawings that she worked on locally using hair from the people she met.
Karin Sander (born 1957) is a German conceptual artist. Karin Sander studied at Staatliche Akademie der Bildenden Künste in Stuttgart and at the Independent Study Program (I. S. P.) of the Whitney Museum in New York. From 1999 to 2007, Sander was a professor at the Kunsthochschule Berlin-Weißensee and since 2007 she holds a professorship of Art and Architecture at the Swiss Federal Institute of Technology, Zürich, Switzerland. She has also been a visiting professor at institutions such as Akademie der Bildenden Künste in Karlsruhe, Staatliche Akademie der Bildenden Künste Stuttgart as well as CalArts (California Institute of the Arts, Los Angeles). Karin Sander is a member of Deutscher Künstlerbund (Association of German Artists). Her work has been exhibited worldwide, particularly in Europe and the United States.
She lives and works in Berlin and Zurich.
www.karinsander.de
https://i8.is/artists/40-karin-sander/works/
The works in the exhibition are on loan from Pétur Arason and Ragna Róbertsdóttir
22.6 – 22.8 2019
Peter Schmidt - 22.6 – 4.7
Svava Skúladóttir - 7.7 – 18.7
Ingólfur Arnarsson – 20.7 – 2.8
Karin Sander – 3.8 – 10.8
Ragna Róbertsdóttir 11.8 – 22.8
Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku í ár eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Verkefnið samanstendur af tíu tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.
Sýning Karin Sander er fjórða sýningin í sýningaröðinni Ferocious Glitter. Á sýningunni verða verk úr röðinni Mailed Paintings (2004) og 4 Audio Pieces (2009). Mailed Painting er grunnaður strigi á blindramma sem er sendur á sýningar viðsvegar um heiminn. Á ferð sinni milli sýninga tekur óvarið verkið á sig ýmis ummerki flutninganna og skráir þannig sögu ferðalagsins. 4 Audio Pieces eru textaverk sem byggja á hljóðum sem fólk notar til uppfyllingar í talmáli. Verkin eru silkiþrykk á pappír unnin í samvinnu við Andreas Uebele.
Karin Sander sýndi síðast á Ísafirði árið 1998 í sama rými sem þá hét Slunkaríki. Á sýningunni voru ,,Hárteikningar‘‘ (Hair Drawings) sem hún vann á staðnum og notaðist við hár fólks sem á vegi hennar varð.
Karin Sander (f. 1957) er þýskur konsept-listamaður. Hún stundaði nám við Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttart og Independent Study Program - námsleiðina í Whitney-safninu í New York. Frá 1999 til 2007 var Sander Prófessor við Kunsthochschule Berlin-Weiβensee og frá 2007 hefur hún starfað sem prófessor í myndlist og arkitektúr við Swiss Technology Institute í Zürich í Sviss. Hún hefur einnig verið gestaprófessor við stofnanir eins og Akademie der Bildenden Künste í Karlsruhe, Staatliche Akademie der Bildenden Künste Stuttgart auk CalArts (California Institute of Arts, Los Angeles). Karin Sander er meðlimur í Deutscher Künstlerbund (Samband þýskra listamanna). Verk hennar hafa verið sýnd um allan heima, sérstaklega í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún býr og starfar í Berlín og Zürich.
www.karinsander.de
https://i8.is/artists/40-karin-sander/works/
Verkin eru fengin að láni hjá Pétri Arasyni og Rögnu Róbertsdóttur.
Ferocious Glitter is a series of ten two-week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The five artists chosen for 2019 all have some connections to the town and its cultural history. The curator is Gavin Morrison.
The project will take the form of ten two-week exhibitions over the summers of 2019 and 2020 at Gallerí Úthverfa to create a contemporary and historical anthology of visual art in Ísafjörður. This rapid succession format is, in part, a response to the seasonal shifts in the northern latitudes, where the coming of summer, and it's lengthening of daylight hours, ushers in a frenetic pace of activity and productivity for its inhabitants. The mirroring of this energy in the exhibition format, in conjunction with the intense focus of the gallery space, is aimed to create a dynamic situation that allows the histories and contemporaneous work to be viewed intently but with a broader awareness of relationships between the town and the creativity it has fostered. The rapid turnover of the exhibitions will be documented through exhibition photographs, essays and interviews. At the conclusion of the project these will be collated into a publication that will reflect on the particular situation of Ísafjörður and those artists that have come there over time.
Karin Sander´s exhibition is fourth in the Ferocious Glitter series. On display are Mailed Paintings (2004) and 4 Audio Pieces (2009). Mailed Paintings are primed canvases that have been mailed unwrapped to various exhibitions. Along the way their unprotected surfaces are covered with marks that visually transcribe the distance they travelled. 4 Audio Pieces are text works inspired by sounds that people make to fill in gaps while speaking. They are silk-screen prints on paper and made in collaboration with Andreas Uebele. Karin Sander had an exhibition in Slunkaríki in Ísafjörður in 1998. There she showed Hair Drawings that she worked on locally using hair from the people she met.
Karin Sander (born 1957) is a German conceptual artist. Karin Sander studied at Staatliche Akademie der Bildenden Künste in Stuttgart and at the Independent Study Program (I. S. P.) of the Whitney Museum in New York. From 1999 to 2007, Sander was a professor at the Kunsthochschule Berlin-Weißensee and since 2007 she holds a professorship of Art and Architecture at the Swiss Federal Institute of Technology, Zürich, Switzerland. She has also been a visiting professor at institutions such as Akademie der Bildenden Künste in Karlsruhe, Staatliche Akademie der Bildenden Künste Stuttgart as well as CalArts (California Institute of the Arts, Los Angeles). Karin Sander is a member of Deutscher Künstlerbund (Association of German Artists). Her work has been exhibited worldwide, particularly in Europe and the United States.
She lives and works in Berlin and Zurich.
www.karinsander.de
https://i8.is/artists/40-karin-sander/works/
The works in the exhibition are on loan from Pétur Arason and Ragna Róbertsdóttir
FEROCIOUS GLITTER
22.6 – 22.8 2019
Peter Schmidt - 22.6 – 4.7
Svava Skúladóttir - 7.7 – 18.7
Ingólfur Arnarsson – 20.7 – 1.8
Karin Sander – 3.8 – 10.8
Ragna Róbertsdóttir 11.8 – 22.8
Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku í ár eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Verkefnið samanstendur af tíu tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.
Sýning Ingólfs Arnarssonar er þriðja sýningin í sýningaröðinni Ferocious Glitter. Til sýnis eru blýantsteikningar, gerðar á árunum 2016-18. Þær eru unnar með fjölmörgum lögum af krossskyggingu, þéttriðnu neti fínna lína unnar með hörðu ritblýi. Myndirnar kalla fram flöktandi og fljótandi sýn hjá áhorfandanum. Hver teikning er sérheimur en saman mynda þær einn takt og heild.
Þetta er í þriðja sinn sem Ingólfur sýnir á þessum stað (áður Slunkaríki og nú Úthverfa) en hann var fyrstur til að sýna í Slunkaríki 1985 og hélt svo aftur sýningu 1995.
Ingólfur Arnarsson (f.1956) hefur verið virkur í íslensku listalífi á síðustu áratugum sem myndlistarmaður, kennari og sýningastjóri. Hann stundaði nám á Íslandi og í Hollandi á árunum 1976 til 1981. Af nýlegum sýningum má nefna Jarðhæð í Listasafni Reykjavíkur síðasta vetur og samsýningu hans og Sachiko M í Galleríi i8 árið 2014. Frá árinu 1992 hafa verk Ingólfs verið hluti fastasýningar listamiðstöðvarinnar Chinati Foundation í Marfa Texas sem stofnuð var af bandaríska listamanninum Donald Judd en Judd sýndi í Slunkaríki árið 1992. Ingólfur er einn af stofnfélögum Suðurgötu 7 og var meðstjórnandi sýningasalarins Önnur hæð ásamt Pétri Arasyni. Ingólfur var deildarstjóri fjöltæknideildar Myndlistar- og handíðaskólans á árunum 1983 til1993 og var prófessor við Listaháskóla Íslands á árunum 2010 til 2017.
Sjá nánar. https://i8.is/artists/130-ingolfur-arnarsson/works/ - Verkin eru fengin að láni frá Gallerí i8
Ferocious Glitter is a series of ten two-week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The five artists chosen for 2019 all have some connections to the town and its cultural history. The curator is Gavin Morrison.
The project will take the form of ten two-week exhibitions over the summers of 2019 and 2020 at Gallerí Úthverfa to create a contemporary and historical anthology of visual art in Ísafjörður. This rapid succession format is, in part, a response to the seasonal shifts in the northern latitudes, where the coming of summer, and it's lengthening of daylight hours, ushers in a frenetic pace of activity and productivity for its inhabitants. The mirroring of this energy in the exhibition format, in conjunction with the intense focus of the gallery space, is aimed to create a dynamic situation that allows the histories and contemporaneous work to be viewed intently but with a broader awareness of relationships between the town and the creativity it has fostered. The rapid turnover of the exhibitions will be documented through exhibition photographs, essays and interviews. At the conclusion of the project these will be collated into a publication that will reflect on the particular situation of Ísafjörður and those artists that have come there over time.
Ingólfur Arnarsson’s exhibition is the third in the Ferocious Glitter series. On display are pencil drawings, made in the years 2016-2018. They are made with a multitude of layers of cross-hatching, a finely woven net of thin lines made with hard pencil. The images evoke a flickering and floating vision within the viewer. Each drawing is unique but together they form one beat and one whole.
This is the third time that Ingólfur shows in this space (former Slunkaríki and now Úthverfa). He had the first exhibition when Slunkaríki opened in 1985 and had another exhibition in 1995.
Ingólfur Arnarsson (b. 1956) has been active on the Icelandic art scene for some decades, as an artist, teacher and curator. He studied art in Iceland and the Netherlands in the years 1976-1981. Recent exhibitions include Jarðhæð (Ground Level) of the Reykjavík Art Museum Hafnarhús in 2018 and his joint exhibition with Sachiko M in Gallery i8 in 2014. Since 1992 Ingólfur’s works have been part of the permanent exhibition at the Chinati Foundation’s Art Center in Marfa Texas which was founded by the American artist Donald Judd who had his first private exhibition in Iceland in Slunkaríki in 1992. Ingólfur is one of the founding members of Suðurgata 7 and co-directed Second Floor with Pétur Arason. Ingólfur was Head of Department at the School of Arts and Crafts in Reykjavík in 1983-1993 and Professor at the Iceland University of the Arts in 2010-2017.
For more information: https://i8.is/artists/130-ingolfur-arnarsson/works/ - The works are on loan from Gallery i8.
22.6 – 22.8 2019
Peter Schmidt - 22.6 – 4.7
Svava Skúladóttir - 7.7 – 18.7
Ingólfur Arnarsson – 20.7 – 1.8
Karin Sander – 3.8 – 10.8
Ragna Róbertsdóttir 11.8 – 22.8
Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku í ár eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Verkefnið samanstendur af tíu tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.
Sýning Ingólfs Arnarssonar er þriðja sýningin í sýningaröðinni Ferocious Glitter. Til sýnis eru blýantsteikningar, gerðar á árunum 2016-18. Þær eru unnar með fjölmörgum lögum af krossskyggingu, þéttriðnu neti fínna lína unnar með hörðu ritblýi. Myndirnar kalla fram flöktandi og fljótandi sýn hjá áhorfandanum. Hver teikning er sérheimur en saman mynda þær einn takt og heild.
Þetta er í þriðja sinn sem Ingólfur sýnir á þessum stað (áður Slunkaríki og nú Úthverfa) en hann var fyrstur til að sýna í Slunkaríki 1985 og hélt svo aftur sýningu 1995.
Ingólfur Arnarsson (f.1956) hefur verið virkur í íslensku listalífi á síðustu áratugum sem myndlistarmaður, kennari og sýningastjóri. Hann stundaði nám á Íslandi og í Hollandi á árunum 1976 til 1981. Af nýlegum sýningum má nefna Jarðhæð í Listasafni Reykjavíkur síðasta vetur og samsýningu hans og Sachiko M í Galleríi i8 árið 2014. Frá árinu 1992 hafa verk Ingólfs verið hluti fastasýningar listamiðstöðvarinnar Chinati Foundation í Marfa Texas sem stofnuð var af bandaríska listamanninum Donald Judd en Judd sýndi í Slunkaríki árið 1992. Ingólfur er einn af stofnfélögum Suðurgötu 7 og var meðstjórnandi sýningasalarins Önnur hæð ásamt Pétri Arasyni. Ingólfur var deildarstjóri fjöltæknideildar Myndlistar- og handíðaskólans á árunum 1983 til1993 og var prófessor við Listaháskóla Íslands á árunum 2010 til 2017.
Sjá nánar. https://i8.is/artists/130-ingolfur-arnarsson/works/ - Verkin eru fengin að láni frá Gallerí i8
Ferocious Glitter is a series of ten two-week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The five artists chosen for 2019 all have some connections to the town and its cultural history. The curator is Gavin Morrison.
The project will take the form of ten two-week exhibitions over the summers of 2019 and 2020 at Gallerí Úthverfa to create a contemporary and historical anthology of visual art in Ísafjörður. This rapid succession format is, in part, a response to the seasonal shifts in the northern latitudes, where the coming of summer, and it's lengthening of daylight hours, ushers in a frenetic pace of activity and productivity for its inhabitants. The mirroring of this energy in the exhibition format, in conjunction with the intense focus of the gallery space, is aimed to create a dynamic situation that allows the histories and contemporaneous work to be viewed intently but with a broader awareness of relationships between the town and the creativity it has fostered. The rapid turnover of the exhibitions will be documented through exhibition photographs, essays and interviews. At the conclusion of the project these will be collated into a publication that will reflect on the particular situation of Ísafjörður and those artists that have come there over time.
Ingólfur Arnarsson’s exhibition is the third in the Ferocious Glitter series. On display are pencil drawings, made in the years 2016-2018. They are made with a multitude of layers of cross-hatching, a finely woven net of thin lines made with hard pencil. The images evoke a flickering and floating vision within the viewer. Each drawing is unique but together they form one beat and one whole.
This is the third time that Ingólfur shows in this space (former Slunkaríki and now Úthverfa). He had the first exhibition when Slunkaríki opened in 1985 and had another exhibition in 1995.
Ingólfur Arnarsson (b. 1956) has been active on the Icelandic art scene for some decades, as an artist, teacher and curator. He studied art in Iceland and the Netherlands in the years 1976-1981. Recent exhibitions include Jarðhæð (Ground Level) of the Reykjavík Art Museum Hafnarhús in 2018 and his joint exhibition with Sachiko M in Gallery i8 in 2014. Since 1992 Ingólfur’s works have been part of the permanent exhibition at the Chinati Foundation’s Art Center in Marfa Texas which was founded by the American artist Donald Judd who had his first private exhibition in Iceland in Slunkaríki in 1992. Ingólfur is one of the founding members of Suðurgata 7 and co-directed Second Floor with Pétur Arason. Ingólfur was Head of Department at the School of Arts and Crafts in Reykjavík in 1983-1993 and Professor at the Iceland University of the Arts in 2010-2017.
For more information: https://i8.is/artists/130-ingolfur-arnarsson/works/ - The works are on loan from Gallery i8.
FEROCIOUS GLITTER
22.6 – 22.8 2019
Peter Schmidt - 22.6 – 4.7
Svava Skúladóttir - 7.7 – 18.7
Ingólfur Arnarsson – 20.7 – 1.8
Karin Sander – 3.8 – 10.8
Ragna Róbertsdóttir 11.8 – 22.8
Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Verkefnið samanstendur af fimm tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.
Texti um listakonuna fenginn að láni af heimsíðu Safnasafnsins:
Svava Skúladóttir [1909-2005] fæddist á Ísafirði 1909 og ólst þar upp uns móðir hennar andaðist 1937, þá flutti hún suður til Amalíu systur sinnar og eiginmanns hennar Halls Hallssonar, tannlæknis í Reykjavík, og vann á heimili þeirra meðal annars við uppeldi barna þeirra. Árið 1972 fékk hún íbúð til afnota hjá Öryrkjabandalagi Íslands í Hátúni 10a og undi sér þar vel.
Svava byrjaði fljótlega að stunda verkstæði hjá félagsstarfi eldri borgara í Norðurbrún 1, og þar vakti hún fljótt athygli kennara sinna fyrir sérstaka nálgun að efnum og aðferðum. Fyrstu árin leiðbeindi Valgerður Briem henni um meðferð vatnslita, síðan tók Helga Pálína Brynjólfsdóttir við og sagaði til litla viðarkubba eftir teikningum hennar, þekktar kirkjur og burstabæi, en einnig virkisbrýr og kastala. Undir handleiðslu Sigríðar Ágústsdóttur bjó Svava til tjáningarrík leirverk af miklum áhuga og krafti, svo sem konur með börn á höfðinu, peysufatafrúr, kaffistell, könnur og skálar, sem hrifu fólk vegna barnslegrar einlægni og útlits.
Stofnendur Safnasafnsins sáu verk Svövu fyrir tilviljun, keyptu allt sem þeir gátu og skipulögðu sýningar á verkum hennar í Nýlistasafninu 1991 og 1997. Vöktu þær mikla hrifningu meðal myndlistarmanna. Síðar gaf Sigríður Ágústsdóttir Safnasafninu fjölda verka sem hún hafði fengið hjá Svövu vinkonu sinni, en meginþorri verka Svövu er varðveittur í Safnasafninu. -
http://www.safnasafnid.is
Verkin á sýningunni eru fengin að láni hjá Safnasafninu og fjölskyldu frænda listakonunnar Gunnlaugs Jónassonar og konu hans Láru Gísladóttur.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Ferocious Glitter is a series of five two week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The five artists chosen all have some connections to the town and its cultural history. The curator is Gavin Morrison.
The project will take the form of fve back-to-back two week exhibitions at Gallerí Úthverfa, Ísafjörður, to create an anthology over the summers of 2019 and 2020. This rapid succession format is, in part, a response to the seasonal shifts in the northern latitudes, where the coming of summer, and it's lengthening of daylight hours, ushers in a frenetic pace of activity and productivity for its inhabitants. The mirroring of this energy in the exhibition format, in conjunction with the intense focus of the gallery space, is aimed to create a dynamic situation that allows the histories and contemporaneous work to be viewed intently but with a broader awareness of relationships between the town and the creativity it has fostered. The rapid turnover of the exhibitions will be documented through exhibition photographs, essays and interviews. At the conclusion of the project these will be collated into a publication that will reflect on the particular situation of Ísafjörður and those artists that have come there over time.
Svava Skúladóttir [1909-2005] was born and brought up in Ísafjörður. She started taking classes in watercolour, ceramics and wood-carving rather late in life and when the founders of The Icelandic Folk and Outsider Art Museum discovered her work, purchased what they could find and exhibited her work in The Living Art Museum in 1991 and 1997. 203 of Svava´s works are now preserved in The Icelandic Folk and Outsider Art Museum´s collection. - http://www.safnasafnid.is
All the works in this show are on loan from The Icelandic Folk and Outsider Art Museum and from Lára Gísladóttir and Gunnlaugur Jónason´s family collection of her work.
22.6 – 22.8 2019
Peter Schmidt - 22.6 – 4.7
Svava Skúladóttir - 7.7 – 18.7
Ingólfur Arnarsson – 20.7 – 1.8
Karin Sander – 3.8 – 10.8
Ragna Róbertsdóttir 11.8 – 22.8
Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku eiga sér allir tengingu við menningar- og myndlistarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Verkefnið samanstendur af fimm tveggja vikna löngum sýningum í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði sumarið 2019 og 2020. Auk sýninga með verkum Donald Judd, Peter Schmidt, Einars Þorsteins, Sólons Guðmundssonar og fleiri listamanna sem tengjast myndlistarsögu staðarins verða sýnd verk samtímalistamanna, bæði íslenskra og erlendra. Listamennirnir eru valdir með alþjóðleg tengsl bæjarins í gengum aldirnar í huga. Markið verkefnisins er að búa til krafmikla sýningu með örum skiptingum sem kallast á við sögu Ísafjarðar sem stjórnsýslu- og menningarmiðstöðvar um aldir og segir á einhvern hátt myndlistarsögu bæjarins síðustu áratugina og jafnvel lengur.
