Um Stofnun Rögnvaldar
Hlutverk Stofnunar Rögnvaldar Á Ólafssonar er að vinna að rannsóknum og nýsköpun í íslenskum arkitektúr, hönnun, skipulagsmálum og skyldum greinum. Stofnunin er kennd við Rögnvald Á Ólafsson sem oft hefur verið nefndur fyrsti íslenski arkitektinn.
Rögnvaldur Á Ólafsson er fæddur í Dýrafirði og uppalinn á Ísafirði. Rögnvaldur var merkilegur brautryðjandi í íslenskri byggingarlist. Hann teiknaði fjölda íbúðarhúsa og obinberar byggingar og 25 kirkjur sem staðsettar eru víðsvegar um landið. Hann teiknaði m.a. kirkjurnar á Bíldudal, Þingeyri og í Bolungarvík, og Edinborgarhúsið á Ísafirði sem var með stærstu timburhúsum á Íslandi þegar það var byggt 1907. Fyrsti listaskólinn (skóli þar sem kenndar eru fleiri en ein listgrein og lögð áhersla á að þær vinni saman) sem stofnaður er á Íslandi er kenndur við þennan merka frumkvöðul. Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar var stofnaður 1993 og hefur aðsetur í Edinborgarhúsinu.
Hlutverk Stofnunar Rögnvaldar Á Ólafssonar er að vinna að rannsóknum og nýsköpun í íslenskum arkitektúr, hönnun, skipulagsmálum og skyldum greinum. Stofnunin er kennd við Rögnvald Á Ólafsson sem oft hefur verið nefndur fyrsti íslenski arkitektinn.
Rögnvaldur Á Ólafsson er fæddur í Dýrafirði og uppalinn á Ísafirði. Rögnvaldur var merkilegur brautryðjandi í íslenskri byggingarlist. Hann teiknaði fjölda íbúðarhúsa og obinberar byggingar og 25 kirkjur sem staðsettar eru víðsvegar um landið. Hann teiknaði m.a. kirkjurnar á Bíldudal, Þingeyri og í Bolungarvík, og Edinborgarhúsið á Ísafirði sem var með stærstu timburhúsum á Íslandi þegar það var byggt 1907. Fyrsti listaskólinn (skóli þar sem kenndar eru fleiri en ein listgrein og lögð áhersla á að þær vinni saman) sem stofnaður er á Íslandi er kenndur við þennan merka frumkvöðul. Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar var stofnaður 1993 og hefur aðsetur í Edinborgarhúsinu.