Menning og saga - matarframleiðsla og matarhefðir, uppskriftir:
- Áður voru tvær heitar máltíðir á dag, í hádeginu var oft soðin ýsa og á kvöldin kjöt, alltaf var kvöldkaffi, miðdegiskaffi og fl. Fólk var alltaf að borða reglulega því fólk vann mikið
- Konur heima að sinna börnum og búi og karlar við verkastörf
- Í Hnífsdal er mikið berjaland og var mikið sultað og saftað úr berjum og rabbabara
- Fiskvinnsla
- Mjólkurframleiðsla (Hraun, Bakki, Heimabær og fl.)
- Heimaslátrun
- Hænsnabú á Leitinu
- Sláturafurðir
- Saltverkun
- Fiskur, alls konar
- Saltfiskur
- Siginn fiskur
- Rúgkökur - hveitikökur
- Bræddur sykur
- Kleinur
- Ástarpungar
- Fiskur 5 daga í viku
- Saltkjöt á miðvikudögum
- Nýtt kjöt á sunnudögum
- Réttirnar á haustin eru sameiginleg aðgerð
- Mikil harðfiskframleiðsla
- Smjörlíkisgerðin
- Hákarlsverkun
- Hænsnin hjá Konna Gísla
- Kartöflur á hverju strái