Texti um listakonuna fenginn að láni af heimsíðu Safnasafnsins:
Svava Skúladóttir [1909-2005] fæddist á Ísafirði 1909 og ólst þar upp uns móðir hennar andaðist 1937, þá flutti hún suður til Amalíu systur sinnar og eiginmanns hennar Halls Hallssonar, tannlæknis í Reykjavík, og vann á heimili þeirra meðal annars við uppeldi barna þeirra. Árið 1972 fékk hún íbúð til afnota hjá Öryrkjabandalagi Íslands í Hátúni 10a og undi sér þar vel.
Svava byrjaði fljótlega að stunda verkstæði hjá félagsstarfi eldri borgara í Norðurbrún 1, og þar vakti hún fljótt athygli kennara sinna fyrir sérstaka nálgun að efnum og aðferðum. Fyrstu árin leiðbeindi Valgerður Briem henni um meðferð vatnslita, síðan tók Helga Pálína Brynjólfsdóttir við og sagaði til litla viðarkubba eftir teikningum hennar, þekktar kirkjur og burstabæi, en einnig virkisbrýr og kastala. Undir handleiðslu Sigríðar Ágústsdóttur bjó Svava til tjáningarrík leirverk af miklum áhuga og krafti, svo sem konur með börn á höfðinu, peysufatafrúr, kaffistell, könnur og skálar, sem hrifu fólk vegna barnslegrar einlægni og útlits.
Stofnendur Safnasafnsins sáu verk Svövu fyrir tilviljun, keyptu allt sem þeir gátu og skipulögðu sýningar á verkum hennar í Nýlistasafninu 1991 og 1997. Vöktu þær mikla hrifningu meðal myndlistarmanna. Síðar gaf Sigríður Ágústsdóttir Safnasafninu fjölda verka sem hún hafði fengið hjá Svövu vinkonu sinni, en meginþorri verka Svövu er varðveittur í Safnasafninu. -
http://www.safnasafnid.is
Verkin á sýningunni eru fengin að láni hjá Safnasafninu og fjölskyldu frænda listakonunnar Gunnlaugs Jónassonar og konu hans Láru Gísladóttur.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Ferocious Glitter is a series of five two week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The five artists chosen all have some connections to the town and its cultural history. The curator is Gavin Morrison.
The project will take the form of fve back-to-back two week exhibitions at Gallerí Úthverfa, Ísafjörður, to create an anthology over the summers of 2019 and 2020. This rapid succession format is, in part, a response to the seasonal shifts in the northern latitudes, where the coming of summer, and it's lengthening of daylight hours, ushers in a frenetic pace of activity and productivity for its inhabitants. The mirroring of this energy in the exhibition format, in conjunction with the intense focus of the gallery space, is aimed to create a dynamic situation that allows the histories and contemporaneous work to be viewed intently but with a broader awareness of relationships between the town and the creativity it has fostered. The rapid turnover of the exhibitions will be documented through exhibition photographs, essays and interviews. At the conclusion of the project these will be collated into a publication that will reflect on the particular situation of Ísafjörður and those artists that have come there over time.
Svava Skúladóttir [1909-2005] was born and brought up in Ísafjörður. She started taking classes in watercolour, ceramics and wood-carving rather late in life and when the founders of The Icelandic Folk and Outsider Art Museum discovered her work, purchased what they could find and exhibited her work in The Living Art Museum in 1991 and 1997. 203 of Svava´s works are now preserved in The Icelandic Folk and Outsider Art Museum´s collection. - http://www.safnasafnid.is
All the works in this show are on loan from The Icelandic Folk and Outsider Art Museum and from Lára Gísladóttir and Gunnlaugur Jónason´s family collection of her work.
FEROCIOUS GLITTER
22.6 – 22.8 2019
Peter Schmidt - 22.6 – 4.7
Svava Skúladóttir - 7.7 – 18.7
Ingólfur Arnarsson – 20.7 – 1.8
Karin Sander – 3.8 – 10.8
Ragna Róbertsdóttir 11.8 – 22.8
Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku eiga sér allir tengingu við menningarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Peter Schmidt (1931-1980) var enskur listamaður af þýskum uppruna sem kom til Ísafjarðar 1978 til að vinna að list sinni og setja upp sýningu í Bóksafninu sem þá var í Sundhallarbyggingunni við Austurveg. Á meðan á dvölinni stóð skrifaði hann bréf til vinar síns tónlistarmannsins Brian Eno þar sem hann segir m.a. ,,Ísafjörður er lítill bær á flatri landspildu sem stingst út í fjörð, á báðar hliðar eru há fjöll. Stærðarhlutföllin eru villandi hérna... Það er frekar svalt og skýjað nær allan tímann, en það blikar grimmt á vatninu – svolítið eins og í Skotlandi bara sterkar‘‘. Heiti sýningaraðarinnar er fengið úr þessu textabroti.
Peter Schmidt og Brian Eno áttu sér langa sögu samvinnu, allt frá Oblique Strategies (1975), spilabúnka með setningum til hvatningar fyrir listamenn, til þess að vinna saman að hönnun umslaga fyrir plötur Eno, t.d. Taking Tiger Mountain (1974) og prentaðar myndir sem fylgdu plötunni Before and After Science (1977). Schmidt var virkur þátttakandi í ,,avant garde‘‘ listasenunni í London, með Eno, og var skáld, flutti raftónlist á sviði auk myndlistarinnar. Þó stóð hugur hans alla tíð til þess að mála, oft með vatnslitum, sem var óvenjulegt fyrir róttækan listamann í London á þeim tíma. Þessar vatnslitamyndir eru oftar en ekki af landslagi og hafa yfir sér loftkenndan blæ eins og úr öðrum heimi, og sem slíkar virðast þær nátengdar áhuga hans á Íslandi.
Á sýningunni eru nokkrar vatnslitamyndir sem hann málaði á meðan hann dvaldi á Ísafirði, auk sýnishorna af ljóðunum hans; plötu-umslög sem hann hannaði og listaverkabækur.
IIIIIIIIIIIIIII
Ferocious Glitter is a series of five two week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The five artists chosen all have some connections to the town and its cultural history. The curator is Gavin Morrison.
Peter Schmidt (1931-1980) was an English artist who first came to Ísafjörður in 1978 to spend time making work and to create an exhibition at The Library in Sundhöll. Also during that stay he wrote a letter to his friend the musician Brian Eno, in which he wrote, “Ísafjörður is a small town built on a piece of flat land which juts into a fjord, on either side of which are high mountains. Sizes are deceptive here... It is quite cool and cloudy most of the time, but the water has a ferocious glitter – rather like Scotland only more so” It is from this excerpt that this exhibition series takes its name. Schmidt and Eno had an extensive history of collaboration, from Oblique Strategies (1975), a deck of cards with creative prompts for artists, through to working on the design for Eno's record releases, such as the cover of Taking Tiger Mountain (1974) and offset prints which were included with the record Before and After Science (1977). Schmidt was part of the avant garde scene in London, with Eno, and was a poet, performer as well as an artist. Yet throughout his career he had an attention to painting, often in watercolours, a rather unexpected medium for a radical London artist at the time. These watercolours are often landscapes with an almost ethereal quality, and as such seem closely related to his interests in Iceland.
This exhibition draws together a number of the paintings which he made during his time in Ísafjörður, as well as examples of his poetry, record sleeves he designed and artist books which he made.
http://www.peterschmidtweb.com/
22.6 – 22.8 2019
Peter Schmidt - 22.6 – 4.7
Svava Skúladóttir - 7.7 – 18.7
Ingólfur Arnarsson – 20.7 – 1.8
Karin Sander – 3.8 – 10.8
Ragna Róbertsdóttir 11.8 – 22.8
Ferocious Glitter er röð stuttra sýninga í Gallerí Úthverfu / Outvert Art Space á Ísafirði. Listamennirnir fimm sem valdir hafa verið til þátttöku eiga sér allir tengingu við menningarsögu bæjarins. Sýningarstjóri er Gavin Morrison.
Peter Schmidt (1931-1980) var enskur listamaður af þýskum uppruna sem kom til Ísafjarðar 1978 til að vinna að list sinni og setja upp sýningu í Bóksafninu sem þá var í Sundhallarbyggingunni við Austurveg. Á meðan á dvölinni stóð skrifaði hann bréf til vinar síns tónlistarmannsins Brian Eno þar sem hann segir m.a. ,,Ísafjörður er lítill bær á flatri landspildu sem stingst út í fjörð, á báðar hliðar eru há fjöll. Stærðarhlutföllin eru villandi hérna... Það er frekar svalt og skýjað nær allan tímann, en það blikar grimmt á vatninu – svolítið eins og í Skotlandi bara sterkar‘‘. Heiti sýningaraðarinnar er fengið úr þessu textabroti.
Peter Schmidt og Brian Eno áttu sér langa sögu samvinnu, allt frá Oblique Strategies (1975), spilabúnka með setningum til hvatningar fyrir listamenn, til þess að vinna saman að hönnun umslaga fyrir plötur Eno, t.d. Taking Tiger Mountain (1974) og prentaðar myndir sem fylgdu plötunni Before and After Science (1977). Schmidt var virkur þátttakandi í ,,avant garde‘‘ listasenunni í London, með Eno, og var skáld, flutti raftónlist á sviði auk myndlistarinnar. Þó stóð hugur hans alla tíð til þess að mála, oft með vatnslitum, sem var óvenjulegt fyrir róttækan listamann í London á þeim tíma. Þessar vatnslitamyndir eru oftar en ekki af landslagi og hafa yfir sér loftkenndan blæ eins og úr öðrum heimi, og sem slíkar virðast þær nátengdar áhuga hans á Íslandi.
Á sýningunni eru nokkrar vatnslitamyndir sem hann málaði á meðan hann dvaldi á Ísafirði, auk sýnishorna af ljóðunum hans; plötu-umslög sem hann hannaði og listaverkabækur.
IIIIIIIIIIIIIII
Ferocious Glitter is a series of five two week exhibitions at Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space in Ísafjörður. The five artists chosen all have some connections to the town and its cultural history. The curator is Gavin Morrison.
Peter Schmidt (1931-1980) was an English artist who first came to Ísafjörður in 1978 to spend time making work and to create an exhibition at The Library in Sundhöll. Also during that stay he wrote a letter to his friend the musician Brian Eno, in which he wrote, “Ísafjörður is a small town built on a piece of flat land which juts into a fjord, on either side of which are high mountains. Sizes are deceptive here... It is quite cool and cloudy most of the time, but the water has a ferocious glitter – rather like Scotland only more so” It is from this excerpt that this exhibition series takes its name. Schmidt and Eno had an extensive history of collaboration, from Oblique Strategies (1975), a deck of cards with creative prompts for artists, through to working on the design for Eno's record releases, such as the cover of Taking Tiger Mountain (1974) and offset prints which were included with the record Before and After Science (1977). Schmidt was part of the avant garde scene in London, with Eno, and was a poet, performer as well as an artist. Yet throughout his career he had an attention to painting, often in watercolours, a rather unexpected medium for a radical London artist at the time. These watercolours are often landscapes with an almost ethereal quality, and as such seem closely related to his interests in Iceland.
This exhibition draws together a number of the paintings which he made during his time in Ísafjörður, as well as examples of his poetry, record sleeves he designed and artist books which he made.
http://www.peterschmidtweb.com/
Anna Andrea Winther
PÖNNUKÖKUVERKUN
8. - 17. júní 2019
,,Saltfiskvinnsla fyrri tíma á Ísafirði birtist mér einkum í gegnum myndir og landslag bæjarins. Ég sé fyrir mér konur standa í stöðvum við fjöruna. Þær taka við fisknum, þvo upp úr vatni með snöggum hreyfingum, salta og stafla. Flakið er svo lagt flatt á steinabreiðuna og því snúið reglulega meðan það þurrkast í sólinni. Loks er fisknum staflað í háar og myndarlegar stæður sem minna mig á múrvegg. Ég set hreyfingarnar þeirra í samhengi við hvernig amma mín bakar pönnukökur. Hún stendur við eldhúshelluna sem stillt er á lágan hita. Blandar þurrefnum í mjólk og hrærir saman. Hellir síðan deiginu sem mótast í þunnan flöt þegar hún handleikur smjörsmurða pönnuna. Hver á fætur annarri staflast pönnukökurnar upp og mynda háa stæðu á myndskreyttum diski.’’
PÖNNUKÖKUVERKUN Önnu Andreu Winther er gjörningur þar sem hún sviðsetur stöðvar byggðar á vinnuaðstöðu kvenna í saltfiskvinnslunni á Ísafirði á 19. og 20. öld og verkar pönnuköku uppskrift ömmu sinnar, sem ættuð er frá Ísafirði, samkvæmt þeim aðferðum. Hún gerir tilraun til þess að kynnast hálf framandi vinnu formæðra sinna í gegnum uppskrift sem er henni kunnug og kær. Í þessu ferli er ólíkum uppskriftum eða verkunarhefðum íslenkra kvenna frá mislangri fortíð fléttað saman.
Anna Andrea Winther (f. 1993) er íslensk myndlistakona sem starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2018 ásamt því að hafa lokið skiptinámi við Skúlptúrdeild Edinburgh College of Art. Einnig lauk hún starfsnámi hjá Önnu Rún Tryggvadóttur árið 2018. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum bæði innanlands og erlendis á borð við Arts In the Environment (Helsinki, FIN) og Út á tún (Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, ÍS) ásamt einkasýningunum Ein með engu (Sunnutorg, ÍS) og Skiljum ekki baun (Harbinger Gallery,ÍS). Pönnukökuverkunin er önnur einkasýning hennar eftir útskrift.
www.annawinther.com
Verkefnið er styrkt af Vestfjarðastofu, Myndlistarsjóði og ArtsIceland.
PÖNNUKÖKUVERKUN
8. - 17. júní 2019
,,Saltfiskvinnsla fyrri tíma á Ísafirði birtist mér einkum í gegnum myndir og landslag bæjarins. Ég sé fyrir mér konur standa í stöðvum við fjöruna. Þær taka við fisknum, þvo upp úr vatni með snöggum hreyfingum, salta og stafla. Flakið er svo lagt flatt á steinabreiðuna og því snúið reglulega meðan það þurrkast í sólinni. Loks er fisknum staflað í háar og myndarlegar stæður sem minna mig á múrvegg. Ég set hreyfingarnar þeirra í samhengi við hvernig amma mín bakar pönnukökur. Hún stendur við eldhúshelluna sem stillt er á lágan hita. Blandar þurrefnum í mjólk og hrærir saman. Hellir síðan deiginu sem mótast í þunnan flöt þegar hún handleikur smjörsmurða pönnuna. Hver á fætur annarri staflast pönnukökurnar upp og mynda háa stæðu á myndskreyttum diski.’’
PÖNNUKÖKUVERKUN Önnu Andreu Winther er gjörningur þar sem hún sviðsetur stöðvar byggðar á vinnuaðstöðu kvenna í saltfiskvinnslunni á Ísafirði á 19. og 20. öld og verkar pönnuköku uppskrift ömmu sinnar, sem ættuð er frá Ísafirði, samkvæmt þeim aðferðum. Hún gerir tilraun til þess að kynnast hálf framandi vinnu formæðra sinna í gegnum uppskrift sem er henni kunnug og kær. Í þessu ferli er ólíkum uppskriftum eða verkunarhefðum íslenkra kvenna frá mislangri fortíð fléttað saman.
Anna Andrea Winther (f. 1993) er íslensk myndlistakona sem starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2018 ásamt því að hafa lokið skiptinámi við Skúlptúrdeild Edinburgh College of Art. Einnig lauk hún starfsnámi hjá Önnu Rún Tryggvadóttur árið 2018. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum bæði innanlands og erlendis á borð við Arts In the Environment (Helsinki, FIN) og Út á tún (Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir, ÍS) ásamt einkasýningunum Ein með engu (Sunnutorg, ÍS) og Skiljum ekki baun (Harbinger Gallery,ÍS). Pönnukökuverkunin er önnur einkasýning hennar eftir útskrift.
www.annawinther.com
Verkefnið er styrkt af Vestfjarðastofu, Myndlistarsjóði og ArtsIceland.
Snorri Ásmundsson
ÓÐUR TIL ÍSAFJARÐAR
20.4 – 26.5 2019
Á sýningunni ÓÐUR TIL ÍSAFJARÐAR eru málverk og vídeó af persónum úr bæjarlífi og sögu Ísafjarðar. Snorri dvaldi í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði í tvær vikur í aðdraganda sýningarinnar og er hún innblásin af þeim hughrifum og þeirri upplifun sem hann varð fyrir.
Snorri Ásmundsson (f. 1966) leitast við að hafa áhrif á samfélagið með opinberum listauppákomum. Hann hefur síendurtekið hreyft við samfélaginu með fjölbreyttum og eftirtekatarverðum sýningum þar sem hann vinnur með samfélagsleg ,,tabú‘‘ sem tengjast m.a. pólítík og trúarbrögðum. Snorri ögrar félagslegum gildum og skoðar mörk náungans og sín eigin, en fylgist jafnfram grannt með viðbrögðum áhorfandans.
Snorri Ásmundsson´s exhibition ODE TO ÍSAFJÖRÐUR consist of some paintings and videos he worked on during his two week stay at the ArtsIceland residency in Ísafjörður. The exhibition is inspired by the impressions and emotions he has experienced during his stay.
Snorri Ásmundsson (born 1966) seeks to make a difference in society through public performances. He has often succeeded in raising avareness with intriguing projects where he works with social "taboos" related to politics and religion. He challenges societal standards and investigates his fellows´ and his own limitations, while paying close attention to the viewers responses.
ÓÐUR TIL ÍSAFJARÐAR
20.4 – 26.5 2019
Á sýningunni ÓÐUR TIL ÍSAFJARÐAR eru málverk og vídeó af persónum úr bæjarlífi og sögu Ísafjarðar. Snorri dvaldi í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði í tvær vikur í aðdraganda sýningarinnar og er hún innblásin af þeim hughrifum og þeirri upplifun sem hann varð fyrir.
Snorri Ásmundsson (f. 1966) leitast við að hafa áhrif á samfélagið með opinberum listauppákomum. Hann hefur síendurtekið hreyft við samfélaginu með fjölbreyttum og eftirtekatarverðum sýningum þar sem hann vinnur með samfélagsleg ,,tabú‘‘ sem tengjast m.a. pólítík og trúarbrögðum. Snorri ögrar félagslegum gildum og skoðar mörk náungans og sín eigin, en fylgist jafnfram grannt með viðbrögðum áhorfandans.
Snorri Ásmundsson´s exhibition ODE TO ÍSAFJÖRÐUR consist of some paintings and videos he worked on during his two week stay at the ArtsIceland residency in Ísafjörður. The exhibition is inspired by the impressions and emotions he has experienced during his stay.
Snorri Ásmundsson (born 1966) seeks to make a difference in society through public performances. He has often succeeded in raising avareness with intriguing projects where he works with social "taboos" related to politics and religion. He challenges societal standards and investigates his fellows´ and his own limitations, while paying close attention to the viewers responses.
Claudia Hausfeld
SURFACE TRANSFER
16.2 – 24.3 2019
Í verkunum á sýningunni "Surface Transfer" fæst Claudia Hausfeld við ljósmyndir og furðuleg tengsl þeirra við raunveruleikann. Hún leggur upp með að kryfja bók Vilém Flussers "Towards a Philosophy of Photography" og taka glósur sem hún setur fram sem myndir af hugsunum hans. Ljósmyndainnsetningin samanstendur af 30 handgerðum silfurprentverkum en með þeim kannar hún möguleikann á því að sigrast á fyrirframákveðinni virkni myndavélarinnar og tengja myndina við eigin staðbundnu tilvísun.
Claudia (f. 1980 í Berlín) setur spurningamerki við áreiðanleika ljósmyndarinnar og innbyggð tengsl hennar við raunveruleikann. Um þessar mundir einbeitir hún sér að ljósmyndatækni sem gefur svigrúm til að kanna og prófa kjarna greinarinnar. Claudia Hausfeld er útskrifuð með BA frá Listaháskóla Íslands og próf í ljósmyndun frá Listaháskólanum í Zürich í Sviss. Auk þess að vinna að eigin verkum starfrækir hún ljósmyndaverkstæði við Listaháskóla Íslands. Hún býr og starfar í Reykjavík.
In her exhibition “Surface Transfer”, Claudia Hausfeld deals with photography and its uncanny relationship to reality. As a point of departure she dissects Vilém Flussers book “Towards a Philosophy of Photography” by taking notes and turning them into images of his thoughts. Her photographic installation, consisting of 30 handmade silverprints, explores possibilities to overcome premeditated functions of the camera and to connect the image to its spatial referent.
Claudia (b.1980 in Berlin) questions the reliability of the photographic image and its inherent connection to reality. Her current focus lies with analogue techniques that allow photography to test and explore its own essence. She holds a BA from the Iceland Art Academy and a diploma in photography from the University of Fine Arts Zürich, Switzerland. Alongside her own work, she is managing the photography workshop at the Iceland Art Academy. She lives and works in Reykjavík.
SURFACE TRANSFER
16.2 – 24.3 2019
Í verkunum á sýningunni "Surface Transfer" fæst Claudia Hausfeld við ljósmyndir og furðuleg tengsl þeirra við raunveruleikann. Hún leggur upp með að kryfja bók Vilém Flussers "Towards a Philosophy of Photography" og taka glósur sem hún setur fram sem myndir af hugsunum hans. Ljósmyndainnsetningin samanstendur af 30 handgerðum silfurprentverkum en með þeim kannar hún möguleikann á því að sigrast á fyrirframákveðinni virkni myndavélarinnar og tengja myndina við eigin staðbundnu tilvísun.
Claudia (f. 1980 í Berlín) setur spurningamerki við áreiðanleika ljósmyndarinnar og innbyggð tengsl hennar við raunveruleikann. Um þessar mundir einbeitir hún sér að ljósmyndatækni sem gefur svigrúm til að kanna og prófa kjarna greinarinnar. Claudia Hausfeld er útskrifuð með BA frá Listaháskóla Íslands og próf í ljósmyndun frá Listaháskólanum í Zürich í Sviss. Auk þess að vinna að eigin verkum starfrækir hún ljósmyndaverkstæði við Listaháskóla Íslands. Hún býr og starfar í Reykjavík.
In her exhibition “Surface Transfer”, Claudia Hausfeld deals with photography and its uncanny relationship to reality. As a point of departure she dissects Vilém Flussers book “Towards a Philosophy of Photography” by taking notes and turning them into images of his thoughts. Her photographic installation, consisting of 30 handmade silverprints, explores possibilities to overcome premeditated functions of the camera and to connect the image to its spatial referent.
Claudia (b.1980 in Berlin) questions the reliability of the photographic image and its inherent connection to reality. Her current focus lies with analogue techniques that allow photography to test and explore its own essence. She holds a BA from the Iceland Art Academy and a diploma in photography from the University of Fine Arts Zürich, Switzerland. Alongside her own work, she is managing the photography workshop at the Iceland Art Academy. She lives and works in Reykjavík.
Mǫrsugur
12.12 2018 – 22.1 2019
Mǫrsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Mǫrsugur er dimmasti tími vetrarins þegar allur lífsandi liggur í dvala. Af því tilefni munu sex íslenskir listamenn varpa verkum sínum á glugga Gallerís Úthverfu við Aðalstræti á Ísafirði. Sýningin Mǫrsugur varir í sex vikur og er hver vika tileinkuð einum listamanni. Gluggi Úthverfu mun taka á sig ýmsar myndir því listafólkið sýnir ýmist eitt eða fleiri verk og sýningarnar eru mismunandi upp byggðar.
Arngrimur Sigurðsson 12.-18.des
Rakel McMahon 19.-25.des
Logi Leó Gunnarsson 26.des - 1.jan
Sigthora Odins 2.- 8.jan
Fritz Hendrik 9.-15.jan
Dagrún Aðalsteinsdóttir 16.-22.jan
12.12 2018 – 22.1 2019
Mǫrsugur er þriðji mánuður vetrar samkvæmt gömlu misseratali. Mǫrsugur er dimmasti tími vetrarins þegar allur lífsandi liggur í dvala. Af því tilefni munu sex íslenskir listamenn varpa verkum sínum á glugga Gallerís Úthverfu við Aðalstræti á Ísafirði. Sýningin Mǫrsugur varir í sex vikur og er hver vika tileinkuð einum listamanni. Gluggi Úthverfu mun taka á sig ýmsar myndir því listafólkið sýnir ýmist eitt eða fleiri verk og sýningarnar eru mismunandi upp byggðar.
Arngrimur Sigurðsson 12.-18.des
Rakel McMahon 19.-25.des
Logi Leó Gunnarsson 26.des - 1.jan
Sigthora Odins 2.- 8.jan
Fritz Hendrik 9.-15.jan
Dagrún Aðalsteinsdóttir 16.-22.jan
Maria & Natalia Petschatnikov
Learning to read Icelandic patterns ..
29.9 - 25.11 2018
,,Iceland from the first glance strikes us with its astonishing beauty. We feel like we've either landed on another planet or found ourselves inside a work of art. Our visual senses are stimulated to such a heightened degree, that we are starting to doubt the actual existence of this place and our presence in it, sometimes toying with an idea, that we've been pasted into the marvelous landscape by virtue of Photoshop... Our one month stay in Ísafjörður was a modest attempt to understand this place. We are learning to "read" the landscape, the people, their view on the rest of the world and on themselves. We were particularly interested in getting to know some local farmers, who were kind enough to let us glimpse into their unique world. Our discoveries are documented in forms of painterly sketches. We are inviting the viewers to step inside our “studio" and become a part of the project, that we most certainly will develop further.‘‘
www.petschatnikov.de
Learning to read Icelandic patterns ..
29.9 - 25.11 2018
,,Iceland from the first glance strikes us with its astonishing beauty. We feel like we've either landed on another planet or found ourselves inside a work of art. Our visual senses are stimulated to such a heightened degree, that we are starting to doubt the actual existence of this place and our presence in it, sometimes toying with an idea, that we've been pasted into the marvelous landscape by virtue of Photoshop... Our one month stay in Ísafjörður was a modest attempt to understand this place. We are learning to "read" the landscape, the people, their view on the rest of the world and on themselves. We were particularly interested in getting to know some local farmers, who were kind enough to let us glimpse into their unique world. Our discoveries are documented in forms of painterly sketches. We are inviting the viewers to step inside our “studio" and become a part of the project, that we most certainly will develop further.‘‘
www.petschatnikov.de
LJÓÐVAKA
24.08 – 26.08 2018
Tvö skáld, Brynjar Jóhannesson og Jón Örn Loðmfjörð, lesa upp úr óútgefnu ljóðahandriti og ritstýra hvorum öðrum í 48 tíma samfleytt. Textinn verður til í stöðugri endurskoðun og því síbreytilegur, hver upplestur á sama tíma frumflutningur á nýjustu útgáfu og tilefni til frekari endurskoðunar. Úr ferlinu verður til bók sem kemur út síðar.
....................
Two poets, Brynjar Jóhannesson and Jón Örn Loðmfjörð read from unpublished poetry manuscript and edit each others texts for 48 hours. The texts, everchaning and fluid, will be edited constantly throughout the 48 hour event. The results from the process will be puplished in a book later.
24.08 – 26.08 2018
Tvö skáld, Brynjar Jóhannesson og Jón Örn Loðmfjörð, lesa upp úr óútgefnu ljóðahandriti og ritstýra hvorum öðrum í 48 tíma samfleytt. Textinn verður til í stöðugri endurskoðun og því síbreytilegur, hver upplestur á sama tíma frumflutningur á nýjustu útgáfu og tilefni til frekari endurskoðunar. Úr ferlinu verður til bók sem kemur út síðar.
....................
Two poets, Brynjar Jóhannesson and Jón Örn Loðmfjörð read from unpublished poetry manuscript and edit each others texts for 48 hours. The texts, everchaning and fluid, will be edited constantly throughout the 48 hour event. The results from the process will be puplished in a book later.
Unnar Örn
Þættir úr náttúrusögu óeirðar || On the Natural History of Unrest
11.08 - 9.09 2018
Sýningin Þættir úr náttúrusögu óeirðar markar endalok vettvangsathugunar Unnars Arnars á sögu óeirðar hér á landi þar sem hann hefur kannað hvernig óeirð birtist í sameiginlegu minni þjóðarinnar með margvíslegum hætti. Unnar hefur beint sjónum að togstreitunni á milli opinberrar sögu samfélagsins og frásagna úr lífi einstaklinga í verkum sínum, en að undanförnu hefur hefur hann einblínt á birtingarmyndir af átökum og óhlýðni fjöldans. Verk með áþekku viðfangsefni voru m.a. í sýningunum Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti á Listasafn ASÍ árið 2014, sýningunni Niðurinn í Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 2015 og sýningu Þættir úr Náttúrusögu óeirðar í Harbinger sýningarrými í Reykjavík árið 2016.
Líkt og oft áður er hluti verkanna sem Unnar Örn sýnir í formi prentaðs efnis, útgáfu sem taka má með sér af sýningunni. Að þessu sinni er það bók sem samnefnd er sýningunni og inniheldur ljósmyndir sem birta óeirð af einhverju tagi. Þær sýna hvers kyns samkomur sem farið hafa fram hérlendis; mótmæli, fjöldagöngur, jafnvel hátíðir eða formlegar athafnir valdhafa. Ljósmyndirnar spanna tímabilið frá 1880 til dagsins í dag en verkið er að mestu leyti unnið upp úr heimildum af Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Útgáfan sýnir hvernig Unnar beitir miðli bókarinnar á markvissan hátt til að að draga fram og skoða viðfangsefni sín á sjónrænan hátt. Verkið bætist í safn bókverka sem hann hefur gefið út á síðustu 10 árum og mynda einstakt höfundarverk íslensks myndlistarmanns.
Unnar Örn lauk Mastersnámi við Listaháskólann í Malmö árið 2003 og útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1999. Í myndlist sinni vinnur Unnar Örn gjarnan með staðreyndir, frásagnir og merkingu Sögunnar, og gefur henni annað samhengi innan ramma myndlistarinnar.
On the Natural History of Unrest
The exhibition On the Natural History of Unrest marks the end of Unnar Örn‘s field observations into the history of unrest in this country where he has examined how unrest appears in the collective memory of the nation from various perspectives. Unnar has looked in his works at the tug of war between the official history of society and narratives from the lives of individuals, but recently he has focused mainly on the manifestation of strife and the disobedience of the masses. Works with similar themes were to be found in the exhibitions Fragments from The Deeds of Unrest: part II, in the ASÍ Art Gallery in 2014, and Murmuring in the Jón Sigurðsson Museum in Hrafnseyri in Arnarfjörður in 2015.
As often before, part of the works which Unnar Örn exhibits is in the form of printed matter, publications which can be taken from the exhibition. This time it is a book with the same title as the exhibition, which contains photographs which represent unrest of some kind. They show what kind of gatherings have taken place in this country, demonstrations, protest marches, even festivals or official acts of the authorities. The photographs span the period from 1880 to our time, but the work is mainly assembled from the sources of the Reykjavik Museum of Photography. The publication shows how Unnar applies the medium of the book in a focused manner to bring out and study his subject matter visually. The work is an addition to a collection of book works he has published during the last ten years, which comprises a unique authorial work of an Icelandic visual artist.
The title, On the Natural History of Unrest, and the format of a small paperback reminds us of an educational textbook. But what history is told here? Unlike the textbook we are not confronted with a linear narrative where events are related chronologically, because the sources Unnar Örn is using have long since lost their original objectives and meanings. A source reference to one event becomes a memory of another in the retrospect of time. Photographs are always staged, the camera frames a certain subject matter and simultaneously excludes another. A new narrative transpires where Unnar Örn repeats the act by reframing the picture and draw our attention to the tension on the picture plane. In the photos on the wall of the gallery, which are not in the book, another basic technique of photography is used by displaying them in the negative. The works are literally negative, light and shadows have been turned around, suggesting the condition of unrest.
What do the photos show us? We meet conflict on the picture plane, it says in the text by Sigurjón Baldur Hafsteinsson in the book, and we become surprised when we stand before unknown photographs. When we stand before the works in the exhibition, we sometimes may think of that which differentiates the real actions of the masses and their visual representation in history. An indeterminate idea of solidarity comes through, a memory of unrest that took place and may even take place again. As a whole, the exhibition On the Natural History of Unrest, therefore, does not mark an end, but rather the continued observations by Unnar Örn of the representations which relate to the collective memory of the people, where the boundaries between what is registered and staged, and what has not yet found its way into the official narrative of the nation, are identified.
H. K. Rannversson - English translation: Gauti Kristmannsson
Þættir úr náttúrusögu óeirðar || On the Natural History of Unrest
11.08 - 9.09 2018
Sýningin Þættir úr náttúrusögu óeirðar markar endalok vettvangsathugunar Unnars Arnars á sögu óeirðar hér á landi þar sem hann hefur kannað hvernig óeirð birtist í sameiginlegu minni þjóðarinnar með margvíslegum hætti. Unnar hefur beint sjónum að togstreitunni á milli opinberrar sögu samfélagsins og frásagna úr lífi einstaklinga í verkum sínum, en að undanförnu hefur hefur hann einblínt á birtingarmyndir af átökum og óhlýðni fjöldans. Verk með áþekku viðfangsefni voru m.a. í sýningunum Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti á Listasafn ASÍ árið 2014, sýningunni Niðurinn í Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 2015 og sýningu Þættir úr Náttúrusögu óeirðar í Harbinger sýningarrými í Reykjavík árið 2016.
Líkt og oft áður er hluti verkanna sem Unnar Örn sýnir í formi prentaðs efnis, útgáfu sem taka má með sér af sýningunni. Að þessu sinni er það bók sem samnefnd er sýningunni og inniheldur ljósmyndir sem birta óeirð af einhverju tagi. Þær sýna hvers kyns samkomur sem farið hafa fram hérlendis; mótmæli, fjöldagöngur, jafnvel hátíðir eða formlegar athafnir valdhafa. Ljósmyndirnar spanna tímabilið frá 1880 til dagsins í dag en verkið er að mestu leyti unnið upp úr heimildum af Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Útgáfan sýnir hvernig Unnar beitir miðli bókarinnar á markvissan hátt til að að draga fram og skoða viðfangsefni sín á sjónrænan hátt. Verkið bætist í safn bókverka sem hann hefur gefið út á síðustu 10 árum og mynda einstakt höfundarverk íslensks myndlistarmanns.
Unnar Örn lauk Mastersnámi við Listaháskólann í Malmö árið 2003 og útskrifaðist frá Myndlista- og Handíðaskóla Íslands árið 1999. Í myndlist sinni vinnur Unnar Örn gjarnan með staðreyndir, frásagnir og merkingu Sögunnar, og gefur henni annað samhengi innan ramma myndlistarinnar.
On the Natural History of Unrest
The exhibition On the Natural History of Unrest marks the end of Unnar Örn‘s field observations into the history of unrest in this country where he has examined how unrest appears in the collective memory of the nation from various perspectives. Unnar has looked in his works at the tug of war between the official history of society and narratives from the lives of individuals, but recently he has focused mainly on the manifestation of strife and the disobedience of the masses. Works with similar themes were to be found in the exhibitions Fragments from The Deeds of Unrest: part II, in the ASÍ Art Gallery in 2014, and Murmuring in the Jón Sigurðsson Museum in Hrafnseyri in Arnarfjörður in 2015.
As often before, part of the works which Unnar Örn exhibits is in the form of printed matter, publications which can be taken from the exhibition. This time it is a book with the same title as the exhibition, which contains photographs which represent unrest of some kind. They show what kind of gatherings have taken place in this country, demonstrations, protest marches, even festivals or official acts of the authorities. The photographs span the period from 1880 to our time, but the work is mainly assembled from the sources of the Reykjavik Museum of Photography. The publication shows how Unnar applies the medium of the book in a focused manner to bring out and study his subject matter visually. The work is an addition to a collection of book works he has published during the last ten years, which comprises a unique authorial work of an Icelandic visual artist.
The title, On the Natural History of Unrest, and the format of a small paperback reminds us of an educational textbook. But what history is told here? Unlike the textbook we are not confronted with a linear narrative where events are related chronologically, because the sources Unnar Örn is using have long since lost their original objectives and meanings. A source reference to one event becomes a memory of another in the retrospect of time. Photographs are always staged, the camera frames a certain subject matter and simultaneously excludes another. A new narrative transpires where Unnar Örn repeats the act by reframing the picture and draw our attention to the tension on the picture plane. In the photos on the wall of the gallery, which are not in the book, another basic technique of photography is used by displaying them in the negative. The works are literally negative, light and shadows have been turned around, suggesting the condition of unrest.
What do the photos show us? We meet conflict on the picture plane, it says in the text by Sigurjón Baldur Hafsteinsson in the book, and we become surprised when we stand before unknown photographs. When we stand before the works in the exhibition, we sometimes may think of that which differentiates the real actions of the masses and their visual representation in history. An indeterminate idea of solidarity comes through, a memory of unrest that took place and may even take place again. As a whole, the exhibition On the Natural History of Unrest, therefore, does not mark an end, but rather the continued observations by Unnar Örn of the representations which relate to the collective memory of the people, where the boundaries between what is registered and staged, and what has not yet found its way into the official narrative of the nation, are identified.
H. K. Rannversson - English translation: Gauti Kristmannsson
Prent & vinir – Sigurður Atli Sigurðsson
MERKILÍNA|LINE OF REASONING
16.06 – 29.07 2018
Á sýningunni Merkilína – Line of Reasoning í Gallerí Úhverfu sýnir Sigurður Atli stór tjöruprent sem prentuð voru á Ísafirði með jarðvegsþjöppu. Síðastliðin ár hafa Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður Atli Sigurðsson unnið saman að verkefninu Prent & vinir og sýnt í Hafnarborg, Nýlistasafninu, Myndhöggvarafélaginu, Harbinger, Íslenskri grafík, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, í New York, Aþenu og víðar. Innsetningar þeirra vinna með hugmynda- og aðferðafræði prentlistarinnar í ýmsum birtingarmyndum. Núverandi innsetning þeirra á Listasafni Íslands svipar til sjoppu við Miðjarðarhafið, en innsetningin nýtist einnig sem kennslustofa, kaffistofa, sýningarstaður og félagsmiðstöð.
_____________
In Line of Reasoning, Sigurður Atli Sigurðsson manipulates a two-word conversation and repetitive imagery to explore the complex relationship between language and meaning. His word prints have dual roles as mimetic objects and abstract representations of language that evoke the human condition and challenge its conventions.
Sigurður Atli exploits language's function as a tool for communication by highlighting the importance of each process he uses. A clear relationship is constructed between productivity within Icelandic society and the artistic production of each print as each woodcut is printed using organic wood tar sourced in Ísafjörður. The soil compressor used to press each woodcut further alludes the series to mechanical and industrial productivity. When exhibited together, the prints form a metaphorical production line which captures the recurring structure of everyday life.
Language is used within the series as a social agent and potentially contestory activity. Merkilína, industrial string that translates into English as 'line of reasoning', is monoprinted onto the canvas using puddles of tar. In order to communicate effectively, an individual's line of reasoning is required to be logical and coherent, whereas the tar is viscous and has a pungent odour that activates the senses.
It is possible to consider that there is performativity present within printmaking through its creation of successive conversations. However, truth and ideals change with context; definite meaning cannot be transmitted through linguistic communication as each individual holds different value systems. In Exchange of Words, the simple conversation of "What?" and "Nothing." is endlessly complex and entirely subjective as each viewer's perception has the power to control the meaning of each word.
Line of Reasoning highlights how multiple potential readings of words can lead to miscommunication. Sigurður Atli uses printmaking as an important system of signs to depict language describing its own limitations. It is the viewer's task to determine the nature of the conversation by reflecting upon their own personal experiences. - Kate Kennedy
MERKILÍNA|LINE OF REASONING
16.06 – 29.07 2018
Á sýningunni Merkilína – Line of Reasoning í Gallerí Úhverfu sýnir Sigurður Atli stór tjöruprent sem prentuð voru á Ísafirði með jarðvegsþjöppu. Síðastliðin ár hafa Leifur Ýmir Eyjólfsson og Sigurður Atli Sigurðsson unnið saman að verkefninu Prent & vinir og sýnt í Hafnarborg, Nýlistasafninu, Myndhöggvarafélaginu, Harbinger, Íslenskri grafík, Listasafni Reykjavíkur, Listasafni Íslands, í New York, Aþenu og víðar. Innsetningar þeirra vinna með hugmynda- og aðferðafræði prentlistarinnar í ýmsum birtingarmyndum. Núverandi innsetning þeirra á Listasafni Íslands svipar til sjoppu við Miðjarðarhafið, en innsetningin nýtist einnig sem kennslustofa, kaffistofa, sýningarstaður og félagsmiðstöð.
_____________
In Line of Reasoning, Sigurður Atli Sigurðsson manipulates a two-word conversation and repetitive imagery to explore the complex relationship between language and meaning. His word prints have dual roles as mimetic objects and abstract representations of language that evoke the human condition and challenge its conventions.
Sigurður Atli exploits language's function as a tool for communication by highlighting the importance of each process he uses. A clear relationship is constructed between productivity within Icelandic society and the artistic production of each print as each woodcut is printed using organic wood tar sourced in Ísafjörður. The soil compressor used to press each woodcut further alludes the series to mechanical and industrial productivity. When exhibited together, the prints form a metaphorical production line which captures the recurring structure of everyday life.
Language is used within the series as a social agent and potentially contestory activity. Merkilína, industrial string that translates into English as 'line of reasoning', is monoprinted onto the canvas using puddles of tar. In order to communicate effectively, an individual's line of reasoning is required to be logical and coherent, whereas the tar is viscous and has a pungent odour that activates the senses.
It is possible to consider that there is performativity present within printmaking through its creation of successive conversations. However, truth and ideals change with context; definite meaning cannot be transmitted through linguistic communication as each individual holds different value systems. In Exchange of Words, the simple conversation of "What?" and "Nothing." is endlessly complex and entirely subjective as each viewer's perception has the power to control the meaning of each word.
Line of Reasoning highlights how multiple potential readings of words can lead to miscommunication. Sigurður Atli uses printmaking as an important system of signs to depict language describing its own limitations. It is the viewer's task to determine the nature of the conversation by reflecting upon their own personal experiences. - Kate Kennedy
Unndór Egill Jónsson
19.5 – 10.6 2018
SPÝTU BREGÐUR
Á gresjum Afríku heyrist grunnsamlegt þrusk og antilópunar snúa allar snöggt við og sperra eyrun í átt að hljóðinu. Þeim bregður og þær verða samstundis hræddar um líf sitt og þá um leið meðvitaðari um tilvist sína sem aldrei fyrr. En er hægt að bregað meðvitund inn í gamla spýtu? Á sýningunni má sjá vél sem með ákveðnu millibili skapar andartak þar sem spýtu bregður. Með því að bregða henni ítrekað með taktföstu millibili leitast listamaðurinn við að bregða meðvitund inn í spýtuna. Spurningin er hvort það sé jafnvel orðið of seint, líkt og fyrir eina ólukkans antílópu á gresjum Afríku.
Unndór Egill Jónsson (f. 1978) útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 og lauk síðan MFA-námi frá Valand School of Art í Gautaborg árið 2011. Undanfarin ár hefur hann sýnt bæði á Íslandi og erlendis, þar má nefna Momentum Design í Moss Noregi; Ríki, flóra, fána, fábúla í Listasafni Reykjavíkur, By Waters í Helsinki, Tammesari í Finnlandi og Tendenser 2018 - Give it time í Galleri F 15 í Moss, Noregi. Árið 2017 sá Unndór um sýningarrýmið Harbinger í Reykjavík í samstarfi við myndlistarkonuna Unu Margréti Árnadóttir. Unndór býr og starfar í Reykjavík.
19.5 – 10.6 2018
SPÝTU BREGÐUR
Á gresjum Afríku heyrist grunnsamlegt þrusk og antilópunar snúa allar snöggt við og sperra eyrun í átt að hljóðinu. Þeim bregður og þær verða samstundis hræddar um líf sitt og þá um leið meðvitaðari um tilvist sína sem aldrei fyrr. En er hægt að bregað meðvitund inn í gamla spýtu? Á sýningunni má sjá vél sem með ákveðnu millibili skapar andartak þar sem spýtu bregður. Með því að bregða henni ítrekað með taktföstu millibili leitast listamaðurinn við að bregða meðvitund inn í spýtuna. Spurningin er hvort það sé jafnvel orðið of seint, líkt og fyrir eina ólukkans antílópu á gresjum Afríku.
Unndór Egill Jónsson (f. 1978) útskrifaðist með BA-gráðu frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 og lauk síðan MFA-námi frá Valand School of Art í Gautaborg árið 2011. Undanfarin ár hefur hann sýnt bæði á Íslandi og erlendis, þar má nefna Momentum Design í Moss Noregi; Ríki, flóra, fána, fábúla í Listasafni Reykjavíkur, By Waters í Helsinki, Tammesari í Finnlandi og Tendenser 2018 - Give it time í Galleri F 15 í Moss, Noregi. Árið 2017 sá Unndór um sýningarrýmið Harbinger í Reykjavík í samstarfi við myndlistarkonuna Unu Margréti Árnadóttir. Unndór býr og starfar í Reykjavík.
Freyja Eilíf
31.3 – 29.4 2018
Virtual Space | Sýndarrými
Í SÝNDARRÝMINU er gestum boðið að upplifa leiðslu inn á stafrænar víddir gegnum vídjó-, texta-, hljóð- og listaverk sem myndlistarkonan Freyja Eilíf vann í samvinnu við meðvitund tölvunnar sinnar og í gegnum hugleiðslutilraunir þar sem hún mætti öndum af hinu stafræna sviði. Sýningin er unnin sem rými, sýndarrými, byrjunarreitur fyrir ferðalag mannshugans inn á svið rafrænna og stafrænna vídda.
“Velkomin í sýndarrýmið, þar sem tölvuandar birtast sem persónugerðir stafrænir blendingar inni í þínum eigin sýndarveruleika” - Brot úr textaverkinu “Leiðsla inn á stafrænar víddir”
FREYJA EILÍF (f. 1986) býr og starfar í Reykjavík þar sem hún hefur rekið Ekkisens sýninga- og viðburðarými frá útskriftarári sínu 2014, ásamt því að starfa sjálfstætt sem myndlistarkvendi. Hún hefur unnið að sýningum í Reykjavík, á Egilstöðum, Seyðisfirði og nú Ísafirði, sem og í Bretlandi, Þýskalandi, Finnlandi, Eistlandi og Noregi. Freyja hlaut laun úr sjóði listamannalauna í sex mánuði á árinu 2018. Nánari upplýsingar: www.freyjaeilif.com
........................
In the VIRTUAL SPACE guests are invited to meditate into digital dimensions through visual-, text-, sound- and artwork by artist Freyja Eilíf, which she created in collaboration with the consciousness of her own computer and through experimental meditations where she breathed in the digital world. The exhibition is installed as a place for a personal virtual space, the starting point for the journey of the human mind into the range of electronic and digital dimensions.
"Welcome to the virtual space, where computer spirits manifest as your personal digital hybrids in your very own virtual reality" - Text from "Meditation into Digital Dimensions‘‘
FREYJA EILÍF (born 1986) lives and works in Reykjavik where she has directed Ekkisens Art Space since the year of her graduation in 2014, as well as working independently as a visual artist. She has exhibited her work in Reykjavík, Egilstaðir, Seyðisfjörður and now Ísafjörður in Iceland, as well as in the U.K., Germany, Finland, Estonia & Norway. Freyja received artists salary from the artist salary fund for six months in the year of 2018. More information: www.freyjaeilif.com
31.3 – 29.4 2018
Virtual Space | Sýndarrými
Í SÝNDARRÝMINU er gestum boðið að upplifa leiðslu inn á stafrænar víddir gegnum vídjó-, texta-, hljóð- og listaverk sem myndlistarkonan Freyja Eilíf vann í samvinnu við meðvitund tölvunnar sinnar og í gegnum hugleiðslutilraunir þar sem hún mætti öndum af hinu stafræna sviði. Sýningin er unnin sem rými, sýndarrými, byrjunarreitur fyrir ferðalag mannshugans inn á svið rafrænna og stafrænna vídda.
“Velkomin í sýndarrýmið, þar sem tölvuandar birtast sem persónugerðir stafrænir blendingar inni í þínum eigin sýndarveruleika” - Brot úr textaverkinu “Leiðsla inn á stafrænar víddir”
FREYJA EILÍF (f. 1986) býr og starfar í Reykjavík þar sem hún hefur rekið Ekkisens sýninga- og viðburðarými frá útskriftarári sínu 2014, ásamt því að starfa sjálfstætt sem myndlistarkvendi. Hún hefur unnið að sýningum í Reykjavík, á Egilstöðum, Seyðisfirði og nú Ísafirði, sem og í Bretlandi, Þýskalandi, Finnlandi, Eistlandi og Noregi. Freyja hlaut laun úr sjóði listamannalauna í sex mánuði á árinu 2018. Nánari upplýsingar: www.freyjaeilif.com
........................
In the VIRTUAL SPACE guests are invited to meditate into digital dimensions through visual-, text-, sound- and artwork by artist Freyja Eilíf, which she created in collaboration with the consciousness of her own computer and through experimental meditations where she breathed in the digital world. The exhibition is installed as a place for a personal virtual space, the starting point for the journey of the human mind into the range of electronic and digital dimensions.
"Welcome to the virtual space, where computer spirits manifest as your personal digital hybrids in your very own virtual reality" - Text from "Meditation into Digital Dimensions‘‘
FREYJA EILÍF (born 1986) lives and works in Reykjavik where she has directed Ekkisens Art Space since the year of her graduation in 2014, as well as working independently as a visual artist. She has exhibited her work in Reykjavík, Egilstaðir, Seyðisfjörður and now Ísafjörður in Iceland, as well as in the U.K., Germany, Finland, Estonia & Norway. Freyja received artists salary from the artist salary fund for six months in the year of 2018. More information: www.freyjaeilif.com
Ásta F. Sigurðardóttir
3.3 – 25.3 2018
Í gegn um og til / Through & Towards
Svartur köttur í köldum kjallara saumar hey í og til endurgerðar á morgunfirði. Áhorfandinn heldur áfram en heimsækir það sem er léttilega tekið með. Í gegn um og til er eins og ör, bæði í formi og líkama. Til staðar en samt eitthvað sem er liðið og er ekki lengur. Öngull sem bendir á sína eigin byrjun. Minningar lita útsýni og upplifanir. Sýningin er að hluta til tilraun til endurspeglunar á löngu liðnu verkefni á Seyðisfirði árið 2013. Þar hittust Ásta og sýningarstjórinn Gavin Morrison og sömdu þorskaóperu byggða á lygasögu. Nú loks eru þau sameinuð á ný í bæ við haf og sjó með grimmu glimmer.
Ásta F. Sigurðardóttir er listakona og skáld. Hún útskrifaðist úr myndlistardeild frá Listaháskóla Íslands og hefur sýnt list sína í fjölmörgum einka- og samsýningum bæði á Íslandi og erlendis. Meðal þeirra miðla sem hún fæst við eru teikningar, video, hljóðlist, innsetningar og gjörningar með áherslu á orðatengt fyrirbæri, tungumál og tónlist.
............................
A black cat in a cold cellar, sewing hay into to a re-creation of the morningfjord. The spectator is going on but visiting what is lightly carried within. Through & Towards is like a scar but also something that has passed and is no longer. A hook that is an arrow to its beginning. Your memories color the view and experiences. The exhibition is partly an experiment to reflect on a long past project happening in Seyðisfjörður 2013. There Ásta and the curator Gavin Morrison met and made a cod opera performance built on a talltale called Andarguggi. This time they are again united in a town by a sea with ferocious glitter.
Ásta F. Sigurðardóttir is a multidisciplinary artist, poet and a musician. She graduated from Iceland Art Academy with a degree in fine arts and has had her work exhibited in a number of solo and group exhibitions. Among the many mediums she uses are drawings, video, sound art, installations and performances with a focus on word-related phenomenon and language.
3.3 – 25.3 2018
Í gegn um og til / Through & Towards
Svartur köttur í köldum kjallara saumar hey í og til endurgerðar á morgunfirði. Áhorfandinn heldur áfram en heimsækir það sem er léttilega tekið með. Í gegn um og til er eins og ör, bæði í formi og líkama. Til staðar en samt eitthvað sem er liðið og er ekki lengur. Öngull sem bendir á sína eigin byrjun. Minningar lita útsýni og upplifanir. Sýningin er að hluta til tilraun til endurspeglunar á löngu liðnu verkefni á Seyðisfirði árið 2013. Þar hittust Ásta og sýningarstjórinn Gavin Morrison og sömdu þorskaóperu byggða á lygasögu. Nú loks eru þau sameinuð á ný í bæ við haf og sjó með grimmu glimmer.
Ásta F. Sigurðardóttir er listakona og skáld. Hún útskrifaðist úr myndlistardeild frá Listaháskóla Íslands og hefur sýnt list sína í fjölmörgum einka- og samsýningum bæði á Íslandi og erlendis. Meðal þeirra miðla sem hún fæst við eru teikningar, video, hljóðlist, innsetningar og gjörningar með áherslu á orðatengt fyrirbæri, tungumál og tónlist.
............................
A black cat in a cold cellar, sewing hay into to a re-creation of the morningfjord. The spectator is going on but visiting what is lightly carried within. Through & Towards is like a scar but also something that has passed and is no longer. A hook that is an arrow to its beginning. Your memories color the view and experiences. The exhibition is partly an experiment to reflect on a long past project happening in Seyðisfjörður 2013. There Ásta and the curator Gavin Morrison met and made a cod opera performance built on a talltale called Andarguggi. This time they are again united in a town by a sea with ferocious glitter.
Ásta F. Sigurðardóttir is a multidisciplinary artist, poet and a musician. She graduated from Iceland Art Academy with a degree in fine arts and has had her work exhibited in a number of solo and group exhibitions. Among the many mediums she uses are drawings, video, sound art, installations and performances with a focus on word-related phenomenon and language.
Auður Ómarsdóttir
20.1 – 25.2 2018
ZOOM
Sýningin ZOOM er unnin út frá ljósmyndum sem Auður fann á filmum sem ókunnugt fólk hafði tekið en ekki framkallað, hafði gleymt því að filmurnar voru í vélunum sem síðan enduðu á mörkuðum, hérlendis og erlendis. Auður hefur safnað slíkum filmum í nokkur ár en hún sýndi hluta af fundnu ljósmyndunum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 2017. Að þessu sinni nálgast hún myndirnar á annan hátt en áður. Ýmislegt kemur fram á þessum myndum og þá hefur Auður einna helst heillast af því hvernig fólk skreytir sig og sitt nærumhverfi, með smáhlutum, litasamsetningum, listaverkum, o.fl. Auður rannsakar í verkum sínum þörf fólks til þess að taka myndir af atburðum eða atburðaleysi. Hún veltir fyrir sér þörfinni til að skrásetja lífið með ljósmyndun, athöfninni sem felst í því að taka myndir og einnig gleymskunni sem fylgir því að framkalla þær ekki.
Algengastar eru ljósmyndir af hátíðarhöldum, landslagi og köttum, en síðan kemur að því að það þarf að klára filmuna á vélinni og er þá oft skotið af hvatvísi og samhengislaust. Stundum birtast ljósmyndir af listaverkum á fundnu filmunum. Þörf fyrir list er hversdagslegur hluti af lífinu og algeng listræn hegðun fólks er gjarnan ómeðvituð. Hugmyndin að enginn hefur séð myndirnar áður og að á filmunum gæti leynst dýrmætur fjársjóður vekur upp dularfulla eftirvæntingu listamannsins. Skyggnst er inn í persónulegt umhverfi ókunnugra á sýningu Auðar, Zoom. Þar ‘zoomar’ hún inn á viss smáatriði í þessum fundnu myndum og gerir úr þeim ný verk, sem verða ópersónuleg að öllu leyti og grunsamlega venjuleg.
Auður Ómarsdóttir er fædd í Reykjavík 1988. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur síðan verið virk í sýningarhaldi.
20.1 – 25.2 2018
ZOOM
Sýningin ZOOM er unnin út frá ljósmyndum sem Auður fann á filmum sem ókunnugt fólk hafði tekið en ekki framkallað, hafði gleymt því að filmurnar voru í vélunum sem síðan enduðu á mörkuðum, hérlendis og erlendis. Auður hefur safnað slíkum filmum í nokkur ár en hún sýndi hluta af fundnu ljósmyndunum í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 2017. Að þessu sinni nálgast hún myndirnar á annan hátt en áður. Ýmislegt kemur fram á þessum myndum og þá hefur Auður einna helst heillast af því hvernig fólk skreytir sig og sitt nærumhverfi, með smáhlutum, litasamsetningum, listaverkum, o.fl. Auður rannsakar í verkum sínum þörf fólks til þess að taka myndir af atburðum eða atburðaleysi. Hún veltir fyrir sér þörfinni til að skrásetja lífið með ljósmyndun, athöfninni sem felst í því að taka myndir og einnig gleymskunni sem fylgir því að framkalla þær ekki.
Algengastar eru ljósmyndir af hátíðarhöldum, landslagi og köttum, en síðan kemur að því að það þarf að klára filmuna á vélinni og er þá oft skotið af hvatvísi og samhengislaust. Stundum birtast ljósmyndir af listaverkum á fundnu filmunum. Þörf fyrir list er hversdagslegur hluti af lífinu og algeng listræn hegðun fólks er gjarnan ómeðvituð. Hugmyndin að enginn hefur séð myndirnar áður og að á filmunum gæti leynst dýrmætur fjársjóður vekur upp dularfulla eftirvæntingu listamannsins. Skyggnst er inn í persónulegt umhverfi ókunnugra á sýningu Auðar, Zoom. Þar ‘zoomar’ hún inn á viss smáatriði í þessum fundnu myndum og gerir úr þeim ný verk, sem verða ópersónuleg að öllu leyti og grunsamlega venjuleg.
Auður Ómarsdóttir er fædd í Reykjavík 1988. Hún útskrifaðist af myndlistarbraut Listaháskóla Íslands vorið 2013 og hefur síðan verið virk í sýningarhaldi.
Klængur Gunnarsson
21.12 2017 – 17.1 2018
DÆLD
Dæld fjallar um mislukkuð hversdagskaup, létt vonbrigði og viðbrögð við því. Dæld er tilraun til sátta við hin léttvægu smávandamál sem tóna hið daglega amstur. Verkið var unnið í vinnustofudvöl í Alþýðuhúsinu á Siglufirði snemma árs 2016.
Klængur Gunnarsson útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og hefur sýnt víða frá útskrift, hérlendis og erlendis. Meðal sýningastaða má nefna Listasafn Reykjavíkur, Listasafnið á Akureyri, Verksmiðjan á Hjalteyri, Nýlistasafnið, Galleri PFOAC í Montreal, Palais de Tokyo í París og þátttaka í tvíæringnum Mediterranea 16 í Ancona á Ítalíu. Klængur býr og starfar í Gautaborg í Svíþjóð þar sem hann stundar framhaldsnám í myndlist við Akademin Valand. www.klaengur.org
21.12 2017 – 17.1 2018
DÆLD
Dæld fjallar um mislukkuð hversdagskaup, létt vonbrigði og viðbrögð við því. Dæld er tilraun til sátta við hin léttvægu smávandamál sem tóna hið daglega amstur. Verkið var unnið í vinnustofudvöl í Alþýðuhúsinu á Siglufirði snemma árs 2016.
Klængur Gunnarsson útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2011 og hefur sýnt víða frá útskrift, hérlendis og erlendis. Meðal sýningastaða má nefna Listasafn Reykjavíkur, Listasafnið á Akureyri, Verksmiðjan á Hjalteyri, Nýlistasafnið, Galleri PFOAC í Montreal, Palais de Tokyo í París og þátttaka í tvíæringnum Mediterranea 16 í Ancona á Ítalíu. Klængur býr og starfar í Gautaborg í Svíþjóð þar sem hann stundar framhaldsnám í myndlist við Akademin Valand. www.klaengur.org
Bjargey Ólafsdóttir
22.12 2016 – 10.12 2017
Syngjandi flakkarinn (Tilgangsverkefnið)
The Singing Nomad Project (The Purpose Project)
,,Fyrir nokkrum árum hitti ég miðil í Buenos Aires. Hún féll í trans og sagði mér að í einu af mínum fyrri lífum hefði ég verið einmana hirðingi sem reikaði um sléttur Síberíu. Hún sagði mér ennfremur að tilgangur núverandi jarðvistar minnar væri sá að syngja og teikna. Ef ég myndi einbeita mér að því að syngja og teikna þá myndi ég verða hamingjusöm mannvera og gera aðra hamingjusama. Verkin teiknaði ég syngjandi í gestavinnustofu Nordic Art Association-Malongen í Stokkhólmi sumarið 2017 og sýndi þau fyrst í verkefnarými NKF.‘‘
Bjargey Ólafsdóttir býr og starfar að list sinni í Reykjavík. Hún nam myndlist við Myndlista og handíðaskóla Íslands sem og Myndlistarakademíuna í Helsinki. Hún nam ljósmyndun við Aalto University í Helsinki og kvikmyndagerð við Binger Filmlab í Amsterdam. Listsköpun Bjargeyjar Ólafsdóttur er ekki bundin við einn listmiðil heldur velur hún sér þann miðil sem henni finnst henta hugmyndinni best hverju sinni. Bjargey fæst við kvikmyndagerð, hljóðverk, gjörninga, teiknar, málar og ljósmyndar. Mörg verka hennar segja sögur. Þau segja til að mynda sögur af tannlæknum sem leiðist, rokkstjörnum í Japan og konum sem geta skyggnst inn í framtíðina og handan hins sýnilega heims. Verk hennar eru stundum ískyggileg og þau eru oft ísmeygileg og fjörug. Sum verka hennar eru súrrealísk og þau eru hlaðin táknum sem virðast hafa komið til listamannsins í draumi eða þegar hann var á milli svefns og vöku. Verk Bjargeyjar leika sér þannig að því sem við teljum gefið, þau dansa á línunni á milli raunveruleika og skáldskapar.
Bjargey var tilnefnd til ljósmyndaverðlaunanna Deutsche Börse Photography prize og the Godowski Colour photography Award fyrir ljósmyndaseríu sína Tíru sem hún sýndi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2009. Bjargey hefur undanfarin ár sýnt list sína hér heima og erlendis. Til að mynda á Listasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Kunstverein Munich, KunstWerke Berlin, Galeria Traschi, Santiago Chile, Nútímalistasafninu í Stokkhólmi, Manifesta Foundation Amsterdam, XYZ Collective, Tokyo, Japan, The Moore Space Miami og E-flux og BRAC í New York. Palm Springs International film festival, USA, Gothenburg Film Festival, Sweden, Aix en Provence international short film festival, France. Heimasíður: www.bjargey.com og www. this.is/bjargey
22.12 2016 – 10.12 2017
Syngjandi flakkarinn (Tilgangsverkefnið)
The Singing Nomad Project (The Purpose Project)
,,Fyrir nokkrum árum hitti ég miðil í Buenos Aires. Hún féll í trans og sagði mér að í einu af mínum fyrri lífum hefði ég verið einmana hirðingi sem reikaði um sléttur Síberíu. Hún sagði mér ennfremur að tilgangur núverandi jarðvistar minnar væri sá að syngja og teikna. Ef ég myndi einbeita mér að því að syngja og teikna þá myndi ég verða hamingjusöm mannvera og gera aðra hamingjusama. Verkin teiknaði ég syngjandi í gestavinnustofu Nordic Art Association-Malongen í Stokkhólmi sumarið 2017 og sýndi þau fyrst í verkefnarými NKF.‘‘
Bjargey Ólafsdóttir býr og starfar að list sinni í Reykjavík. Hún nam myndlist við Myndlista og handíðaskóla Íslands sem og Myndlistarakademíuna í Helsinki. Hún nam ljósmyndun við Aalto University í Helsinki og kvikmyndagerð við Binger Filmlab í Amsterdam. Listsköpun Bjargeyjar Ólafsdóttur er ekki bundin við einn listmiðil heldur velur hún sér þann miðil sem henni finnst henta hugmyndinni best hverju sinni. Bjargey fæst við kvikmyndagerð, hljóðverk, gjörninga, teiknar, málar og ljósmyndar. Mörg verka hennar segja sögur. Þau segja til að mynda sögur af tannlæknum sem leiðist, rokkstjörnum í Japan og konum sem geta skyggnst inn í framtíðina og handan hins sýnilega heims. Verk hennar eru stundum ískyggileg og þau eru oft ísmeygileg og fjörug. Sum verka hennar eru súrrealísk og þau eru hlaðin táknum sem virðast hafa komið til listamannsins í draumi eða þegar hann var á milli svefns og vöku. Verk Bjargeyjar leika sér þannig að því sem við teljum gefið, þau dansa á línunni á milli raunveruleika og skáldskapar.
Bjargey var tilnefnd til ljósmyndaverðlaunanna Deutsche Börse Photography prize og the Godowski Colour photography Award fyrir ljósmyndaseríu sína Tíru sem hún sýndi í Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2009. Bjargey hefur undanfarin ár sýnt list sína hér heima og erlendis. Til að mynda á Listasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Kunstverein Munich, KunstWerke Berlin, Galeria Traschi, Santiago Chile, Nútímalistasafninu í Stokkhólmi, Manifesta Foundation Amsterdam, XYZ Collective, Tokyo, Japan, The Moore Space Miami og E-flux og BRAC í New York. Palm Springs International film festival, USA, Gothenburg Film Festival, Sweden, Aix en Provence international short film festival, France. Heimasíður: www.bjargey.com og www. this.is/bjargey
Ingibjörg Magnadóttir
16.9 – 22.10 2017
,,Ég svaraði og sýndi þeim rauða mynd‘‘
,,I don’t have a clue. Ideas are simply starting points. I can rarely set them down as they come to my mind. As soon as I start to work, others well up in my pen. To know what you’re going to draw, you have to begin drawing…When I find myself facing a blank page, that’s always going through my head. What I capture in spite of myself interests me more than my own ideas.‘‘
Pablo Picasso
Myndlistin virkar bæði á sjónrænan og tilfinningalegan hátt og þegar best lætur er hún áreynslulaus. Hægt er að ímynda sér að verkin komi til listamannsins án erfiðis og það sé einmitt áreynsluleysið sem geri sum verk aðgengileg, aðlaðandi, nánast andleg. Rólegt yfirbragð þeirra getur minnt á hugsleiðslu, þau geta verið ljóðræ og ákaflega innileg. Stundum er myndlist í hinu minnsta og ómerkilega en tekst samt að miðla undrum veraldar. Myndlist getur verið hlutur eða ,,object‘‘ sem á sér enga fyrirmynd og hefur þar af leiðandi aldrei verið til í þessum heimi í því formi sem hann birtist.
Myndlistin fæst við tilkomumikil eða ,,sensational‘‘ áhrif sem skapast við samsetningu efna. Margir listamenn geta ekki séð eiginleika verksins fyrirfram. Stundum ekki fyrr en mörgum árum síðar þegar þeir nálgast verkin sem áhorfandi.
Það er engu líkara en að ég sé hafi farið einhvern hring. Ég, líkt og flestir sem fara í gegnum myndlistarnám, lærði ég til margra ára teikningu, lita- og formfræði áður en ég byrjaði í Listaháskólanum. En þegar þangað var komið kynntist ég nýjum miðlum og braut ég upp flest það sem ég hafði lært. Ég sleppti samt aldrei takinu á teikningunni en notaði hana meira í formi skissu við gerð annarra verka.
Ég hef notið þess ósegjanlega að vinna myndirnar þó er þetta ögrandi áskorun fyrir mig og er þetta í fyrsta skipti sem ég sýni einkasýningu með svona stórum myndverkum. Þar sem þær eru stórar vann ég þær standandi. Mér finnst það skipta máli þar sem allur líkaminn var á hreyfingu við gerð þeirra, ekki bara hægri höndin.
Myndirnar eru að vissu leyti hefðbundnar í forminu. Eitt verk er til að mynda uppstilling af blómum í vasa. Hin verkin eru andlit, þær eru komnar inn í þennan heim úr heimi sem var ekki hér.
……………
Ingibjörg Magnadóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr fjöltæknideild Listaháskóla Íslands árið 2000 og var einnig við nám í Kaupmannahöfn 1999. Hún lagði stund á sviðslistanám í Fredriksstað í Noregi 2001-2 og útskrifaðist með MA í ritlist frá Háskóla Íslands 2015. Hún hefur komið víða við og tekið þátt í fjölmörgum listsýningum og listviðburðum hér heima og erlendis undanfarin ár. Heimasíða: imagnadottir.com
16.9 – 22.10 2017
,,Ég svaraði og sýndi þeim rauða mynd‘‘
,,I don’t have a clue. Ideas are simply starting points. I can rarely set them down as they come to my mind. As soon as I start to work, others well up in my pen. To know what you’re going to draw, you have to begin drawing…When I find myself facing a blank page, that’s always going through my head. What I capture in spite of myself interests me more than my own ideas.‘‘
Pablo Picasso
Myndlistin virkar bæði á sjónrænan og tilfinningalegan hátt og þegar best lætur er hún áreynslulaus. Hægt er að ímynda sér að verkin komi til listamannsins án erfiðis og það sé einmitt áreynsluleysið sem geri sum verk aðgengileg, aðlaðandi, nánast andleg. Rólegt yfirbragð þeirra getur minnt á hugsleiðslu, þau geta verið ljóðræ og ákaflega innileg. Stundum er myndlist í hinu minnsta og ómerkilega en tekst samt að miðla undrum veraldar. Myndlist getur verið hlutur eða ,,object‘‘ sem á sér enga fyrirmynd og hefur þar af leiðandi aldrei verið til í þessum heimi í því formi sem hann birtist.
Myndlistin fæst við tilkomumikil eða ,,sensational‘‘ áhrif sem skapast við samsetningu efna. Margir listamenn geta ekki séð eiginleika verksins fyrirfram. Stundum ekki fyrr en mörgum árum síðar þegar þeir nálgast verkin sem áhorfandi.
Það er engu líkara en að ég sé hafi farið einhvern hring. Ég, líkt og flestir sem fara í gegnum myndlistarnám, lærði ég til margra ára teikningu, lita- og formfræði áður en ég byrjaði í Listaháskólanum. En þegar þangað var komið kynntist ég nýjum miðlum og braut ég upp flest það sem ég hafði lært. Ég sleppti samt aldrei takinu á teikningunni en notaði hana meira í formi skissu við gerð annarra verka.
Ég hef notið þess ósegjanlega að vinna myndirnar þó er þetta ögrandi áskorun fyrir mig og er þetta í fyrsta skipti sem ég sýni einkasýningu með svona stórum myndverkum. Þar sem þær eru stórar vann ég þær standandi. Mér finnst það skipta máli þar sem allur líkaminn var á hreyfingu við gerð þeirra, ekki bara hægri höndin.
Myndirnar eru að vissu leyti hefðbundnar í forminu. Eitt verk er til að mynda uppstilling af blómum í vasa. Hin verkin eru andlit, þær eru komnar inn í þennan heim úr heimi sem var ekki hér.
……………
Ingibjörg Magnadóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr fjöltæknideild Listaháskóla Íslands árið 2000 og var einnig við nám í Kaupmannahöfn 1999. Hún lagði stund á sviðslistanám í Fredriksstað í Noregi 2001-2 og útskrifaðist með MA í ritlist frá Háskóla Íslands 2015. Hún hefur komið víða við og tekið þátt í fjölmörgum listsýningum og listviðburðum hér heima og erlendis undanfarin ár. Heimasíða: imagnadottir.com
Halla Birgisdóttir
5.8 – 10.9 2017
Skjól
Skjól getur verið af tvennum toga, annars vegar skjól sem griðastaður og hins vegar skjól sem felustaður.
Sum myndlist segir mikið um listamanninn sjálfan, til dæmis hvaða lífsýn hann hefur og hvað vekur áhuga hans. Hvort við hlustum á það fer eftir því hvað myndlistarmaðurinn er áhugaverður.
Önnur myndlist leitar út fyrir sjálfa sig og vill koma pólitískum skilaboðum áleiðis til fjöldans, til dæmis um spillingu í stjórnmálum eða umhverfismál. Hvort sú myndlist nái eyrum manns fer gjarnan eftir því hvort skilaboðin staðfesti eigin sýn á þessi málefni eða ekki.
Svo er til myndlist sem talar hvorki um sjálfa sig né umhverfið í heild sinni. Þetta er myndlist sem á í einkasamtali við hvern og einn áhorfanda. Þannig er myndlistin hennar Höllu Birgisdóttur.
Steinunn Lilja Emilsdóttir
……………………..
Halla Birgisdóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölmörgum samsýningum sem og haldið einkasýningar vítt um landið. Halla notar teikningar og texta til þess að skapa brotakennd frásagnarrými sem birtast áhorfendum ýmist sem innsetningar, bókverk, veggteikningar, textíl-teikningar og/eða kvik-teikningar. Hún kallar sig myndskáld. http://www.hallabirgisdottir.org
5.8 – 10.9 2017
Skjól
Skjól getur verið af tvennum toga, annars vegar skjól sem griðastaður og hins vegar skjól sem felustaður.
Sum myndlist segir mikið um listamanninn sjálfan, til dæmis hvaða lífsýn hann hefur og hvað vekur áhuga hans. Hvort við hlustum á það fer eftir því hvað myndlistarmaðurinn er áhugaverður.
Önnur myndlist leitar út fyrir sjálfa sig og vill koma pólitískum skilaboðum áleiðis til fjöldans, til dæmis um spillingu í stjórnmálum eða umhverfismál. Hvort sú myndlist nái eyrum manns fer gjarnan eftir því hvort skilaboðin staðfesti eigin sýn á þessi málefni eða ekki.
Svo er til myndlist sem talar hvorki um sjálfa sig né umhverfið í heild sinni. Þetta er myndlist sem á í einkasamtali við hvern og einn áhorfanda. Þannig er myndlistin hennar Höllu Birgisdóttur.
Steinunn Lilja Emilsdóttir
……………………..
Halla Birgisdóttir býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölmörgum samsýningum sem og haldið einkasýningar vítt um landið. Halla notar teikningar og texta til þess að skapa brotakennd frásagnarrými sem birtast áhorfendum ýmist sem innsetningar, bókverk, veggteikningar, textíl-teikningar og/eða kvik-teikningar. Hún kallar sig myndskáld. http://www.hallabirgisdottir.org
Haraldur Jónsson
10.6 – 30.7 2017
Innhverfa / Úthverfa
Þú stendur og gægist innum lítið gægjugat á stórum glugga og verður vitni að skemmtanalífinu einsog það á sér stað í hvítum kubbi í Reykjavík. Þar er kona, valin af handahófi sveipuð hvítu klæði yfir höfuð og niðureftir líkama. Hún er leidd áfram af manni – það var svipur með þeim áður en höfuðið hvarf undir draugalakið – í gegnum sal fullan af kunnuglegu fólki. Þú sérð gamla Sykurmola, gamla Nýhilista, erlend ljóðskáld, frænku þína sem rak einu sinni forlag, myndlistarkonu sem á barn með frægasta glímukappa landsins og auðvitað talsvert af ókunnugu fólki. Þú vilt heilsa en lætur það vera.
Það er kalt úti, við erum á hjara veraldar, ekki í ysnum, ekki í suðrænni höfuð-borginni, og þú herðir trefilinn um hálsinn og pírir opna augað, setur lófann fyrir hitt augað og starir innum gatið á galleríinu. Upp í rassgatið á galleríinu, gegnum meltingarveg úr ljósleiðurum, geislaður alla leið til Reykjavíkur. Þetta er augljóslega töfralampi – Laterna Magica – en þú ert ekki viss nákvæmlega í hvaða vídd sýningin á sér stað. Og sennilega er það einmitt galdurinn. Þú kannast við tilfinninguna af félagsmiðlum, þótt hún sé ekki alveg eins, en þetta: Að stara í gegnum op, vera í senn einn og með öðrum, í senn sjá og til sýnis. Einhver verður að hafa eftirlit með því sem hefur gerst, því sem gerist núna. Þessi einhver ert þú, hvítu kubbarnir sem þú starir í gegnum, eða listaverkið sem röltir um miðbæinn.
Það er gat á veruleikanum og það er einsog augað á þér hafi verið saumað fast við það. Þú fylgist með hverju skrefi, stendur grafkyrr og gegnumlýstur þótt þér sé farið að kólna því þú vilt ekki missa af neinu. Þau fara út úr húsinu. Þarna er sjálft Þjóðleikhúsið, sjálfur Klappar- stígurinn og konan með klæðið yfir höfðinu, sem gerir það að verkum að hún líkist ekki lengur manninum sem leiðir hana áfram. Hann er hærri en hún, teygðari, dekkri; hún er einsog hauslaus ísbjörn undir klæðinu, snertir heiminn í síðasta sinn, káfar á bílum og veggjum og dinglar reiðhjólabjöllum. Maðurinn segir ekkert en heldur þétt í hana. Hann er mjög alvarlegur. Hvað vakir fyrir honum? Leiðir hann konuna til aftöku? Ætlar hann að kvænast henni? Halda henni undir skírn? Gæsa hana?
Þú hallar þér að rúðunni og hugsar: Hvað ætli listaverkið sé langt? Er að fara að rigna? Og þú spyrð (engan sér- stakan): Er þetta augað á mér að horfa inn í galleríið eða augað á galleríinu að horfa út í heiminn? Inn í mig?
Þú hugsar: Er ég að missa af einhverju þarna inni í galleríinu, framan við kvikmyndina? Er ég að missa af einhverju í hinu galleríinu, handan við kvikmyndina? Eru allir enn með nóg í glösunum? Reykjavík utanhúss er ekki hvítur kubbur, hugsar þú, heldur svartur kubbur. Þú starir í gegnum tvo hvíta kubba – tvö gallerí – einsog linsu og filter. Ekki hreyfa þig frá opinu nema þú hreinlega ætlir að missa af einhverju.
Þú hugsar: Hvort er ég í salnum eða fyrir utan salinn? Þú ert í fjórða kubbinum, fjórðu víddinni – undir Kubba í Skutulsfirði, í kubbi heimsins, kubbur í heiminum – á meðan tveir heimskubbarar þvælast um í myrkrinu í Reykjavík, annar þeirra sveipaður laki, þungu klæði, að þér sýnist, svo ekki sjáist hvað þau eru annars lík, konan og maðurinn. Þú rýnir í skilti í myrkrinu og sérð að þarna er ekki ókeypis að leggja.
Óforvarendis birtist þýskur sjóstang- veiðimaður. Hérna við gluggann, það er að segja, ekki í rýminu handan hans, ekki í galleríinu handan rýmisins og þaðan af síður þarna á Klapparstígnum – og leggst á gægjur með þér, gerist túristi í enn öðrum heimi. Setur augað að öðru líkamsopi og þú veltir því fyrir þér hvort þú eigir að heilsa, en veist ekki til hvers er ætlast. Þið eruð í öllum veruleikum samtímis og spyrjið ykkur ósjálfrátt hvort þetta sé hluti af leiknum. Er þessi maður á vegum listamannsins – kannski hann sé á vegum sjálfrar listarinnar? Hann er dálítið léttur, það leynir sér ekki, það gæti bent til þess að hann sé nýkominn úr kokteilboðinu.
Þetta er kannski einhver vinur Sykurmolans frá því á meikárunum? Fyrir aftan sjóstangveiðimanninn standa fleiri þýskir sjóstangveiðimenn, kannski 6 eða 7, heil stórsveit af Deutsche Zuckerwürfel. Þeir eru líka léttir og tala saman í hálfum hljóðum, kannski eru þeir jafn þunnir og þeir eru léttir og skyldi engan undra, eftir aðra eins veislu.
Þegar sjóstangveiðimennirnir eru farnir og konan sem eitt sinn líktist lista- manninum en er nú hjúpuð í lak er búin að snerta heiminn, áreiðanlega í síðasta sinn, snúa þau aftur inn í hvíta kubbinn í Reykjavík. Sykurmolum, Nýhilistum, barnsmæðrum, myndlistarmönnum og öðrum menningarborgurum bregður aftur fyrir. Konunni er stillt upp og svo er hún óforvarendis afhjúpuð. Hún veit ekki hver hún var, hvar hún er, og svo veit hún það skyndilega. Líkist aftur listamanninum. Hún brosir. Þetta virðist ekki hafa riðið henni að fullu, en maður veit aldrei. Ekki á meðan það er enn alltílagi. Maður veit aldrei fyrren manni er riðið að fullu. Það gerist alveg án þess að gera boð á undan sér.
Einhver tekur af konunni polaroid- mynd. Það er ennþá kalt úti og þig langar að fara inn og fá þér kaffi, meðan þú bíður eftir því að sýningin opni. Þá ætlarðu að fá þér vín með öllum hinum.
Eiríkur Örn Norðdahl fyrir sýningu Haraldar Jónssonar í Gallerí Úthverfu, Ísafirði.
……………..
Haraldur Jónsson stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskólanum, Kunstakademie Düsseldorf, Vestur-Þýskalandi og Institut des Hautes Études í París, Frakklandi. Undanfarna áratugi hefur hann haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í yfir hundrað samsýningum um víða veröld. Heimasíða hans er haraldurjonsson.com.
10.6 – 30.7 2017
Innhverfa / Úthverfa
Þú stendur og gægist innum lítið gægjugat á stórum glugga og verður vitni að skemmtanalífinu einsog það á sér stað í hvítum kubbi í Reykjavík. Þar er kona, valin af handahófi sveipuð hvítu klæði yfir höfuð og niðureftir líkama. Hún er leidd áfram af manni – það var svipur með þeim áður en höfuðið hvarf undir draugalakið – í gegnum sal fullan af kunnuglegu fólki. Þú sérð gamla Sykurmola, gamla Nýhilista, erlend ljóðskáld, frænku þína sem rak einu sinni forlag, myndlistarkonu sem á barn með frægasta glímukappa landsins og auðvitað talsvert af ókunnugu fólki. Þú vilt heilsa en lætur það vera.
Það er kalt úti, við erum á hjara veraldar, ekki í ysnum, ekki í suðrænni höfuð-borginni, og þú herðir trefilinn um hálsinn og pírir opna augað, setur lófann fyrir hitt augað og starir innum gatið á galleríinu. Upp í rassgatið á galleríinu, gegnum meltingarveg úr ljósleiðurum, geislaður alla leið til Reykjavíkur. Þetta er augljóslega töfralampi – Laterna Magica – en þú ert ekki viss nákvæmlega í hvaða vídd sýningin á sér stað. Og sennilega er það einmitt galdurinn. Þú kannast við tilfinninguna af félagsmiðlum, þótt hún sé ekki alveg eins, en þetta: Að stara í gegnum op, vera í senn einn og með öðrum, í senn sjá og til sýnis. Einhver verður að hafa eftirlit með því sem hefur gerst, því sem gerist núna. Þessi einhver ert þú, hvítu kubbarnir sem þú starir í gegnum, eða listaverkið sem röltir um miðbæinn.
Það er gat á veruleikanum og það er einsog augað á þér hafi verið saumað fast við það. Þú fylgist með hverju skrefi, stendur grafkyrr og gegnumlýstur þótt þér sé farið að kólna því þú vilt ekki missa af neinu. Þau fara út úr húsinu. Þarna er sjálft Þjóðleikhúsið, sjálfur Klappar- stígurinn og konan með klæðið yfir höfðinu, sem gerir það að verkum að hún líkist ekki lengur manninum sem leiðir hana áfram. Hann er hærri en hún, teygðari, dekkri; hún er einsog hauslaus ísbjörn undir klæðinu, snertir heiminn í síðasta sinn, káfar á bílum og veggjum og dinglar reiðhjólabjöllum. Maðurinn segir ekkert en heldur þétt í hana. Hann er mjög alvarlegur. Hvað vakir fyrir honum? Leiðir hann konuna til aftöku? Ætlar hann að kvænast henni? Halda henni undir skírn? Gæsa hana?
Þú hallar þér að rúðunni og hugsar: Hvað ætli listaverkið sé langt? Er að fara að rigna? Og þú spyrð (engan sér- stakan): Er þetta augað á mér að horfa inn í galleríið eða augað á galleríinu að horfa út í heiminn? Inn í mig?
Þú hugsar: Er ég að missa af einhverju þarna inni í galleríinu, framan við kvikmyndina? Er ég að missa af einhverju í hinu galleríinu, handan við kvikmyndina? Eru allir enn með nóg í glösunum? Reykjavík utanhúss er ekki hvítur kubbur, hugsar þú, heldur svartur kubbur. Þú starir í gegnum tvo hvíta kubba – tvö gallerí – einsog linsu og filter. Ekki hreyfa þig frá opinu nema þú hreinlega ætlir að missa af einhverju.
Þú hugsar: Hvort er ég í salnum eða fyrir utan salinn? Þú ert í fjórða kubbinum, fjórðu víddinni – undir Kubba í Skutulsfirði, í kubbi heimsins, kubbur í heiminum – á meðan tveir heimskubbarar þvælast um í myrkrinu í Reykjavík, annar þeirra sveipaður laki, þungu klæði, að þér sýnist, svo ekki sjáist hvað þau eru annars lík, konan og maðurinn. Þú rýnir í skilti í myrkrinu og sérð að þarna er ekki ókeypis að leggja.
Óforvarendis birtist þýskur sjóstang- veiðimaður. Hérna við gluggann, það er að segja, ekki í rýminu handan hans, ekki í galleríinu handan rýmisins og þaðan af síður þarna á Klapparstígnum – og leggst á gægjur með þér, gerist túristi í enn öðrum heimi. Setur augað að öðru líkamsopi og þú veltir því fyrir þér hvort þú eigir að heilsa, en veist ekki til hvers er ætlast. Þið eruð í öllum veruleikum samtímis og spyrjið ykkur ósjálfrátt hvort þetta sé hluti af leiknum. Er þessi maður á vegum listamannsins – kannski hann sé á vegum sjálfrar listarinnar? Hann er dálítið léttur, það leynir sér ekki, það gæti bent til þess að hann sé nýkominn úr kokteilboðinu.
Þetta er kannski einhver vinur Sykurmolans frá því á meikárunum? Fyrir aftan sjóstangveiðimanninn standa fleiri þýskir sjóstangveiðimenn, kannski 6 eða 7, heil stórsveit af Deutsche Zuckerwürfel. Þeir eru líka léttir og tala saman í hálfum hljóðum, kannski eru þeir jafn þunnir og þeir eru léttir og skyldi engan undra, eftir aðra eins veislu.
Þegar sjóstangveiðimennirnir eru farnir og konan sem eitt sinn líktist lista- manninum en er nú hjúpuð í lak er búin að snerta heiminn, áreiðanlega í síðasta sinn, snúa þau aftur inn í hvíta kubbinn í Reykjavík. Sykurmolum, Nýhilistum, barnsmæðrum, myndlistarmönnum og öðrum menningarborgurum bregður aftur fyrir. Konunni er stillt upp og svo er hún óforvarendis afhjúpuð. Hún veit ekki hver hún var, hvar hún er, og svo veit hún það skyndilega. Líkist aftur listamanninum. Hún brosir. Þetta virðist ekki hafa riðið henni að fullu, en maður veit aldrei. Ekki á meðan það er enn alltílagi. Maður veit aldrei fyrren manni er riðið að fullu. Það gerist alveg án þess að gera boð á undan sér.
Einhver tekur af konunni polaroid- mynd. Það er ennþá kalt úti og þig langar að fara inn og fá þér kaffi, meðan þú bíður eftir því að sýningin opni. Þá ætlarðu að fá þér vín með öllum hinum.
Eiríkur Örn Norðdahl fyrir sýningu Haraldar Jónssonar í Gallerí Úthverfu, Ísafirði.
……………..
Haraldur Jónsson stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskólanum, Kunstakademie Düsseldorf, Vestur-Þýskalandi og Institut des Hautes Études í París, Frakklandi. Undanfarna áratugi hefur hann haldið á fimmta tug einkasýninga og tekið þátt í yfir hundrað samsýningum um víða veröld. Heimasíða hans er haraldurjonsson.com.
Karlotta Blöndal
6.5 – 4.6 2017
,,Þrír hnettir á sí-endurtekinni ferð um sporbraut í himingeimnum, einn er ljós, annar er dökkur. Við, sem erum áhorfendur á sýningu Karlottu Blöndal í Gallerí Úthverfu, erum stödd á þriðja hnettinum. Hann er hvorki hvítur né svartur heldur sýnist blár í mikilli fjarlægð. Skyndilega dimmir í galleríinu, það er eins og einhver sé að dempa ljósin. Við skynjum hvernig dregur úr birtu smám saman og áttum okkur á því að einn hnötturinn er byrjaður að skyggja á annan, sá dökki hefur lent í beinni sjónlínu milli okkar og ljósa hnattarins, hann byrgir okkur sýn. Það verður sífellt dimmara þangað til orðið er algert myrkur og við rétt greinum útlínur verkanna á veggjum gallerísins. Skuggamyndir. Í sama andartaki birtir og fljótlega er orðið jafn bjart og áður, verkin koma í ljós á ný. Atburðurinn sem við höfum orðið vitni að stendur ekki mjög lengi yfir, aðeins í örfáar mínútur. Gæti hugsast að tíminn sem hið mikla myrkur átti sér stað hafi verið svipað langur og tæki að teikna litla teikningu, kannski eins og þær sem settar hafa verið upp á sýningunni í galleríinu þar sem við erum stödd?
Á sýningu Karlottu Blöndal má sjá ný verk sem Karlotta hefur unnið á undanförnum mánuðum fyrir rými Gallerís Úthverfu og tengjast öll í gegnum teikningu. Á sýningunni tekur á móti áhorfendum verk sem líkist helst fána, þar sem skeytt er saman teikningu og textíl. Tákræn merking fánans er hins vegar óljós. Í stórri blýantsteikningu teygja hvítir geislar sig undan dökkum hnetti en ná aðeins að lýsa upp rýmið í kringum hann. Frá miðju og að jöðrum pappírsins er myrkur. Efnið sem fest hefur verið við pappírinn er órætt framhald teikningarinnar, ljósstrengir sem ganga niður úr myndinni. Í verkinu má sjá mynd af sólmyrkva, fyrirbæri sem lýtur lögmálum himintunglanna og er handan tíma og rýmis gallerísins. Samt sem áður er myndin auðþekkjanlegt tákn, tungl fyrir miðju sólar. Þrátt fyrir að verkið sé nær tvívítt er mynd þess tákn um atburð í rými sem er stjarnfræðilega stórt, verkið staðsetur tunglið milli áhorfenda og sólarinnar. Ef komið er nær og horft handan myndarinnar, á teikninguna sjálfa, má sjá að verkið hefur í raun tekið á sig þrívítt form. Myrkrið sem umlykur birtuna í verkinu verður til með sí-endurtekinni teikningu listamannsins sem þekur pappírinn smám saman með þykku lagi af grafíti. Í textilnum má finna andstæðu þessa ferlis en þar hefur listamaðurinn tekið efnið í sundur, þráð fyrir þráð. Efnið er gegnsæ himna sem hleypir birtu í gegnum hluta verksins. Önnur verk sýningarinnar eru smærri og öll af sömu stærð. Á veggjum gallerísins má sjá rauðar og gulleitar teikningar auk nokkurra sem unnar eru með blýanti. Þessi verk birta áhorfendum annað rými en stærra verkið sem myndgerir hinn ytri heim. Teikningarnar opna leið inn í innri heim en ekki heim listamannsins heldur efnisins sjálfs. Í stað þess að efnisgera myrkrið á papírnum er hver teikning listamannsins tilraun til þess að gera birtuna sýnilega.
Karlotta leggur stund á teikningu, en athöfnin að teikna er fyrir listamanninum spunakennd iðkun. Hver teikning er atburður sem tekur ekki langan tíma, stundum örfáar mínútur. Í verkum sýningarinnar má greina feril blýantsins í teikningunni og fylgja þannig hendi listamannsins eins og hún væri á braut um spor í rými pappírsins. Eins og hnöttur á spori um himingeiminn. Hvort erum við á leið inn í myrkrið eða í átt að birtunni? Það kemur í ljós.‘‘ - Heiðar Kári Rannversson listfræðingur
...............
Karlotta Böndal útskrifaðist frá Listaakademíunni í Malmö 2002 og býr nú og starfar í Reykjavík. Hún hefur sýnt víða, bæði hér á landi sem erlendis og hefur dvalið á ýmsum vinnustofum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Hún ritstýrði og var meðútgefandi tímaritsins Sjónauka (tímarit um myndlist og fræði) auk þess að hafa komið að nokkrum listamannreknum rýmum. Hún hefur verið stundakennari við Listháskóla Íslands og er nú stundakennari við Myndlistarskólann í Reykjavík. Sum verka hennar má sjá á heimasíðunni: www.karlottablondal.net
6.5 – 4.6 2017
,,Þrír hnettir á sí-endurtekinni ferð um sporbraut í himingeimnum, einn er ljós, annar er dökkur. Við, sem erum áhorfendur á sýningu Karlottu Blöndal í Gallerí Úthverfu, erum stödd á þriðja hnettinum. Hann er hvorki hvítur né svartur heldur sýnist blár í mikilli fjarlægð. Skyndilega dimmir í galleríinu, það er eins og einhver sé að dempa ljósin. Við skynjum hvernig dregur úr birtu smám saman og áttum okkur á því að einn hnötturinn er byrjaður að skyggja á annan, sá dökki hefur lent í beinni sjónlínu milli okkar og ljósa hnattarins, hann byrgir okkur sýn. Það verður sífellt dimmara þangað til orðið er algert myrkur og við rétt greinum útlínur verkanna á veggjum gallerísins. Skuggamyndir. Í sama andartaki birtir og fljótlega er orðið jafn bjart og áður, verkin koma í ljós á ný. Atburðurinn sem við höfum orðið vitni að stendur ekki mjög lengi yfir, aðeins í örfáar mínútur. Gæti hugsast að tíminn sem hið mikla myrkur átti sér stað hafi verið svipað langur og tæki að teikna litla teikningu, kannski eins og þær sem settar hafa verið upp á sýningunni í galleríinu þar sem við erum stödd?
Á sýningu Karlottu Blöndal má sjá ný verk sem Karlotta hefur unnið á undanförnum mánuðum fyrir rými Gallerís Úthverfu og tengjast öll í gegnum teikningu. Á sýningunni tekur á móti áhorfendum verk sem líkist helst fána, þar sem skeytt er saman teikningu og textíl. Tákræn merking fánans er hins vegar óljós. Í stórri blýantsteikningu teygja hvítir geislar sig undan dökkum hnetti en ná aðeins að lýsa upp rýmið í kringum hann. Frá miðju og að jöðrum pappírsins er myrkur. Efnið sem fest hefur verið við pappírinn er órætt framhald teikningarinnar, ljósstrengir sem ganga niður úr myndinni. Í verkinu má sjá mynd af sólmyrkva, fyrirbæri sem lýtur lögmálum himintunglanna og er handan tíma og rýmis gallerísins. Samt sem áður er myndin auðþekkjanlegt tákn, tungl fyrir miðju sólar. Þrátt fyrir að verkið sé nær tvívítt er mynd þess tákn um atburð í rými sem er stjarnfræðilega stórt, verkið staðsetur tunglið milli áhorfenda og sólarinnar. Ef komið er nær og horft handan myndarinnar, á teikninguna sjálfa, má sjá að verkið hefur í raun tekið á sig þrívítt form. Myrkrið sem umlykur birtuna í verkinu verður til með sí-endurtekinni teikningu listamannsins sem þekur pappírinn smám saman með þykku lagi af grafíti. Í textilnum má finna andstæðu þessa ferlis en þar hefur listamaðurinn tekið efnið í sundur, þráð fyrir þráð. Efnið er gegnsæ himna sem hleypir birtu í gegnum hluta verksins. Önnur verk sýningarinnar eru smærri og öll af sömu stærð. Á veggjum gallerísins má sjá rauðar og gulleitar teikningar auk nokkurra sem unnar eru með blýanti. Þessi verk birta áhorfendum annað rými en stærra verkið sem myndgerir hinn ytri heim. Teikningarnar opna leið inn í innri heim en ekki heim listamannsins heldur efnisins sjálfs. Í stað þess að efnisgera myrkrið á papírnum er hver teikning listamannsins tilraun til þess að gera birtuna sýnilega.
Karlotta leggur stund á teikningu, en athöfnin að teikna er fyrir listamanninum spunakennd iðkun. Hver teikning er atburður sem tekur ekki langan tíma, stundum örfáar mínútur. Í verkum sýningarinnar má greina feril blýantsins í teikningunni og fylgja þannig hendi listamannsins eins og hún væri á braut um spor í rými pappírsins. Eins og hnöttur á spori um himingeiminn. Hvort erum við á leið inn í myrkrið eða í átt að birtunni? Það kemur í ljós.‘‘ - Heiðar Kári Rannversson listfræðingur
...............
Karlotta Böndal útskrifaðist frá Listaakademíunni í Malmö 2002 og býr nú og starfar í Reykjavík. Hún hefur sýnt víða, bæði hér á landi sem erlendis og hefur dvalið á ýmsum vinnustofum í Evrópu og Mið-Austurlöndum. Hún ritstýrði og var meðútgefandi tímaritsins Sjónauka (tímarit um myndlist og fræði) auk þess að hafa komið að nokkrum listamannreknum rýmum. Hún hefur verið stundakennari við Listháskóla Íslands og er nú stundakennari við Myndlistarskólann í Reykjavík. Sum verka hennar má sjá á heimasíðunni: www.karlottablondal.net
Örn Alexander Ámundason
13.4 – 3.5 2017
,,Ljóðræn kveikja samspils (ó)huglægs í samhengi.’’
„Það skiptir ekki máli hvað maður sýnir" misheyrði Örn einu sinni. Síðan þá hefur hann velt því fyrir sér hvort það sé satt og ef svo er, hvernig ákveður maður hvað sé sýnt og hvernig það sé sýnt?
Örn útskrifaðist frá Listaháskólanum í Malmö (BFA, 2009 og MFA, 2011). Af nýlegum sýningum má nefna: Nokkur nýleg verk í Listasafni Reykjavíkur; Regarding the Light í RAKE Visningsrom, Noregi; Hópsýning í Nýlistasafninu; Toes/Tær í Verksmiðjunni á Hjalteyri; Sea of Love í SØ, Danmörku; Collaboration Monument í Platform Belfast, N-Írlandi; Myndlist minjar í Listasafninu á Akureyri; Play Along, Recast í Lunds Konsthall, Svíþjóð; Þrykk í Sogn og Fjordane Kunstmuseum, Noregi; The Armory Show í New York, Bandaríkjunum; og Kreppa í Brandenburgischer Kunstverein, Þýskalandi. Nýlegir gjörningar: Bergen International Perfomance Festival, Noregur; Bästa Biennalen, Svíþjóð; Reyjavik Dance Festival; og ACTS Performance Festival Roskilde, Danmörk.
13.4 – 3.5 2017
,,Ljóðræn kveikja samspils (ó)huglægs í samhengi.’’
„Það skiptir ekki máli hvað maður sýnir" misheyrði Örn einu sinni. Síðan þá hefur hann velt því fyrir sér hvort það sé satt og ef svo er, hvernig ákveður maður hvað sé sýnt og hvernig það sé sýnt?
Örn útskrifaðist frá Listaháskólanum í Malmö (BFA, 2009 og MFA, 2011). Af nýlegum sýningum má nefna: Nokkur nýleg verk í Listasafni Reykjavíkur; Regarding the Light í RAKE Visningsrom, Noregi; Hópsýning í Nýlistasafninu; Toes/Tær í Verksmiðjunni á Hjalteyri; Sea of Love í SØ, Danmörku; Collaboration Monument í Platform Belfast, N-Írlandi; Myndlist minjar í Listasafninu á Akureyri; Play Along, Recast í Lunds Konsthall, Svíþjóð; Þrykk í Sogn og Fjordane Kunstmuseum, Noregi; The Armory Show í New York, Bandaríkjunum; og Kreppa í Brandenburgischer Kunstverein, Þýskalandi. Nýlegir gjörningar: Bergen International Perfomance Festival, Noregur; Bästa Biennalen, Svíþjóð; Reyjavik Dance Festival; og ACTS Performance Festival Roskilde, Danmörk.
Eduardo Abrantes
25.2 2017
HORN ERU BEYGJUR / CORNERS ARE CURVES
Hljóðainnsetning - ganga – spunakór
Hljóðlistamaðurinn Eduardo Abrantes hefur dvalið á listavinnustofu ArtsIceland á Ísafirði undanfarinn mánuð og á laugardagskvöld býður hann til kynningar í Edinborgarsal og Úthverfu á því sem hann hefur unnið að. Horn eru beygjur / Corners are curves er fjölóma innsetning/hljóðverk sem fléttar saman hljóðum sem listamaðurinn hefur safnað saman meðan á Ísafjarðardvölinni hefur staðið.
Verkið er samsett af stýrðum vettvangsupptökum sem framkvæmdar voru víðsvegar um Ísafjörð, í einkarýmum sem opinberum rýmum. Þær fela í sér hljóð landslags fjarðarins, sem á sama tíma, er bæði opinbert og afar persónulegt. Titillinn vísar í landfræði fjarðarins, hvernig horn hans verða að beygjum og leikur hans að því sem er virðist bæði ögrandi og aðlaðandi leiðangur - sem reynir á líkamann og frelsar sálina. Hann hefur einnig tilvísun í innra landslag manneskjunnar sem hún deilir með öðrum, þar sem glímur nútíðar og fortíðar birtast í sterkari sannfæringu um hvernig lífið og undur þess afneita beinum línum.
Eduardo Abrantes er fæddur árið 1979 í Lisbon í Portúgal. Hann er listrænn fræðimaður, hljóðlistamaður og kvikmyndagerðarmaður. Hann býr nú í Kaupmannahöfn þar sem undanfarið hann hefur lagt áherslu á að kanna hvernig reynslu hversdagsins getur verið mætt af aukinni athygli í gegnum aðferðir gjörningslistar. Um dvöl sína og störf á Ísafirði segir Eduardo: Mánaðarlöng dvöl mín á listavinnustofunni á Ísafirði birtist í röð óvæntra samfunda fullum andagiftar. Milli alltumvefjandi landslagsins - kraftmikils og flæðandi - og fólksins sem það fóstrar, hef ég fengið færi á að vefa inn hljómfall eigin lífs, verið boðinn velkominn, mætt gamansömum áskorunum, og öðru fremur fengið að taka þátt af einskærum áhuga. Frekari upplýsingar um Eduardo Abrantes og verk hans er að finna á:www.pairsofthree.org
HORN ERU BEYGJUR / CORNERS ARE CURVES (that is why we walk into them)
Quadraphonic (4 channel surround) sound installation + walk + improvised choral encounter. My month-long residency at ArtsIceland in Ísafjörður has manifested as a series of inspiring encounters. Between the surrounding landscape – both monumental and fluid – and its people, I have been allowed to weave my own life rhythms, being guided, welcomed, playfully challenged, and above all, engaged with full curiosity. HORN ERU BEYGJUR / CORNERS ARE CURVES is a surround installation/sound composition that knits together some of these sonic encounters. It is composed of manipulated field recordings taken in different environments in Ísafjörður, both private and public spaces, including that strangely simultaneously public and intensely private space, the acoustic of the fjord landscape itself.
The title refers to the geography of the fjords, its corners turning into curves, its play of seemingly both challenging and inviting navigation – hard on the body and freeing in the soul. It refers also to my own shared internal landscape as a human, how past and present struggles strengthen conviction, how life and wonder shun straight lines.
Eduardo Abrantes (b. 1979 in Lisbon, Portugal) is an artistic researcher, sound artist and filmmaker. Currently based in Copenhagen, Denmark, his recent practice has focused on how everyday experience can be met with heightened awareness through performative practice and strategies. For further info: www.pairsofthree.org
25.2 2017
HORN ERU BEYGJUR / CORNERS ARE CURVES
Hljóðainnsetning - ganga – spunakór
Hljóðlistamaðurinn Eduardo Abrantes hefur dvalið á listavinnustofu ArtsIceland á Ísafirði undanfarinn mánuð og á laugardagskvöld býður hann til kynningar í Edinborgarsal og Úthverfu á því sem hann hefur unnið að. Horn eru beygjur / Corners are curves er fjölóma innsetning/hljóðverk sem fléttar saman hljóðum sem listamaðurinn hefur safnað saman meðan á Ísafjarðardvölinni hefur staðið.
Verkið er samsett af stýrðum vettvangsupptökum sem framkvæmdar voru víðsvegar um Ísafjörð, í einkarýmum sem opinberum rýmum. Þær fela í sér hljóð landslags fjarðarins, sem á sama tíma, er bæði opinbert og afar persónulegt. Titillinn vísar í landfræði fjarðarins, hvernig horn hans verða að beygjum og leikur hans að því sem er virðist bæði ögrandi og aðlaðandi leiðangur - sem reynir á líkamann og frelsar sálina. Hann hefur einnig tilvísun í innra landslag manneskjunnar sem hún deilir með öðrum, þar sem glímur nútíðar og fortíðar birtast í sterkari sannfæringu um hvernig lífið og undur þess afneita beinum línum.
Eduardo Abrantes er fæddur árið 1979 í Lisbon í Portúgal. Hann er listrænn fræðimaður, hljóðlistamaður og kvikmyndagerðarmaður. Hann býr nú í Kaupmannahöfn þar sem undanfarið hann hefur lagt áherslu á að kanna hvernig reynslu hversdagsins getur verið mætt af aukinni athygli í gegnum aðferðir gjörningslistar. Um dvöl sína og störf á Ísafirði segir Eduardo: Mánaðarlöng dvöl mín á listavinnustofunni á Ísafirði birtist í röð óvæntra samfunda fullum andagiftar. Milli alltumvefjandi landslagsins - kraftmikils og flæðandi - og fólksins sem það fóstrar, hef ég fengið færi á að vefa inn hljómfall eigin lífs, verið boðinn velkominn, mætt gamansömum áskorunum, og öðru fremur fengið að taka þátt af einskærum áhuga. Frekari upplýsingar um Eduardo Abrantes og verk hans er að finna á:www.pairsofthree.org
HORN ERU BEYGJUR / CORNERS ARE CURVES (that is why we walk into them)
Quadraphonic (4 channel surround) sound installation + walk + improvised choral encounter. My month-long residency at ArtsIceland in Ísafjörður has manifested as a series of inspiring encounters. Between the surrounding landscape – both monumental and fluid – and its people, I have been allowed to weave my own life rhythms, being guided, welcomed, playfully challenged, and above all, engaged with full curiosity. HORN ERU BEYGJUR / CORNERS ARE CURVES is a surround installation/sound composition that knits together some of these sonic encounters. It is composed of manipulated field recordings taken in different environments in Ísafjörður, both private and public spaces, including that strangely simultaneously public and intensely private space, the acoustic of the fjord landscape itself.
The title refers to the geography of the fjords, its corners turning into curves, its play of seemingly both challenging and inviting navigation – hard on the body and freeing in the soul. It refers also to my own shared internal landscape as a human, how past and present struggles strengthen conviction, how life and wonder shun straight lines.
Eduardo Abrantes (b. 1979 in Lisbon, Portugal) is an artistic researcher, sound artist and filmmaker. Currently based in Copenhagen, Denmark, his recent practice has focused on how everyday experience can be met with heightened awareness through performative practice and strategies. For further info: www.pairsofthree.org
Sigríður Ásgeirsdóttir
19.2 – 19.3 2017
Sigríður hefur allan sinn feril verið innspíreruð af náttúrunni og áhrifum náttúrunnar á mannssálina. En einnig af formunum sem náttúran er svo auðug af, yfirborði landsins og því óstjórnlega afli sem náttúran býr yfir. Þó Sigríður Ásgeirsdóttir hafi mest unnið í steint gler, þá hefur hún einnig notað margvísleg önnur efni til listsköpunar. Hún hefur unnið teikningar með títuprjónum, blýteikningar með lausu blýi, bókverk og skúlptúra. Á sýningunni eru vatnslitamyndir sem hún vann að í Siena á Ítalíu vorið 2016. Í þeim fæst hún við fræbera af ýmsum plöntum sem hún tíndi upp á leið sinni í studíóið. Hún vatnslitaði plönturnar ferskar og svo aftur eftir því sem þær eltust þar til þær voru orðnar eins og kunningjar á vinnustofunni, málaðar á hinum ýmsu stigum þroskaferils síns.
Sigríður Ásgeirsdóttir lagði stund á myndlistarnám hér heima í Myndlistaskólanum í Reykjavik á árunum 1976-1978. Hún lauk BA Hon. prófi frá Edinburgh College of Art árið 1983 og Post Graduate Diploma frá sama skóla árið 1984.
Hún hefur unnið verk í margar opinberar byggingar síðan hún lauk námi, meðal annars Þjóðarbókhlöðuna, Kapellu sjúkrahússins á Ísafirði, Heilsugæslustöð Seltjarnarness, Barnaskólann á Húsavík, Íslandsbanka og Kapellu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum. Sigríður hefur haldið fjöldmargar einkasýningar, þá fyrstu í the Vaughan Gallery í St. Andrews í Skotlandi 1987. Þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga m.a. í Japan, Nýja Sjálandi, Kanada, Þýskalandi, Frakklandi, Írlandi, Wales, Austurríki, Bandaríkjunum og Bretlandi. Verk eftir hana eru á söfnum meðal annars í Bandaríkjunum og Japan.
19.2 – 19.3 2017
Sigríður hefur allan sinn feril verið innspíreruð af náttúrunni og áhrifum náttúrunnar á mannssálina. En einnig af formunum sem náttúran er svo auðug af, yfirborði landsins og því óstjórnlega afli sem náttúran býr yfir. Þó Sigríður Ásgeirsdóttir hafi mest unnið í steint gler, þá hefur hún einnig notað margvísleg önnur efni til listsköpunar. Hún hefur unnið teikningar með títuprjónum, blýteikningar með lausu blýi, bókverk og skúlptúra. Á sýningunni eru vatnslitamyndir sem hún vann að í Siena á Ítalíu vorið 2016. Í þeim fæst hún við fræbera af ýmsum plöntum sem hún tíndi upp á leið sinni í studíóið. Hún vatnslitaði plönturnar ferskar og svo aftur eftir því sem þær eltust þar til þær voru orðnar eins og kunningjar á vinnustofunni, málaðar á hinum ýmsu stigum þroskaferils síns.
Sigríður Ásgeirsdóttir lagði stund á myndlistarnám hér heima í Myndlistaskólanum í Reykjavik á árunum 1976-1978. Hún lauk BA Hon. prófi frá Edinburgh College of Art árið 1983 og Post Graduate Diploma frá sama skóla árið 1984.
Hún hefur unnið verk í margar opinberar byggingar síðan hún lauk námi, meðal annars Þjóðarbókhlöðuna, Kapellu sjúkrahússins á Ísafirði, Heilsugæslustöð Seltjarnarness, Barnaskólann á Húsavík, Íslandsbanka og Kapellu sjúkrahússins í Vestmannaeyjum. Sigríður hefur haldið fjöldmargar einkasýningar, þá fyrstu í the Vaughan Gallery í St. Andrews í Skotlandi 1987. Þá hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga m.a. í Japan, Nýja Sjálandi, Kanada, Þýskalandi, Frakklandi, Írlandi, Wales, Austurríki, Bandaríkjunum og Bretlandi. Verk eftir hana eru á söfnum meðal annars í Bandaríkjunum og Japan.
Cale Coduti
15.2 – 18.2 2017
Cale Coduti er amerískur málari. Hann útskrifaðist frá Pennsylvania State University 2016 með BFA í teiknun og málun. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar í Bandaríkjunum frá 2014 og hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir verk sín. Á sýningunni í Úthverfu verða teikningar og málverk sem hann hefur unnið á meðan á dvöl hans hefur staðið í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði. Mörg verka hans tjá tilfinningar sem liggja djúpt og eru ekki auðveldar að túlka með orðum. Verkin eru fagurfræðilegar tilraunir, stundum fullar af leik og gleði og stundum þrungnar myrkri og meiningu sem erfitt er að skilgreina.
15.2 – 18.2 2017
Cale Coduti er amerískur málari. Hann útskrifaðist frá Pennsylvania State University 2016 með BFA í teiknun og málun. Hann hefur tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar í Bandaríkjunum frá 2014 og hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga fyrir verk sín. Á sýningunni í Úthverfu verða teikningar og málverk sem hann hefur unnið á meðan á dvöl hans hefur staðið í gestavinnustofum ArtsIceland á Ísafirði. Mörg verka hans tjá tilfinningar sem liggja djúpt og eru ekki auðveldar að túlka með orðum. Verkin eru fagurfræðilegar tilraunir, stundum fullar af leik og gleði og stundum þrungnar myrkri og meiningu sem erfitt er að skilgreina.
Baldvin Einarsson
22.12 2016 – 10.2 2017
.:: Jæja vinir, á þessari sýningu rabbar dúfa við vegfarendur um hin ýmsustu málefni: pólitíkina, listina, mansandann og fleira. Hún sýnir nokkrar myndir eftir belgaíska listamenn en Baldvin býr í Antwerpen og starfar þar um þessar mundir. Einnig sýnir hún teikningar og kólash eftir listamanninn sjálfan og rýnir í efnið. Lifið heil og ræktið andann. Spáið í hryggnum og reynið að vera andlega bein í baki ::.
Baldvin Einarsson (1985) er fæddur og uppalinn á Akranesi en býr nú og starfar í Antwerpen. Hann nam á myndlastarbraut Listaháskóla Íslands 2008-11 og lagði síðan stund á frumhaldsnám í Belgíu og útskrifaðist með mastersgráðu 2014. Baldvin hefur unnið til ýmissa verðlauna á meginlandi Evrópu sem og á gamla fróninu Íslandi.
http://cargocollective.com/baldvin
Kristján Guðmundsson
29.10 – 27.11 2016
Á sýningunni í Úthverfu eru sex verk frá árunum 1972-2015.
Kristján Guðmundsson (1941) hóf listferil sinn snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann varð strax félagi í SÚM – hópi ungra framsækinna listamanna sem unnu með konsept og innsetningar sem þá voru að ryðja sér til rúms.
Hann bjó í Hollandi á áttunda áratugnum og komst þá í nánari tengsl við þá avant-garde strauma og stefnur sem voru ráðandi í listheiminum á þeim tíma.
Kristján hefur búið á Íslandi síðan 1979. Hann er í hópi virtustu listamanna þjóðarinnar, list hans hefur verið lýst þannig að hún er bæði í takt við þær hefðir sem ráðið hafa ferðinni í vestrænni samtímalista á seinni hluta síðustu aldar og er jafnframt merkilegt innlegg í margbrotið tímabil abstrakt- og konsept-listar eftirstríðsáranna hér á landi.
Kristján var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 1982 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína, m.a. sænsku Carnegie verðlaunin.
29.10 – 27.11 2016
Á sýningunni í Úthverfu eru sex verk frá árunum 1972-2015.
Kristján Guðmundsson (1941) hóf listferil sinn snemma á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann varð strax félagi í SÚM – hópi ungra framsækinna listamanna sem unnu með konsept og innsetningar sem þá voru að ryðja sér til rúms.
Hann bjó í Hollandi á áttunda áratugnum og komst þá í nánari tengsl við þá avant-garde strauma og stefnur sem voru ráðandi í listheiminum á þeim tíma.
Kristján hefur búið á Íslandi síðan 1979. Hann er í hópi virtustu listamanna þjóðarinnar, list hans hefur verið lýst þannig að hún er bæði í takt við þær hefðir sem ráðið hafa ferðinni í vestrænni samtímalista á seinni hluta síðustu aldar og er jafnframt merkilegt innlegg í margbrotið tímabil abstrakt- og konsept-listar eftirstríðsáranna hér á landi.
Kristján var fulltrúi Íslands á Feneyjartvíæringnum 1982 og hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir list sína, m.a. sænsku Carnegie verðlaunin.
Natalie Saccu de Franchi
CANDICE – MALOJÁ - ALMALIZA
17.9 – 23.10 2016
Natalie aka ML is an architect, film maker/editor, she lives and works in Paris. Her first short film Diatomée (2005) was swiftly turned into a ‘corps-métrage’ concept, which is how she defines her work. After that she moved on to the triptych titled Claire Obscure (2009) and Malojá (2010) thanks to various collaborations, one being the acclaimed one with Steven Severin for Malojá during the Nouveau Cinéma Festival of Montreal in October 2010 and at the London Tate Britain in December 2010. Her commissioned work on Pieter Nooten’s piece of music ‘Slowed’ reveals the paramount of her sensitivity; it was hosted at FiFi gallery NYC-Miami-Mexico city, with its premiere in Mexico City in January 2013. Candice was filmed in Iceland in 2013 in homage of the Bergman film "Persona". It was presented at Festival "Air d’Islande” in Paris in February 2015. Candice is scored by Steven Severin featuring Neil Carlill and Julia Kent. This is the first time Candice is presented in Iceland. Her last project Almaliza, in collaboration with a French photographer Hipstoresk, was presented for the international short films competition at Nouveau Cinéma Festival of Montreal in October 2015 and exhibited at BFFW in Berlin as a video installation from 8th to 13th March 2016.
ML was at the ArtsIceland residency in Ísafjörður in september 2016 to work on an experimental video called Hollie, an ever-drifting woman to an eruptive birth. Facebook: Monade Li / ML
*Candice*, 9 min25 sec, b&w/color, HD 1080p. 2014. France and Iceland. Experimental. Original score by Steven Severin featuring Julia Kent (prélude & finale), spoken words by Neil Carlill.
*Malojá*, (/malora/), 6 min, color, 4/3 DV. 2010. France. Experimental. Original score by Steven Severin.
*Almaliza*, 5 min, b&w & color, HD 1080p, 2015, France. Experimental. In collaboration with Hipstoresk, French photographer.
Original score by Scottis.
Guðbjörg Lind Jónsdóttir
Jean Larson
Kristín Geirsdóttir
Ólöf Oddgeirsdóttir
FRUMDRÆTTIR OG FYRIRMYNDIR
18.8 – 11.9 2016
Sýningarheitið vísar til teikningarinnar sem tjáningarmiðils. Sýningin er samstarfsverkefni og stefnumót listamannanna Guðbjargar Lindar, Jean Larson, Kristínar Geirsdóttur og Ólafar Oddgeirsdóttur. Viðfangsefni og hugmyndaleg nálgun listamannanna eru ólík en verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að í þeim eru kannaðir og nýttir möguleikar teikningarinnar. Listamennirnir eiga að baki langan og fjölbreyttan feril, fjölda einka- og samsýninga bæði hér heima og erlendis. Guðbjörg, Kristín og Ólöf hafa oft unnið saman en þetta er í fyrsta sinn sem Jean Larson kemur til liðs við þær. Jean er frá Michigan í Bandaríkjunum og er mikill heimshornaflakkari. Hún hefur um nokkurt skeið dvalið á Íslandi og á nú athvarf á Flateyri þar sem hún hefur unnið verkin fyrir þessa sýningu.
DRAWINGS
18.8 – 11.9 2016
The exhibition is a collaborative rendez-vous between the Icelandic artists Guðbjörg Lind, Kristín Geirsdóttir and Ólöf Oddgeirsdóttir and the American artist Jean Larson. Their works vary in their approach and choice of motives but what they have in common is their exploration of the possibilities of the drawing as a medium. The three Icelandic artist have worked together before on several occasions but this is the first time Jean Larson joins the group, she travels the world but has spent some time in Iceland in recent years and has a place in Flateyri where she made the works for this show.
Margrét H. Blöndal
BORÐ
23.6 – 14.8 2016
Verk Margrétar eru hárfínar innsetningar þar sem hún nýtir sér fundið efni; þræði, prik, efnisbúta, plast og brot af hinu og þessu. Innsetningar hennar eru fagurfræðilegar perlur, þrungnar spennu og mystík. Heiti sýningarinnar – BORÐ - getur m.a. átt við auða bilið fyrir ofan vökva í íláti. Margrét H. Blöndal er Reykvíkingur og stundaði myndlistarnám á Íslandi og í Bandaríkjunum á árunum 1986-1997. Hún hefur tekið þátt í sýningum víðsvegar um landið og verk hennar hafa verið valin til sýningar á mikilvægum sýningum fyrir samtímalist víða um heim. Margrét hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín þ.á.m. hin þekktu Richard Serra verðlaun. http://www.margrethblondal.net/
Margrét Blöndal´s work consists of installations where she uses found material; thread, sticks, cloth, plastic and fragments of this and that to build the composition. Her installations are esthetic pearls, loaded with tensity and mystique. BORÐ means table or board in Icelandic but can also mean the empty space above the liquid in a cup. Margrét H. Blöndal studied art in Reykjavík and New Jersey 1986-1997. She has participated in various exhibitions nationally and her work has bee selected to take part in important shows around the world. Margrét was invited with two others to make proposals for Iceland´s contribution to the Venice Bienniale 2017. http://www.margrethblondal.net/
Sigurður Þórir Ámundason:
MÓÐIR FLUGMANNSINS
16.4 – 31.5 2016
,,Chuck Berry er móðir flugmannsins þegar kemur að rokktónlist. Konurnar frá Algeirsborg eru móðir flugmannsins fyrir kúbisma. Sigurður er móðir flugmannsins fyrir teiknuð málverk.“
Sigurður Þórir Ámundason útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2012, hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og er þetta fjórða einkasýning hans. Hann vinnur aðallega með teikningar og gjörningalist. Sigurður býr og starfar í Reykjavík.
sigurduramundason.tumblr.com
Sigurður Þórir Ámundason:
THE MOTHER OF THE PILOT
16.4 – 31.5 2016
,,Chuck Berry is the mother of the pilot when it comes to rock and roll. Les Demoiselles d‘Avignon are the mother of the pilot in regard to cubism. Sigurður is the mother of the pilot when we talk about drawn paintings.“
Sigurður Þórir Ámundason graduated from the Icelandic Academy of Arts with a BA degree in 2012 and has participated in several group shows, this is his fourth solo exhibition. His medium is mainly drawing and performance. Sigurður lives and works in Reykjavík.
sigurduramundason.tumblr.com
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir:
SJÁLFSBIRTING
17.2 – 20.3 2016
,,Verkin endurspegla yfirborð líkamans en fjalla um sjálfið sem liggur undir yfirborðinu. Kvenleiki og mótun kvenleikans er eitt af því sem ég er að skoða. Mótun líkamans og sálarinnar með það að markmiði að ná æðsta stigi þarfapíramídans í sjálfsbirtingu. Ég styðst m.a. við kenningar Abraham Maslow um þarfir og hvatir fólks sem leiða til hegðunar sem leiða allar að ákveðnu markmiði. Leiðina að sjálfsbirtingu í gegnum mótun líkama og að uppfylla þörf fyrir virðingu sjálfs og annarra í gegnum mótun líkamans."
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir var við nám við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist með BA-gráðu 2006. Hún stundaði einnig ljósmyndanám við Iðnskólann í Reykjavík 2008 og lauk MA námi í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands 2015. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar frá árinu 2002 bæði erlendis og hér heima. Ólöf Dómhildur hefur einnig verið mjög virk í menningarlífinu og tekið þátt í að skipuleggja menningarhátíðir, uppákomur og sýningar. Hún var verkefnastjóri og síðan rekstrarstjóri Edinborgarhússins á Ísafirði á árunum 2012-2014 og kennir nú myndlist og Fab Lab á öllum stigum við Grunnskólann á ísafirði.
Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space er starfrækt í samstarfi við ArtsIceland og nýtur styrkja úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og frá Ísafjarðarbæ.
SJÁLFSBIRTING
17.2 – 20.3 2016
,,Verkin endurspegla yfirborð líkamans en fjalla um sjálfið sem liggur undir yfirborðinu. Kvenleiki og mótun kvenleikans er eitt af því sem ég er að skoða. Mótun líkamans og sálarinnar með það að markmiði að ná æðsta stigi þarfapíramídans í sjálfsbirtingu. Ég styðst m.a. við kenningar Abraham Maslow um þarfir og hvatir fólks sem leiða til hegðunar sem leiða allar að ákveðnu markmiði. Leiðina að sjálfsbirtingu í gegnum mótun líkama og að uppfylla þörf fyrir virðingu sjálfs og annarra í gegnum mótun líkamans."
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir var við nám við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist með BA-gráðu 2006. Hún stundaði einnig ljósmyndanám við Iðnskólann í Reykjavík 2008 og lauk MA námi í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands 2015. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar frá árinu 2002 bæði erlendis og hér heima. Ólöf Dómhildur hefur einnig verið mjög virk í menningarlífinu og tekið þátt í að skipuleggja menningarhátíðir, uppákomur og sýningar. Hún var verkefnastjóri og síðan rekstrarstjóri Edinborgarhússins á Ísafirði á árunum 2012-2014 og kennir nú myndlist og Fab Lab á öllum stigum við Grunnskólann á ísafirði.
Gallerí Úthverfa / Outvert Art Space er starfrækt í samstarfi við ArtsIceland og nýtur styrkja úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og frá Ísafjarðarbæ.
SKREFI NÆR OG FJÆR / A STEP CLOSER AND AWAY
4.12 2015 – 7.2 2016
Nazgol Ansarinia 4.-9.12 2015
Snorri Ásmundsson 9.-14.12 2015
Halldór Ásgeirsson 14.-19.12 2015
Ágúst G Atlason 19.-24.12 2015
Rannveig Jónsdóttir 24.-29.12 2015
Hekla Dögg Jónsdóttir 29.12 2015 – 3.1 2016
Pétur Guðmundsson 3. – 8.1 2016
Styrmir Örn Guðmundsson 8. – 13.1 2016
Halla Þórlaug Óskarsdóttir 13. – 18.1 2016
Ásta Fanney Sigurðardóttir 18. – 23.1 2016
Andrew Friend 23. – 28.1 2016
Weronika Murek 28.1 – 2.2 2016
Hannes Lárusson og Ásmundur Ásmundsson 2. – 7.2 2016
Aðdragandi jóla og áramóta og fyrstu dagarnir á nýju ári er tilfinningaþrunginn tími fyrir margt fólk. Fyrir marga er þessi tími hlaðinn merkingu, sumir gera sér mat úr því tilfinningaróti sem tímabilið hefur í för með sér en aðrir vilja helst leiða það hjá sér. Myrkur og ljós spila með skilningarvitin og ýmsir tapa áttum. 13 listamenn sýna verk sín í 5 daga hver. Mynd/myndum, texta eða vídeói er varpað á glugga gallerísins. Glugginn verður myndaður við hverja innsetningu og myndinni ásamt upplýsingum um höfundinn og verk hans deilt á heimasíðu og facebook-síðu gallerísins: facebook.com/Gallerí Úthverfa
The time leading up to the New Year and the days that follow tend to be charged with emotion for many people. The season is loaded with meaning; some seek enjoyment some try to ignore it, many lose their orientation. Darkness and light play with our senses. 13 artists showcase their work for 5 days each. Image/images, text or video is projected on the front window of Outvert Art Space. Images and text from the artists´ exhibitions will be published simultaneously on facebook: facebook.com/Gallerí Úthverfa
Gunnar Jónsson:
FRIGORE SACRUM 22.10 – 29.11 2015 ,,I am mainly focusing on emotions and feelings that can be related to some kind of deeply rooted nearness or closeness to the ocean. I have recently been observing the jobs built around the fishing industry and how it has changed from a thriving business to becoming sort of empty. I don’t want the feeling to be happy or sad but rather a bit void or empty. This has to do with both job related connection which is changing with the right to fish being moved away from the communties living on the coast, but also the dangers and the monotony related to work on finshing boats and in fish factories. There are photo-shoots from inside a fish factory which seems to be empty where some people are cleaning it vigorously. I try to capture the feeling of emptiness and the robotic movements of the cleaning squad. There is also a video where a boat goes back and forth and seems to be stuck, every movement is very slow. This boat is still in use but I got to sail with it on their day off so there was no fishing going on. The video captures the same empty feeling as I found inside the fish factory. The emotions I am working with are a mixture of feelings related to nostalgia/obsession and romantisism. The emotions can be personal but also more general. The aim is to capture these emotions and give the viewer a chance to sense the essence of those feelings.‘‘ Gunnar Jónsson was born in 1988 in Reykjavík and grew up in Ísafjörður. He attended Icelandic Academy of Arts from 2009 to 2012, prior to that he took a preparatory year in Reykjavík School of Visual arts. He has participated in numerous exhibitions in Iceland and abroad. He currently lives and works in Ísafjörður, Iceland. www.gunnarjonsson.net .................... Sýningin er hluti af ferli sem listamaðurinn hefur um skeið ráfað um í átt að ástandsgreiningu. Gunnar kannar hneigðir fólks til rómantískra minninga og tengingu þeirra við raunverulega stöðu. Hann varpar ljósi á þá óra og þrár sem endurhvarf hugsana um viðhald vélbúnaðar kalla fram og grunnhugmyndanna um frystihúsaverk. Sýndar eru myndir sem kunna að vera hvetjandi fyrir einstaklinga með fyrirframmótaðar hugmyndir og minningar tengdar fiskverkun. kaldur hrjúfur hanskinn grípur sleipt flakið sem með ótrúlegri aðlögunarhæfni fyllir lófann minn orkan milli okkar magnast í þögninni sleipt flakið rennur mér úr greipum og hyldýpið étur mig Gunnar er fæddur 1988, alinn upp á Ísafirði og útskrifaðist úr Listaháskólanum 2012. Hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hérlendis sem erlendis. Hann býr og starfar á Ísafirði. www.gunnarjonsson.net |
Jenifer Wightman:
“mud paintings” 22.8 – 27.9 2015 Soil is alive - After the invention of the microscope and just as we were discovering bacteria, a 19th century Russian biologist named Sergei Winogradsky put soil in a glass column in the window near his desk. He was determined to understand what was going on inside the soil. Over time a red splotch formed in the brown column so he put his pipette down into the red spot and looked under the microscope – and the particles moved. Bacteria paint - Using Winogradsky’s technique, Wightman makes living colorfield paintings with microbes that photosynthesize pigment in unique soil samples. While individually invisible, growing populations of bacteria amass blocks of color as defined by conditions in each sample. As one species exhausts its preferred resources and dies out, another species thrives on the waste products of its predecessor. Transition of color indicates ecological succession of microfauna metabolizing a livelihood within a finite ecosystem. New York City portraits - For the Lower Manhattan Cultural Council residency on Governors Island (August-December 2012), Wightman built five steel and glass frames to hold mud and water from polluted waterways to create evolving portraits of New York City. Each frame included mud from one of the following: Hudson River (PCBs), Gowanus Canal (heavy metals), Deadhorse Bay (exposed landfill), East River (raw sewage), Newtown Creek (oil spill). Most all color present in these resulting photographs is pigment photosynthesized by living bacteria found in each water:mud sample. Color indicates species of microbes that can make a painterly livelihood in our polluted waterways. Medium: mud, water, endogenous bacteria, eggs, newspaper, chalk, steel, glass, silicone - photographed Sculpture Dimensions: 15"x15"x2” Print Dimensions: 36"x36" Jenifer Wightman is a scientist specializing in greenhouse gas inventories and life cycle analysis of agronomic systems at Cornell University. She teaches Sustainable Systems at Parsons. Her art practice began in 2002 and employs scientific tropes to incite curiosity of ecological phenomena. Informed by her scientific inquiry, her art poetically articulates the incongruities between our current economic growth paradigm (conceptually unlimited) and our emerging notion of sustainability (limited by finite resources). Jenifer Wightman´s work captures a visual language of embodied form moving through cycles of destruction and creation within a finite landscape. She is interested in forming an ecological rationality by reflecting on the co-evolution of a culture and its supporting ecosystem. http://www.audiblewink.com/ Jenifer Wightman: ,,Skítamálverk´´ (mud paintings) 22.8 – 27.9 2015 Jenifer Wightman er amerískur vísindamaður og listakona búsett í New York. Jenifer er líffræðingur að mennt og sérhæfir sig í losun gróðurhúsalofttegunda og lífsferilsmatsgreiningu á landbúnaðarkerfum sem hún kennir við Cornell University. Hún kennir einnig sjálfbærni við Parsons (NY). Ferill hennar sem myndlistarmanns hófst árið 2002 en á þeim vettvangi teflir hún fram vísindalegum viðfangsefnum til að vekja forvitni um vistfræðileg fyrirbæri. List hennar er innblásin af vísindalegum rannsóknum, í verkum sínum tíundar hún á ljóðrænan hátt ósamræmið milli núverandi hugmyndafræði okkar um hagvöxt (sem byggir á hugmyndum um ótakmarkaðar auðlindir) og nýfengnar hugmyndir okkar um sjálfbærni (sem miðast við takmarkaðar auðlindir jarðar). Verkin fanga hringrás eyðileggingar og sköpunar í afmörkuðu landslagi. Áhugi hennar beinist að því að sýna rökrétt vistfræðilegt ferli í verkum sínum með því að varpa ljósi á sameiginlega tilvistarþróun menningar og vistkerfanna sem styðja hana. Verkin á sýningunni eru ljósmyndir og videó (time lapse) af málverkum sem þróuðust á um þriggja mánaða tímabili.
Heimasíða Jenifer Wightman: http://www.audiblewink.com/ |
PAST / ELDRI SÝNINGAR
Spessi: “Food, people & post office”
20.6 – 16.8 2015 FOOD, PEOPLE & POST OFFICE ,,In Spessi´s portraits the subject, the background, and the expectations of the photographer merge together into some kind of a holistic fusion. He knows what he is looking for but not what he gets. The excitement comes through as a strangely poised and yet unsettling composition. The photographs are taken on Fogo Island, off the coast of Newfoundland on the Atlantic side of Canada. There are eleven fishing villages on Fogo Island comprised of immigrants from Britain, Ireland and France who moved there to fish for cod. About three decades ago, there was a total collapse of the cod stock. Today the people living in the Outports, the fishing communities along the coast of Newfoundland, live on their memories of older times. Spessi captures the contemporary subject in the previously defined space when illiteracy was common and the fishermen learned to navigate their fishing grounds by memorizing the relevant information by heart. There are references everywhere in the communities and dots remain painted on the doors of the fishing stages for the fishermen to find their way in the morning fog. Spessi is sensitive to the pain and sorrow of the Outport people; having grown up in a fishing community of the North-Atlantic coast, he shares some of their experiences. He reads their surroundings and peers under the surface of their gentle manner where dependency, suppression, discriminating poverty and abuse have left deep marks. These people have lived generation after generation in close contact with nature. They do not live for material things, their esthetics are in no way mainstream. They are far from being pretentious; their lives evolve around seeking shelter from the harsh climate, courting and mating, and the pursuit of fish. Their culture has fragile strength; it is a primal, mud stricken beauty. They are unique and naturally common at the same time, they are nature itself. Family is everything to them and so is food. And then there is the post office … Spessi´s choices are never obvious. Why the post office? Why photograph a couple standing by the freezer in their dining room? Why photograph the piles of garbage behind the local general store? Why the empty plates when people are finished eating? The awkward frankness of his motives is intriguing and almost magical. The images generate warmth without ever being sentimental. His approach is bold while his subjects are modest. He seems to be in constant search of the absolute, naked truth but always holding back, allowing for the unsaid to be left untold; and the comfort of answers never granted in full.” Spessi´s unusual visual language has already ranked him as one of Iceland´s leading visual chroniclers. Spessi - Sigurþór Hallbjörnsson - is born in Ísafjörður, Iceland in 1956. He studied photography in the Netherlands at AKI - Akademie voor Beeldende Kunst – where is graduated in 1994. His work has been exhibited in Iceland, France, Finland, Sweden, Belgium (Brussels) and USA (New York). Three books have been published with his work: Bensín (1999), Location (2007) and Chicken Fajitas in the Manner of Google, Mexican Corn soup and Chocolate Ice Cream (2008). www.spessi.com Elísabet Gunnarsdóttir Founding director Fogo Island Arts Spessi: ,,Matur, fólk og pósthús’’ 20.6 – 16.8 2015 MATUR, FÓLK OG PÓSTHÚS ,,Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina órofa heild. Hann veit að hverju hann leitar en er ekki alveg öruggur um hvað hann fær. Eftivæntingin skilar sér í einhvers konar undarlega settlegri óvissustemningu. Myndirnar eru teknar á Fogo Island við Nýfundnaland á austurströnd Kanada. Á eyjunni eru ellefu fiskimannasamfélög innflytjenda frá Bretlandseyjum sem settust þarna að til að veiða fisk þar til þorskstofninn hrundi fyrir um þremur áratugum síðan. Punktar voru málaðir á hurðir fiskiskúranna til að hjálpa sjómanninum að rata rétta leið í morgunmuggunni, ólæsi var algengt og sjómennirnir lögðu öll mið og leiðarlýsingar á minnið. Nú hrærist fólkið í minningum um horfna tíma. Spessi skynjar sársauka þessa fólks betur en flestir aðrir, enda sjálfur fæddur og uppalinn í sjávarbyggð við Norður-Atlantshaf. Hann les í umhverfið, skyggnist undir yfirborð ljúfmennsku þar sem erfið lífsbarátta, kúgun og grimm fátækt hefur skilið eftir sig djúp spor. Þetta fólk hefur lifað kynslóð fram af kynslóð í nánum tengslum við náttúruna, líf þess snýst um að verja sig gegn veðrinu, fjölga sér og sækja sér í soðið. Það er einhver frumveikleikastyrkur í kúltúr þessa fólks, einhver frumóþverrafegurð. Þau eru frumlega venjuleg. Þau eru náttúran sjálf. Fjölskyldan er þessu fólki allt og allt snýst um mat. Og svo er það pósthúsið ... ̎ Elísabet Gunnarsdóttir stofnandi og fyrsti stjórnandi Fogo Island Arts Spessi - Sigurþór Hallbjörnsson – er fæddur á Ísafirði 1956. Hann lagði stund á ljósmyndun við AKI - Akademie voor Beeldende Kunst – í Hollandi og útskrifaðist þaðan 1994. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum hér á landi og erlendis meðal annars í Frakklandi, Finnlandi, Svíþjóð, Belgíu (Brussel) og Bandaríkjunum (New York). Gefnar hafa verið út þrjár bækur með ljósmynaverkum Spessa; Bensín (1999), Location (2007) og Chicken Fajitas in the Manner of Google, Mexican Corn soup and Chocolate Ice Cream (2008). www.spessi.com |